Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 23

Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 23
Tómás andaðist að heimili sínu 21. apríl 1951. 2. Þorbergur, mun hafa alist upp á Odds- stöðirm hjá Árna Sveinbjörnssyni og Ölöfu konu hans. Hann átti heima í Reykjavík, og kvæntist Sigríði Jens- dóttur. Þeirra börn: a. Jón, dáinn. b. Halldór Benjamín, á heima í Reykjavík. c. Guðný, dáin. d. Jónína, býr í Reykjavík. e. Sigurbjörg, býr í Reykjavik. f. Anna Margrét. Hún mun hafa al- izt upp hjá Daníel Þorsteinssyni skipasmið í Reykjavík. 3. Sigurður, sem ólst upp á Skálpastöð- um. Sjá nánar mn hann í sambandi við Skuld I. Hans verður og síðar getið í sambandi við Fögruvelli. Síðar bjó Halldór Benjamin með konu þeirri, er hét Guðrún Jónsdóttir. Foreldrar hennar voru: Jón Bjarnason, 'f. að Vatns- enda við Reykjavík 29. ágúst 1822, cg Margrét Jónsdóttir, f. að Norður-Reykjum í Mosfellssveit 12. júní 1832. Foreldrar Margrétar voru: Jón Gíslason, f. að Hittu i Mosfellssveit 19. nóv. 1806, d. að Norður- Reykjum 1834, kv. 1831 Helgu Grímsdótt- ur, f. að Breiðholti við Reykjavik 6. okt. 1809, d. að Meðalfelli í Kjós 26. janúar 1898. (For: Grímur Ölafsson b. og hrepp- stjóri í Skildinganesi, og kona hans Mar- grét Magnúsdóttir. Bróðir Margrétar Jónsdóttur, móður Guðrúnar i Merkigerði og Bjama Jónsson- ar oddvita á Sýruparti, var Pétur Jóns- son, faðir Guðmundar skipasmiðs í Reykja- vík, föður Péturs Guðmundssonar kaup- manns í Málaranum í Reykjavik, nú stór- bónda á I>órustöðum í ölfusi. En Pétur var, eins og kunnugt er, einn aðal hvatamaður að innlendri málningargerð. Jón, faðir Guðrúnar í Merkigerði var hins vegar sonur Bjama, (f. 1794, d. 27. maí 1862 á Glammastöðum), bónda Helga- sonar og Guðrúnar Sigmundsdóttur, er voru vinnuhjú að Vatnagarði á Rangár- völlum 1816, og fóru að búa á Stampi í sömu sveit 1820, en hafa svo flutt að Breið- holti við Reykjavík. Bjami Helgason og kona hans bjuggu einnig á Heynesi, og á Kalastöðum frá 1847—55. Börn Bjama Helgasonar voru afar mörg, m. a. Guðbjami fyimefndur, Helga, kona Jóns Markússonar, Benóný Bjarnason á Háafelli í Skorradal, Kristrún (mállausa) í Görðum o. fl. Samhliða Bjama Helgasyni bjó Jón sonur hans þar á móti honum frá 1853—56, og Margrét Jónsdóttir kona hans, foreldrar Guðrúnar í Merkigerði. Þaðan fluttu þau að Teigakoti á Akranesi og voru þar í tvö ár, en fóru þaðan að Heynesi. Eftir dauða Jóns manns síns, fór Margrét sem bústýra að Akrakoti til Bjarna bónda þar Óla'fs- Halldór Benjamin Jónsson. sonar, með tvö yngri börn sín. Börn þeirra Jóns og Margrétar vom: í.Fyrrnefnd Guðrún Jónsdóttir, f. að Kalastöðum 21. júlí 1855, d. að Merki- gerði 24. okt. 1929. Er Guðrún missti föður sinn fluttist hún suður til Péturs móðurbróður síns, og ólst upp hjá hon- um. Árið 1886 flutti hún aftur til móð- ur sinnar og gerðist siðar (1890) bú- stýra hjá Halldóri Benjamín Jónssyni. Barna þcirra verður hér siðar getið. 