Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 25

Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 25
= UM BÆKUR = FRÁ ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. I. * Ævisaga Helga Einarssonar frá Neðra-Nesi. Bókin er 216 bls. Á 17. ári flytur Helgi til Vesturheims, og hefur dvalið þar síðan, enda fjallar bók- in að mestu um líf hans og starf þar. Að- eins 26 síður helgar harrn Islandi eða æsku- stöðvunum, og er ekki mikið á þvi að græða. Heldur er efnið tyrfið og snýst of mjög og miðast við Helga einan. — Helgi virð- ist hafa verið hraustur alla ævi, þvi að hann segist aldrei hafa orðið veikur. 1 nið- urlagi segir hann, að fram að áttræðu hafi hann verið „175 til 180 pund, og er í dag (9. jan. 1952) 180 pund og vel frískur“. Helgi var fædur 28. ágúst 1870. II. * Blær í laufi. Iívcébi, eftir Jón frá Hvoli. Ef til vill er ekki hægt að telja Jón Jóns- son frá Hvoli skáld, en hagmælskan er auðsæ og mjög frjó. Þetta eru langmest ein- stakar stökur, varpað fram við hin ýmsu og ólikustu tækifæri. Jón hafði mikla löng- un til menntunar, en átti þess ekki kost. Þá hefði honum að likindum orðið enn meira úr skáldskapnum. Árið 1921 kom út eftir Jón smá kvæðakver „Hendingar". Jón hefur áreiðanlega verið góður drengur og hinn vandaðasti maður, og vinur þeirra, sem minna máttu sin. Bókin er 152 bls. i litlu broti. III. * íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur. Efíir Gufína Jónsson. Þetta er X. hefti þessara sagnaþátta, og er 192 bls. I þessu hefti, svo sem hinum fyrri, er efnið margþætt. Um sýnir, um undursamlega lækning, um drauga og um ýmsa menn. IV. * íslenzk fyndni. Í50 skopsagnir með myndum. Eftir Gunnar SigurSsson. Þetta er XVIII. hefti. — Hér er komið víða við, langt eða stutt sótt, í bundnu máli eða óbundnu. Oft um þekkta menn, lífs eða liðna. — Bókin er aðeins 62 síður auk auglýsinga. AKRANES V. ★ Fólkið á Steinshóli. Eftir Stefán Jónsson. Bók þessi er 284 síður, með teikningum gerðum af Halldóri Péturssyni. Stefán Jónsson er afkastamikill rithöfundur, og ritar mest eða semur fyrir börn og ungl- inga. Margar sögur sínar (þar á m. þessa) hefur Stefán lesið í útvarpið við góða á- heyrn. Bækur Stefáns eru mjög vinsælar og mikið lesnar. VI. ★ Á veraldar vegum. Sögur, eftir Þóri Bergsson. Þorsteinn Jónsson (en svo er hið rétta nafn skáldsins), er orðinn afkastamikill rit- höfundur. Eftir liann hafa þessar bækur komið út: Sögur 1939 — 2. útgáfa 1947. Vegir og vegleysur 1941. Nýjar sögur 1944. Ljóðakver 1947. Hinn gamli Adam 1947. Hvítsandar 1949. Frá morgni til kvölds 1953. Á veraldar vegum 1953. Sögur í þessari bók heita: Læknishjálp. Samvizkusemi. Silfurbúna svipan. Prestur kemur í heimsókn. Undrið á eyjunni. Dagstund á Grjóteyri. Kolbeinn migi. Hjálp í viðlögum. Sjáandi. Gestur. Málagjöld. Glæður. Listin að lifa. Það má vist óhætt 'fullyrða, að Þorsteini sé alltaf að fara fram, bæði um yrkisefni, mál og stíl. Hann er ekkert atómskáld og veltir sér ekki í óþverranum. Hann kemur sem hinn góði andi, og leiðsögumaður, þar sein allt stefnir eða á að stefna í eina átt. til mannbóta og memita. VII. ★ Væringjasaga. Eftir Sigfús Blöndal. Hér er um mikla bók að ræða, 409 bls. i stóru broti. — Sigfús Blöndal var hirin mesti fræðimaður og afkastamikill rithöf- undur. Ekki er það efamál, að til þessa mikla verks hefur Sigfús viðað efni um marga áratugi, enda má liklegt telja, að hann hafi verið allra íslenzkra manna fróð- astur um þetta mikla og merkilega efni, er hann tekur fyrir í þessari bók. Það mun hafa verið haustið 1923, er ég kom nokkrum sinnum á heimili hans í Kaupmannahöfn. Þá mátti glögglega verða þess var hve mikið hann ha'fði kannað þetta efni. Hve honum var það hugleikið og kært umtalseíni og frásagnar. Heimildaskráin ber þess ljósast vitni hve vítt hann hefur leitað til fanga. Ég ætla mér ekki þá dul að ritdæma þessa miklu bók. Ég efast þó ekki um að hún sé mikill bókmenntlegur fengur, og kærkomin mörgum fróðleiks- fúsum Islendingi, svo nærri sem siglt er íslenzkri og norrænni fornmenningu. VIII. ★ Trúarbrögð mannkyns. Eftir Sigurbjörn Einarsson. Titillinn segir greinilega til um inni- haldið. Segir til um, að verkefnið sé ekki smátt skammtað. Einhverjum kæmi því til hugar, hvort þessu verkefni sé gerð nægi- leg skil í þessari bók þótt stór sé, en hún er 364 bls. Sem mottó notar próf. Sigurbjörn þetta stef, eftir Bjarna Jónsson Borgfirð- ingaskáld: Aldrei var svo heiðið hold hér eða þar á jarðarmold, að ekki bæri á þvi skil, að einhver væri drottinn til. Hér er raunverulega rakin saga trúar- bragðarma frá örófi alda, og þá einnig menningarsaga þjóðanna. Hér er víða komið við og efni dregið að úr ólíkustu áttum vegið og metið, vafalaust af miklum lærdómi. Mun ég ekki hætta mér út á þann hála ís að segja kosti eða lesti á þessu mikla verki. Þó hygg ég að fljótt megi sjá ýmsa kosti þessa. T. d. hve skipulega efninu er raðað og skilmerkilega sagt frá án mærðar og málalenginga. Ljóst fratn- sett. en þó læsilega um svo mikið efni og margþætt. Sira Sigurbjörn er kunnur lærdómsmað- ur, ágætur stílisti, enda einn af okkar snjöllustu og ritfærustu mönnum. —n— * íslenzkt gullsmíði. Afmœlisrit, gefið út af skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar, viÓ lok hálfrar aldar starfserni. Hér er myndarlega til verks gengið og snoturlega út gefið. Þetta er bók í stóru broti, um 100 bls. að stærð og á alla vegu vel úr garði ger. Fyrri hluti bókarinnar um ævi og iðn- starf Jóns Sigmundssonar gullsmiðs. Hann var Breiðfirðingur að ætt, fæddur i. júlí 1875. Ungur nam hann gullsmíði, fyrst á ísafirði, en síðar hjá frænda sínum Jóni Guðmundssyni í Ljárskógum, og þar tók Jón sveinspróf snemma vors 1897, en í Framhald á síSu 140. F33

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.