Akranes - 01.10.1954, Qupperneq 22
Vor drottinn þeim fylgi um dimmbláan
geim
og deili þeim blessun til handa.
og leiði þá aftur til heimila heim
með heilbrigðan likama og anda.
BÁRÐUR Á BÚRFELLI
(Gamankvæði eftir Magnús Hallsson, ort 1912).
Hann Bárður gamli Búrfellsás
var búhöldur hinn mesti.
Hann átti í skemmu, undir lás,
sitt elskað lifsins nesti.
Hann gaf ei myglu mjög að sök
þó margt hún hærum prýddi,
og sumt með gráða-siðutök
úr sögum ára þýddi.
Sem móðir Ijúf við brjóstabam
hann brosti að slátursköggum,
sem sólbros vermi helkalt hjam
hann hló að lundaböggum,
sem kærasti við konuhlið
hann klappaði tólgarskjöldum,
og smjörbelgjunum velti við
sem vorblær hafsins öldum.
Sem glöggur hirðir kannar kið
hann keppi og vinstrar taldi,
og sinni náð og sínum frið
það svo á hendur faldi.
En ást til Rósu glapti Gvend
sem gildru refur finni.
Þar slæm var Bárði sending send
að sóa lífsgleðinni.
Hún Rósa gekk á danskri dragt
svo dróst við jörðu halinn.
Hún gaspraði þar til gólf var lagt
úr góðu timbri í salinn,
og tólgarstykkjum eldinn á
hún óspart kasta réði.
Og stærra en tæki tárum þá
var tjónið Bárðar geði.
Þá hrosshérseykum Bárður brá
í bræði um skemmukenginn.
Svo hratt og titt hann hnykkti á
að hraðar fléttar enginn.
Og eins og hetja hefði ’ann þá
sig hengt í þessum linda
ef skemman kæra eftir á
ei ætti um sárt að binda.
Hann Bárður var á fjárins fóm
ei fús sem stundum bæri.
— Ef Bárður sæti í bæjarstjóm
þá bryggja engin væri.*)
Hann Bárður kunni’ ei harla hátt
í heimsmenning að sigla.
Því láta nú þeir lærðu fátt
í landsins skemmu mygla. —
Magnús Hallsson og Jónína áttu tvær
dætur barna:
1. Sigurbjörg, f. 23. okt. 1890. Fyrri mað-
ur hennar var Magnús Kristjánsson,
Auðunssonar, Stígssonar i Hafnarfirði.
Hann var bróðir Simonar Kristjánsson-
ar, halínsögumanns í Hafnarfirði. Þau
áttu eina dóttur bama, Magneu Jón-
ínu, f. 1912. Siðari maður Sigurbjarg-
ar er Bjarni Guðmundsson, vélamaður
*) Þá nýbyggð fyrsta hafskipabryggja í Hafnar-
firði.
við Rafveitu Reykjavikur. Þau eru
barnlaus, og búa á Bergþórugötu 6 í
Reykjavík.
2. Halla Kristín, f. í Merkigerði 18. fe-
brúar 1894. Maður hennar er Jón
Helgason, fæddur í Litlabæ á Vatns-
leysuströnd, sonur Helga Sigvaldason-
ar bcnda þar Helgasonar, ættaður frá
Alviðru og konu hans Ragnhildar
Magnútdóttur, ættuð úr Fljótshlið.
Þau Halla og Jón eiga aðeins einn son,
Magnús, f. 10. júlí 1926.
Þetta fólk hér, er á ýmsan hátt merki-
leg fjölskylda, greint og geðugt fólk, fram-
úrskarandi reglusamt, sem tekur mikinn
þátt i mannbóta ifélagsskap og leggur sig
fram um að vinna þar gagn, svo sem
Magnús Hallsson gerði af dáð og dyggð,
þvi að það gerði hann m. a. rúmliggjandi,
með því að skrifa ýmislegt fyrir stúku sina.
Jón Helgason fæst aðallega við smíðar,
því að hann er góður smiður, þótt ekki sé
hann lærður í iðninni. Halla er vel gelíin
og vel verki farin, og ber heimili þeirra, a.ð
Hverfisgötu 2ib í Hafnarfrði, allt vott um
iðni, árvekni, reglusemi og snyrtimennsku
í hvivetna.
Magnús, sonur þeirra, er afbragðs vel
gefinn greindur og reglusamur. Hann er
útlærður bókbindari, en er nú nemandi í
Kennaraskóla Islands og hyggur að taka
þaðan fullnaðarpróf. Eins og kunnugt er,
efndi Kirkjublaðið til samkeppni á árinu
1952, um beztu ritgerð um dæmisögur
Jesú. Fyrir fyrstu verðlaun var veitt ókeyp-
is far til Miðjarðarhafslanda. Þessi verð-
laun hlaut Magnús Jónsson, sonur þessara
hjóna, fyrir beztu ritgerðina inn þetta efni.
