Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 31

Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 31
nianni auðnast að samlagast því guðdóm- lega. Þetta nefndist áður fyrr Unio og það þýðir sú sæla og sú tilfinning, sem ekki verður með orðum lýst. Eftir þennan atburð bar Frans á 'hönd- um, fótum og síðu, merki eftir sár Krists fimm. Þetta var athugað svo gaumgæfilega að enginn efast um sannindi þess. Að skýring á þvi getur verið margvísleg meg- um við þó ekki gleyma. Frans var skáld að eðlisfari og hafði á tilfinningunni, að allt og allir hefðu sam- eiginlegan uppruna, lifðu og hrærðust í guði vegna krafts þess, sem í honum býr. Allt, sem fyrir augu og eyru ber í nátt- úrunni, ber vott um veldi hans, vísdóm og ríki. Meðan Frans lá svo þungt hald- inn, að hann mátti sig hvergi hræra, orti hann Sólarsönginn, sem sýnir mátt sálar- innar yfir líkamanum, kvöl hans og eymd. Hann er hugfanginn af öllu þvi bjarta. hreina og unaðslega í náttúrunni. Söngur- inn hefst með þessum orðum á itölsku. „Altissimi, omnipotento, bon signorre“ þ. e. Allrahæsti, allsvaldandi, góði herra. Svo lofar hann sólina, sem skapar daginn, tunglið, stjörnurnar, vindinn, vatnið, eld- inn, blómin og ávextina. Aldrei hygg ég að gleðin vegna fegurðar og mikilleika náttúrunnar, hafi hlotið svo einfalt og sterkt tjáninganform. Þegar hann fann á sér að dagar hans voru svo að segja taldir, lét hann bera sig til fæðingarbæjar síns. Þar var þá ó- sætti milli borgarstjórans og biskupsins, og til þess að koma á sættum milli þeirra, orti Frans eitt erindi enn í Sólarsönginn, sem hvatti menn til þess að varðveita frið - inn og fyrirgefa hverjir öðrum. Hann lét tvo bræður syngja erindið fyrir óvin- ina og þegar söngnum var lokið tókust þeir í hendur. Síðan var hann borinn í litla hreysið, sem þeir höfðu búið í þegar starf- ið hófst, þar blessaði hann þá alla og minnti þá á að lifa í hlýðni og fátækt. Svo bað hann þá að bera sig út svo að hann gæti bles.sað fæðingarbæ sinn. Blindu augun hans sneru að Assisi, þegar hann lyfti særðum höndunum og gaf byggðinni sína hinztu blessun. Svo bað hann vini sína að lesa skírdagsguðspjallið, um Jesú, sem þvoði fætur lærisveinanna. Að lokum bað hann þá að bera sig út og leggja sig nakinn á jörðina, þar andaðist hann eins nakinn og hann kom í þennan heim árið 1228. Ó. G. þýddi. ■ Útgerðarmenn j pjpuverk- — skipstjórar! fmiHiiin li í Höfum til sölu: 1 smiojan nj. NETJASTEINA Reykjavík — Sími 2551 vélsteypta ★ (m. viberator), á aðeins 2 kr. stk. Framleiðir alls konar steinsteyptar vörur: ★ RÖR, allar stærðir, Pípu- GANGSTÉTTAR- vcrksmiðjan h.§. HELLUR 0. fl. 0. fl. Reykjavík — Sírni 255/ 1 * r~-------------------------------------------------------------X HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Happdrœttið byður yður tœkifœri til fjárhagslegs vinnings, um leið og þér stuðlið áð því að byggja yfir œðstu menntastofnun þjóðarinnar. 11333 vinningar yfir árið, alls kr. 5.880.000.00. Hæsti vinningur kr. 250.000.00. AKRANES 139

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.