2. Jónína Margrét Jónsdóttir, f. að Kala- stöðum 19. okt. 1856, d. að Stóru- Drageyri í Skorradal 25. sept. 1886. Giftist á Akranesi 10. ágúst 1882, Ey- vindi Björnssyni bónda, f. að Vatns- homi í Skorradal 6. nóv. 1858, d. að Hrísási í Melasveit 1911. (For: Bjöm Eyvindsson bóndi, og kona hans, Sól- veig Björnsdóttir). Þeirra böm: a. Kjartan, dó á 1. ári. b. Bjöm Eyvindsson, f. að Akrakoti 23. júní 1883, d. að Bjarnastöðum í Grímsnesi 22. nóv. 1928. Kvæntur Arrifriði Jónsdóttur frá Stóru-Vógum á Vatnsleysuströnd (For: Jón Jóns- son, og kona hans Anna Eiríksdóttir). c. Pétur Eyvindsson, trésmiður, f. að Stóm-Drageyri 18. nóv. 1884, d. í Reykjavík 26. júní 1951. Kvæntur Guðrúnu Daðadóttur frá Dröngum á Skógarströnd, (For: Daði Daníelsson, og kona hans María Andrésdóttir). d. Guðrún Eyvindsdóttir, f. að Stóru- Drageyri 18. janúar 1886. Gift Áma Jónssyni, sjóm. frá Krossnesi í Eyr- arsveit. Hún býr að Grímsstöðum á Grímsstaðaholti við Reykjavík, en Árni andaðist 27. sept. 1950. (For. hans: Jón Ámason Thorsteinsson, bókbindari, og kona hans Guðný Jó- hannsdóttir). 3. Bjarni Jónsson, f. að Teigakoti á Akra- nesi 25. nóv. 1859, d. á Fáskrúðsfirði 1937. Bjarna var nokkuð getið í sam- bandi við Sýrupart, og verður síðar getið í þessum þáttum. Börn Halldórs Benjamins og Guð- rúnar Jónsdóttur voru þessi: a. Sigurbjörg, sem hér verður nánar getið í sambandi við Merkigerði. b. Áslaug, giftist Sæmundi Friðrikssyni, og verður þeirra nánar getið í sam- bandi við Hraungerði. c. Gyða, gift OlaTi Gunnlaugssyni vél- stjóra, og verður líka getið í sam- bandi við Hraungerði. Halldór Benjamín andaðist 16. maí 1908, en Guðrún kona hans 24. október 1929. Halldór Benjamín var algerlega ólærð- ur maður, og lærði i rauninni ekki að skrifa fyrr en hann var orðinn fullorð- inn. Mun hann sérstaklega hafa lært það af Gísla Hinrikssyni, Geirmundarbæ, en þeir voru góðir vinir alla ævi. Halldór var áreiðanlega mjög vel gefinn og ágætlega hagmæltur eins og hann átti kyn til. Hann var ákailega fróðleiksfús og las allt, sem hann gat komizt yfir. Sérstaklega hafði hann miklar mætur á fornsögunum og hvers konar þjóðlegum fróðleik. Námfús var hann i bezta lagi og hafði mikla löng- un til menntunar, þótt ekki gæti hann veitt sér hana. I því efni nægir að vitna til þess, að hann nam af sjálfsdáðum það mikið í dönsku, að hann hafði not af mál- inu til þess að auka þekkingu sína með lestri danskra bóka. Alla ævi mun Halldór hafa átt heldur erfitt uppdráttar og verið fátækur, a. m. k. miðað við það sem hugur hans og skap- lyndi hefði viljað vera láta. Hann gerði all mikið af því að yrkja, og þótti sumum sem hann væri þar á stundum nokkuð fast- mæltur og beinskeyttur á kölflum, þótt yf- irleitt væri hann jafnlyndur og stilltur. Halldór var hinn mesti bókaormur, las mikið og skrifaði upp mikinn fjölda af rímum og sögum, og mun eitthvað af þvi vera varðveitt á Landsbókasafninu í Reykjavik. Þá má ekki gleyma því, að Halldór var um fjölda ára bókavörður hér á Akranesi og var mjög umhugað um safnið. Mun hann ekkert hafa fengið fyrir það starf, annað en unaðinn af að viruna þar gott verk, og svo aðstöðu til að geta les- ið allt, sem þar var að fá og finna til lest- urs. Hér fer á eftir lítið sýnishorn ,a!f kveð- skap Halldórs: KVEÐJA NfTJÁNDU ALDARINNAR. Horfi ég nú með hrygga brá hinztu stundu æfi minnar, af elli fölvar eru kinnar, því ég breytist brátt í ná. 1 huga minn þá hvarfla fer á hinnar tiðar blóma árum, sorg og gleði af því er oft þar máluð rúnum klárum. 131 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.