Er ritgerð Magnúsar birt í Kirkjublaðinu
13. apríl 1952. Einnig hefur viðar en á
einum stað birzt ferðasaga Magnúsar frá
þessari iferð, er hann auðvitað fór.
öll fjölskyldan er vel hagmælt, en flík-
ar lítið skáldskapnum. Halla og Magnús
gera lítið að því að yrkja og halda þ\d
litt saman, en þau munu þó vera vel hag-
mælt. Jóni Helgasyni er ekki um að láta
sinn skáldskap sjást, en hann heldur því
rækilega saman og færir snyrtilega inn í
þar til gerða bók, sem hann skrifar með
eigin, fallegri hönd.
Hér kemur hestavisa eftir Jón:
Folinn sveigir makkann mest
molinn fleygist þviti,
þolinn teygir bóga bezt
bolinn deigir sviti.
Á áttræðisafmæli Sigurgeirs heitins
Gíslasonar orti Jón lil hans langt afmælis-
kvæði, 15 vísur. Kvæðið. sem i eru margar
ágætar vísur, — sem lýsa Sigurgeir vel, —
er að því leyti einkennilegt, að síðasta vís-
an, þar sem í er bundin hin eiginlega af-
mælisósk, er saman sett af fyrsta orði
hinna 15 erinda, og verður þá þannig:
Finnst sú óskin framan við-
fullgerð stefni þessi:
Alfaðir um eilíf svið
annist þig og blessi.
Hér er áreiðanlega um að ræða fyrir-
myndar heimili, þar sem ást og umhyggja,
vinnusemi, dyggð og drengskapur skipar
varanlegt öndvegi. Eins og áður er sagt,
er Halla fædd i Merkigerði, en fór héðan
aðeins tveggja ára. Þó tengja hana einhver
bönd við Akranesi, og ekki þarf Akranes
að skammast sín fyrir þá dótturina.
Árið 1891 flytur hingað á Akranes Hall
dór Benjamin Jónsson 'frá Lundi í Lunda-
reykjadal, þá að Austurvöllum. Þetta sama
ár flytur hingað til hans, frá Læk í Leir-
ársveit, Tómás sonur hans.
Þegar Magnús flytur frá Merkigerði,
kemur þangað fyrrnefndur Halldór B.
Jónsson, sem er þar siðan meðan hann
lifir. Má því telja víst, að hann hafi keypt
eignina af Magnúsi.
Halldór Benjamin var fæddur í Múla-
koti i Lundareykjadal 1849, sonur Jóns
Sigurðssonar bónda þar, og konu hans
Guðríðar Jónsdóttur á Höll í Þverárhlíð
Guðmundssonar en hann var bróðir síra
Eggerts (prests í Reykholti), kona Jóns á
Höll var Halldóra Auðunsdóttir (systir
Björns sýslumanns Blöndals). Guðriður í
Múlakoti var talin gott skáld, og er til
eitthvað af kvæðum eftir hana i handriti
á Landsbókasafninu.
Halldór mun hafa verið alinn upp hjá
Tómási Guðmundssyni i öskjuholti og
konu hans Halldóru, systur Guðriðar í
Múlakoti. Frá uppvaxtarárum hans kann
ég ekkert að segja frekar.
Halldór kvæntist konu þeirri er Sigur-
björg hét og var Oddleifsdóttir, frá ökrum
á Mýrum. Dó i mislingunum 1882. Þeirra
börn:
1. Tómás, fæddur á Ökrum 8. april 1876.
Ólst upp hjá föður sínum, og stundaði
hér sjómennsku. Hann útskrifaðist úr
stýrimannaskólanum í Reykjavik ár-
ið 1903. Árið 1905 kvæntist hann
Soffíu Jakobsdóttur, frá Laxárholti í
Hraunhreppi í Mýrasýslu, en þau flutt-
ust til Ameríku 1909 og áttu lengst af
heima að Lundar. Hann var hinn mesti
hagleiksmaður og bezti smiður, bæði
á tré og járn og fékkst mest við smíð-
ar fyrir veestan. Hann var vel greind-
ur, viðlesinn og átti hið bezta bókasafn.
Var ákaflega samvizkusamur maður,
góður og gegn og sýndi æskustöðvum
sinum og öllu íslenzku mikla rækt.
Þessi voru börn þeirra sem á lífi eru:
a. Guðrún Mc Whirter, i Fort William,
Ontario.
b. Ilalldór Jakob, til heimilis á Gimli.
c. Thorbergur, sem á heima i Yorkton,
Sask (d.1953).
d. Sigurbjörg Turner í Winnipeg.
130
A K R A N E S