Akranes - 01.10.1954, Síða 20

Akranes - 01.10.1954, Síða 20
hafði fengið Snæfellsnes, gisti þá alla feðga á leiðinni vestur og lýsir þeim nokkuð í ævisögu sinni. Björn var notarius við yfir- réttinn og bjó á Hvítárvöllum, og var giftur systur Espólíns. Hann var mikill vexti, sterkur og gliminn, búsýslumaður mikill og nokkuð fégjarn, ærið frjáls og ósnotur í háttum sinum, trygglyndur að eðlisfari og hafði litlar mætur á lærdómi eða menntun. — Magnús lögmaður var með allt öðrum hætti og hafði miklu meira höfðingjasnið á sér og snyrtimennskubrag. Hann var djarfur maður, einurðarmikill og frændrækinn og framkvæmdasamur, stundum harðorður, en trygglyndur og frændrækinn, og unni mjög vísindum og fögrum menntum. — Stefán bróðir þeirra var þá nýkominn heim frá háskólanum, orðinn varalögmaður norðan og vestan og bjó hjá foreldrum sínum á Innra-Hólmi. Hann var maður hugfullur og röskur, skemmtinn og alþýðlegur, einkum í sam- kvæmi, og þótti mjög hæfur maður í hvivetna. Hann var ör af fé og gestrisinn, og snyrtimaður um allt, en kænn þó'cti hann og kunni að aka seglum eftir vindi, ef á þurfti að halda. Hann unni og vísind- um og fögrum menntum, en þó eigi minna rausn og höfðingsskap, enda var hann langvinsælastur þeirra bræðra. Ekki voru þá aðrir menn fremri hér á landi að ættgöfgi, auðlegð, tengdum og metorðum, og sátu þeir frændur mjög yfir hlut manna úr því og allt fram yfir aldamótin 1800“. Hagir Magnúsar. „I það mund, er Jörundar uppþotið varð, bjó Magnús rausnarbúi á Innra-Hólmi á Akranesi. Það var þá og er enn talin gæða- jörð, 60 hundr. að fornu mati með hjáleig- um, en þó hafði Magnús annað bú sam- tímis á Kúlu.dalsá (20 hundraða jörð). Hýsti hann stáðinn mjög myndarlega, en flutti þangað vorið 1803, engu síður en hann hafði áður gert á Leirá, sem hann nú seldi mági sínum Jónasi Scheving. Ekki var hann heldur síðri en áður um búsýslu alla og ifyrirhyggju, sléttaði hann túnið allt og bætti stórum, og hafði auk þess garð- yrkju mikla á Innra-Hólmi, en þetta var hvort tveggja sjaldgæft i þá daga. Vinnu- menn kaus hann sér hina röskustu og römmustu að afli og galt þeim hátt kaup, en herti að þeim vinnu í meira lagi, og voru vinnuhjú fæst hjá honum langvist- um, að því er mælt er. Hugkvæmur var hann og gjöfull þeim, er ræktu hann vel og honum geðjaðist að, en ekki var hann hversdagslega ör, og þótti heldur halda öllu til sparnaðar. Þau voru þá komin til hans í ellinni gömlu hjónin, tengdaforeldr- ar hans, Vigfús Scheving sýslumaður og kona hans. Var heimilisbragur hinn ífeg- ursti, og sjáum vér Ijósan vott þess í ferðabók Hookers, grasafræðingsins enska, 128 Þá nýtur þess Ymur þunglega elfan ströng óðinn í klökkva baði, geighjúpi sveipast. leiðin löng langt er að óska vaði. Skreipt er hellu Skuldar hyls skaravegurinn naumur, þýtur í eyrum banabyls hlýþungur öfugstraumur. Hræðstu ei fjallið þótt fjúki um tind og feikn sé á yztu nöfum, brattsækinn teigar af lífsorku lind og læknast af vanmeta köfum. Finnir þú máttinn við brattklífa brík þá bítur ei vítis maður, náir þú háttum er náttin þér slik að nýtur þess — hvítur maður. DULVIN. sem heimsótti Magnús á Innra-Hólmi sumarið i8og. Hann lýsir híbýlaháttum Magnúsar og viðtökum þeim, er hann fékk hjá honum, á þessa leið: „Vér komum að Akrafjalli, en þaðan er skammt heim að Innra-Hólmi, og liggur illfært mýrarsund heim að bænum. Þetta er bezt húsaði bær á öllu landinu, enda býr þar sá maður, sem er hvort tveggja i senn etazráð og háyfirdómari, og svo vel búinn að gáfum og lærdómi, að sómi myndi að honum í hverju þjóðfélagi sem væri. Þó býr hann þarna útilokaður frá öllu samneyti við hinn menntaða heim. Jafnvel útihúsin, sem fyrst blöstu við sjónum, báru vott um smekk og snyrti- mennsku, er við hvergi höfðum séð ann- ars staðar á íslandi, og þegar við kom- um að útidyrunum, fannst mér sem ég væri kominn í annað land. Að vísu var fylgt gamalli landsvenju í húsaskipun og byggingarefni, en þó var svo frá öllu geng- ið, jafnvel torfveggjunum og torfþekjunni, að sannarlegt prúðmennskusnið var á, og útidymar voru málaðar og gluggar stórir á bænum. — Við gengum inn löng göng, alþiljuð í gólf og vegg, og komum inn í bókastofu húsbóndans, meðallagi stórt her- bergi, en alsett bókum. Innar af var dag- stofan, ef mig minnir rétt, með gibsrós- um á veggjunum og blámáluð. Danskur legubekur var þar inni og húsbúnaður góður svipaður því, er tíðkast á Englandi. Á veggjunum héngu nokkrar myndir, með- al annars af Frakkakeisara (Napoleon) og viðureignin við Trafalgar (Nelson). Skömmu eftir að vér komum var borið inn romm, hvítt vín og norskar tvibökur, og með þvi skammt var til máltiðar, skemmtum vér oss á meðan inni i bóka- stofunni, og sýndi húsbóndinn mér þar ýmsar fágætar og merkar bækur og hand- rit um sögu landsins. Þar var megnið af fomritum Grikkja og Rómverja, og merk- ustu rithöfundar þýzkir, frakkneskir, sænskir og danskir, og talsvert af enskum skáldritum. — Þá var og sönglistin í há- vegum höfð á Irmra-Hólmi, og upp að veggnum stóð stórt organ danskt. Ég lét á mér skilja, að mig langaði til að heyra íslenzkan söng, og kom þá öll Ifjölskyldan inn og söng fyrir mig nokkra sálma, en húsbóndinn sjálfur lék undir á hljóðfæri. Þá söng dóttir húsbóndans íyrir mig nokkra danska og íslanzka söngva og lék undir á langspil. — Um kl. 3 var sezt að borðum og fengum við ágætis mat, — steik með sætkrydduðum kirsiberjum og kálstöppu, en á eftir kom grindabrauð, góðar norskar t.víbökur, romm og rauðvin. — Það þótti mér einna fegurst að sjá, hve börnin voru nákvæm og umhyggjusöm við gömlu hjónin, foreldra húsmóðurinnar. Gamla konan var blind og örvasa, en það bætti henni að nokkru sjónarmissinn, að hún naut hinnar mestu blíðu og ástúðar af bömum sínum, og dvöldu þau hjá henni öllum stundum, er þau máttu af sjá, til að stytta henni stundir“. AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.