Akranes - 01.10.1954, Page 29
Sparifjársöfnun barna.
1 haust heíur verið hafist handa um skipulags-
bundna fjársöfnun skólabarna, að frumkvæði
Snorra Sigfússonar fyrrverandi námsstjóra, og þar
sem Landsbanki fslands bauðst til að gefa hverju
bami i landinu stofnfé i sparisjóðsbók. Aðrir bank-
ar í landinu og sparisjóðir lofuðu góðfúslega að
styðja að þessari framkvæmd eftir föngum.
Þessi tilraun mun þegar hafa borið góðan ár-
angur og vakið nokkra spamaðaröldu meðal bama
Og aðstandenda þeirra, með því að leggja eyri við
eyri, hvað lengi sem úthaldið varir. Ættu sem
fleztir að styðja þetta þarfa málefni.
Hinn 6. des. spurðist blaðið fyrir um þetta hjá
sparisjóðnum hér. Þá var búið að leggja þar inn
í 302 sparisjóðsbækur til 10 ára ineð 7% vöxtmn,
og í 132 bækur, — sem segja má upp með 6 mán-
aða fyrirvara, — gegn 6% vöxtum.
Við þessa söfnun, er að öðru leyti notuð svoköll-
uð sparimerki, 25 aura, 1 kr. og 5 kr., sem límd
eru í þar til gerðar bækur.
Sparimerkin eru til sölu hjá kennurum skólanna,
en bömin líma svo merkin sjálf í bækumar. Þegar
hvert blað i bókinni er fullsett merkjum, er farið
með þau til innleggs í fyrmefnda bók við tilheyr-
andi banka eða sparisjóði.
Sparisjóðurinn hér hefur beðið að láta þess getið,
að hann óskar eftir að hver tegund merkjanna fyrir
sig sé limd á hverja síðu, en þeim sé ekki öllum
grautað saman á hverja siðu.
MIKILL LISTAMAÐUR
LÁTINN.
Framhald af síSu 113.
grípur án þess að finnast, gefur skepnu
hverri eftir því, sem hún hefur þörf fyrir
og kraft til að skilja. En af offylli efnis-
hyggjunnar eru augu vor svo blinduð,
skilningur og vit svo sljó, að vér megnum
ekki að tileinka oss nema aðeins örlítið
brot af þessu æðra máli. Oss skortir skiln-
ing og siðferðilegt þrek til að höndla það“.
.... Og allt vort líf og tilvera sé þannig
ein stórfelld líking, er bendi til hins æðsta
lífs i gegnum tengilið kærleikans, Krist.
Fyrir mér er allt lífið hugmynd skap-
arans mikla, þar sem raimveruleiki, sem
vér köllum svo, er endurspeglun á andleg-
um staðreyndum, ein heild, sem myndar
eina og sömu setningu, er mér hefur virzt
reynt að eftirlikja í helgum skrifum, ekki
sizt í biblíunni, þar sem mér hefm- oft
skilist sama setning innihalda bókstafleg
fræði og likingamál, án þess að heildin
skerðist“.
LEIKFANG DAUÐANS.
Framhald af síSu 1/5.
„Ett har jag funnit odi ett har jag verk-
ligen vunnet-vagen till landet som icke
ar“. Þar hittir hún elskhuga sinn með
glitrandi kórónu. Hver hann er fáum við
ekki vitneskju um. Þess er aðeins getið,
að maðurinn sé ekkert annað en vissan.
Aflabrögð.
1 haust hefur ekki verið inikið uni róðra, afla-
föng eða vinnslu fiskafurða i ishúsunum. Eitt er
þó athyglisvert í þessu sambandi; hve fiskur hefur
gengið grunnt og óvenjulega mikið fiskast á grunn-
miðum, bæði á trillur og mótorbáta. Er það sér-
staklega áberandi hve isugengd er mikil, sem auð-
vitað er eingöngu að þakka friðuninni.
H eimatogarar:
5. okt. Bjami Ölafsson ......... 205,810 kg.
19. og 20. sami ................. 263,240 —
3. nóv. sami ............. 205,380 —
18. okt. Akurey ................. 187,310 —
3. nóv. sami ................... 1'5,750 —
ASkomutogarar:
21. okt. Júlí, partur af afla ... 106,000 kg.
4. nóv. sami ................... 147,870 —
15. nóv. Jón Baldvinsson ........ 123,955 —
1 nóvembermánuði hafa bátar lagt upp afla sinn
í frystihúsin samtals 354,230 kg.
Aðeins einn bátur hefur verið hér með þorska-
net i haust, m.b. Sveinn Guðmundsson (skipstjóri
Þórður Sigurðsson). Hann hefur fiskað heldur lítið,
þar til hinn 4. des. er hann fékk 12 tonn í einni
lögn.
Þegar það lyftir örmum sínum til himins
kemur svar. Ég er sá sem þú elskar og
skalt elska að eilífu. Þetta er í hinzta
sinn, sem Edith Södergran leiknr leik leik-
fangaxma. Eða bar dauðinn glitrandi kór-
ónu?
Ölafur Gunnarsson þýddi.
KIRKJAN ÓSIGRANDI.
Framhalda af siSu 1 íS.
Heimför Valdesa, „il rimpatrio", er
einn merkilegasti atburðurinn í hinni sér-
staklega viðburðarríku sögu þeirra. Fyrir
manna sjónum er það einstætt undur, að
Valdesar skyldu geta brotizt yfir illfæra
fjallavegi og komizt aftur til heimkynna
sinna í dölunum, þrátt fyrir ofurefli óvin-
anna. ekkert virtist geta bugað þessa
hraustu íbúa dalanna. Það var ekki fyrr
en 17. febrúar 1848, að þeir hlutu fullkom-
ið trúfrelsi og óskoruð borgaraleg réttindi.
Helztu minninga- og hátíðisdagar þeirra
á vorum dögum eru 17. febrúar til minn-
ingar tnn trúfrelsis- og mannréttindatil-
skipunina 1848 og 16. ágúst til minningar
um heimförina 1689.
KATJPIÐ,
LESID OG GEYMIÐ
AKRANES
t--------------
X. S. B.
W
Utvegum
B.M.-miðstöðvarkatla,
sjálfvirka, útienda
oiíubrennara, og
lofthitunartæki
með litlum fyrirvara.
—★—
Munið,
ESSO-olíugeymana
Látið ESSO annast
olíusöluna til yðar.
KAUPFÉLAGIÐ
—★—
Getum útvegað frá
RAFHA
Eldavélar,
Þvottapotta,
Þvottavélar,
auk margra ann-
arra tækja.
Kaupfélagið
..-----------------------
AKRANES
137