Akranes - 01.10.1954, Síða 21

Akranes - 01.10.1954, Síða 21
01. B. Bjömsson. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. Leiðrétting: 1 3. dálki á bls. 95 í síðasta blaði, er sagt í sani- bandi við Sand II., að Guðrún ljósmóðir hafi andast 8. okt. 1953. Þetta er ekki rétt. Hún var 85 ára þann dag, en andaðist hinn 1. marz 1954. 1 miðdálki á bls. g6 (undir lið 10.), er sagt að Margrét Fjóla sé gift Ingólfi Jónssyni, er sé kenn- ari á Laugarvatni, en það é að vera við Laugar- nesskólann. Merkigerði, Kirkjubraut 25. Það er byggt 1893. Fyrsti maður, sem þar býr heitir Magrtús Hallsson. Enda þótt hann sé aðkomumaður og komi hingað þetta sama ár, verður að álykta, að hann hafi byggt bæinn eða látið byggja hann fyrir sig. Magnús Hallsson kemur hing- að frá Görðum á Alftanesi ásamt konu sinni og dóttur. Magnús er þá talinn 33 óra, kona hans Jónína Jónsdóttir 31 árs og Sigurbjörg, dóttir þeirra 3ja ára. Þau eru hér aðeins i tvö ár, og flytjast héðan árið i8g<5, að Köldukhm í Garðahverfi á Álftanesi. Tvær ástæður munu liggja Ifyrir flutn- ingi þeirra hjóna til Akraness. Fyrst það, að syðra hefur þá ekki verið margra kosta völ, því að fiskileysi hafði þá verið mikið fyrirfarandi. En til viðbótar gat það haft sín áhrif, að Guðbjarni Bjarnason á Litlu- Grund, var móðurbróðir konu Magnúsar. Magnús Hallsson mun hafa verið fædd- ur á Æsustöðum í Mosfellssveit, sonur Halls Sigmundssonar, Hallssonar á Fossi í Grimsnesi, Sigmuridssonar á Norðurgarði á Skeiðum, en Hallur þessi Sigmundsson var þjóðhaga smiður. Kona Halls Sig- mundssonar, og móðir Magnúsar var Þor- björg Magnúsdóttir, Ólafssonar. Móðir hennar var Sigríður Guðmundsdóttir frá Suðurkoti i Grímsnesi. Hallur mun lengi hafa búið i Litlabæ í Hafnarfirði. Foreldrar Jónínu, konu Magnúsar Halls- sonar, voru: Jón Markússon, bóndi á Glammastöðum i Svínadal og kona hans, Helga Bjarnadóttir bónda á Kalastöðum og á Heynesi, Helgasonar. Bjarni Helga- son er talinn hafa verið einn hóseta hjá Þuríði formanni, og er hásetum hennar lýst í elftirfarandi visu: Hallæris, ónýtt hreint, hulstur prjóna fæ greint, Lyddu, Skúma, Clund auma. einnig búmanninn nauma, Kalmann, Skjágrind, Skúfara. Skal Dindla með þá fara. Bjarni Helgason var þarna kallaður prjónastokkur (hulstur prjóna) því hann kvað hafa verið mjóvaxinn. AKRANES Jón og Helga munu hafa gifst 1861, en hann drukknaði hinn 5. mai 1863 á Bakkabúðarhleininni rétt hjá Ytra-Hólmi. Hallgrímur hreppstjóri telur Jón Markús- son frá Skarði, um þetta slys segir hann svo: „Þeir komu fró Raykjavík í allgóðu veðri, máske ekki alsgáðir, um nótt, svo enginn vissi til“. Börn Jóns Markússonar og Helgu voru þessi: í.Markúr Jónsson, sem lengst af átti heima uppi i Hvitársiðu, á Fróðastöð- um, Þorvaldsstöðum og víðar, einkenni- legur maður og saklaus, dáimt fyrir nokkrum árum, ókv. og barnlaus. 