Akranes - 01.10.1954, Side 30
HERMAN WILDENVEY
FramhalcL af síSu 119.
r
. Heimilis-
't ‘,) JJ þvottavélin
„MJ0LL"
E. np ; *• * sem framleidd er af HÉÐNI og
i RAFHA, hefur áunnið sér hylli ís-
1" lenzkra húsmæðra.
jjjjjjj „M J 0 L L“
1 - llioíC jf er ódýr.
r ' „M J ö L L“
I , —> er sterkbyggð
1 I „M J 0 L L“.
1 r M v| er orugg „M J ö L L“
' J fæst með afborgunarskilmálum.
Vélsmiðjnn HÉÐINN h*f.
/
Og loks síðasta vísan:
Og sólin skein brosmild til hennar og hans,
og hornauga kirkjunni sendi.
Já til þess þarf heilags hjónabands,
hver hreiðurfugl söng þeim og kenndi.
Og blóm felldi á grassvörðinn blikandi mörk,
eins og brimaði um grænlituð sund.
Þar var kirkja í laufi og biskup í björk,
0, blessuð stund.
Þótt hér sé aðeins um hluta úr einu
litlu kvæði að ræða, hygg ég, að ilestir
munu þekkja höfuðeinkenni Wildenvey
allgreinilega i því. Gleði Wildenveys yfir
lífinu eins og það er, kemur þó ef til vill
allra hezt fram i þessari ljóðlinu.
„Jeg er skyllet inn i verden av en sol-
flom, det er saken“. Með aldrinum er hann
orðinn stilltari, en tónninn er að mestu
hinn sami. Hyllingaróðir til fegurðarinnar,
siem hann sér hvar, sem hann ferðast, og þó
eirdtum í átthögunum.
Hvað eftir annað hefur hann horfið til
annarra landa og dvalið þar nokkra mán-
uði, stundum ár. En hann hverfur jafnan
heim með farfuglunum og enn þann dag í
dag kveður hann svo blítt að gjörvöll
norska þjóðin hlustar á kvæði hans.
AKRANES APOTEK
ÓSKAR ÖLLUM VIÐSKIPTA-
VINUM GIÆÐILEURA JÓLA
OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS,
OG ÞAKKAR VIÐSKIPTIN Á
LIÐNUM ÁRUM.
HEILAGUR FRANS
FRA ASSISI.
Framhald. af síSu 123.
bauðst til að ganga gegnum logandi eld,
til þess að sýna, að kristindómurinn væri
hin einu réttu trúarbrögð. Árangur af
þessu ferðalagi var enginn, en soldáninum
leizt vel á Frans og bað um blessun hans.
Frans sjálfur sýktist í ferðinni af egypskri
augnveiki, sem síðar gerði hann alveg
blindan.
Frans og vinir hans máttu ekki eiga
neitt, þvi framfylgdi hann mjög strang-
lega, samt tók hann við gjöf frá einum
vina sinna, Orlando greifa, sem gaf hon-
um fjallið La Vema. Smám saman þráði
hann einveruna svo mjög, að sú þrá varð
hrein ástríða. Tímum saman dvaldi hann
í holu einni í fjallinu sínu. Þar bað hann
þessa bæn. „Herra, leýf mér að bera ör-
lítið af þeirri kvöl. sem þú barst okkar
vegna í sál minni og líkama. Veit mér þá
náðargjöf, að mér hlotnist að finna í hjarta
mínu eins mikið og unnt er af þeim kær-
leika, sem rak þig til að þola miklar kval-
ir vegna okkar syndaranna“.
Hann var bænheyrður. í kærleika og
kvölum varð hann eitt með Jesú Kristi.
Hér stöndum við gagnvart dýpsta leynd-
ardómi kristindómsins, þegar einstökum
AKRANES
138