2. Einar Jónsson, kvæntist ekki. var lengi austur i Grafningi. Kallaður Einar stóri eða Einar sterki. Einar átti eina dóttur, er- Sigriður heitir og mun eiga heima í Reykjavík. Móðir hennar hét Guðrún, frá Gljúfurholti í ölfusi. Bróð- ir hennar var Gizur, sem þar bjó lengi. Sonur hans er Guðmundur Gizurar- son, bæjarfulltrúi i Hafnarfirði. 3. Jónína Jónsdóttir, kona Magnúsar Hallssonar. Hún var ófædd þegar faðir hennar drukknaði. Jónína átti tvær hálfsystur. örrnur þeirra var Valgerður, er Jón Markús- son átti með Helgu Ólafsdóttur, og get- ið var um 1 sambandi við Kirkjubæ í Magnús Hallsson og Jónína Jónsdóttir kona hans, tnei5 tveimur dœtrum þeirra — Sigurbjörgu, standandi, og Höllu, er situr. 4.—6. tbl. 1954. Valgerður þessi var móðir Ingiríðar á Fögruvöllum og þeirra systra. Hin systirin var Helga Hannesdóttir, er Helga Bjarnadóttir átti eftir að hún missti mann sinn. Þessi Helga Hann- esdóttir ólst upp á Vífilsstöðum hjá Sveini nokkrum og Ingibjörgu, sem þar bjuggu. Helga þessi Hannesdóttir giftist manni þeim, er hét Helgi Ja- kobsson. Þau áttu saman 4 börn. Tveir synir þeirra munu vera á lifi. Helgi vélstjóri á togaranum Geir og Gisli, sem lika mun eiga heima í Reykjavik. Magnús Hallsson var afbragðssmiður sem faðir hans. Hann lærði söðlasmíðar hjá Gizuri Bjarnasyni á Eyrarbakka. Magnús var auk þess ágætur tré- og járn- smiður. Framan af stundaði Magnús sjó og einnig vegavinnu á sunirum, var sem sagt hinn bezti verkmaður og félagi. Ekki mun Magnús hafa verið lengi i Garða- hverfinu, heldur flutzt til Hafnarfjarðar og átt þar heima æ siðan. Fjórtán siðustu ár ævinnar átti hann við mikla vanheilsu að stríða, og lá allan þann tíma rúmfast- ur. Magnúsi Hallssyni hefur verið fleira til lista lagt en hagleikur í höndum. Hann var mjög vel greindur, vel lesinn, ágæt- lega hagmadtur og skrifaði mjög góða hönd. Hann tók mikinn þátt i starfi Góð- templarareglunnar í Hafnarfirði og var þar áhugasamur og góður félagi, léttur i lund og hrókur alls fagnaðar, alltaf tilbú- inn til að offra tíma og kröftum fyrir mál- efnið. All mikið er til af ljóðum Magnús- ar, þótt mikið af þeim sé lika gleymt og glatað. Hér kemur aðeins lítið sýnishom af kveðskap hans: Magnús Hallsson: SJÓMANNAKVEÐJA (27. febrúar 1910). Þótt lítið og afskekkt sé land vort og þjóð og lágt sett hjá umheimsins gæðum, hið frjálshuga, norræna fomhetju-blóð það fossar i kynstórum æðum. Og feðurnir komu með frama og pris og frelsið í hugskotum dvaldi. Þeir reiknuðu smámuni eldgos og ís hjá ánauð af harðstjómar valdi. Og niðjarnir fara með fánann á stöng og feðranna dæmi í huga, að umflýja harðstjóm og örbirgðar þröng og ekkert þeir láta sig buga. Af sigrandi löngun og sjálfstæðisþrá með söngvum þeir stonnunum anza. Þeir reikna sem smámuni rjúkandi sjá hjá ránsvaldi armóðs og vansa. Og kynfylgjur gæfunnar feðmnum frá og fengsæld til niðjanna snúi. Hver sjálfur vill hjálpast, mun hjálpina fá. Það hugtak hjá sérhverjum búi. 129

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.