Akranes - 01.04.1955, Page 2

Akranes - 01.04.1955, Page 2
Til fróðieiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Flugfaxarnir. i fyrra sumar efndi Flugfélag íslands til sam- keppni um vísur um Faxana sina og hét verð- launum fyrir beztu visuna. Þá gerði Sn. J. þessa, en sendi hana ekki verðlaunanefndinni: Letraði Saga landsins getu, leit á fyrri alda þraut, þegar Faxar loftin létu lýða milli verða braut. Leiðréttingar: 1 hinni fróðlegu frásögn Brynjólfs Einarssonar af söguhetjum í Bjeringsborgarrímum í síðasta blaði, hefur slæðzt örlitil missögn, að því er snertir 19. lið í nefndri grein á bls. 2: Þórður á Kistufelli var Jónsson, sonur Jóns Þórðarsonar á Gullberastöðum. Kona Þórðar á Kistufelli var dóttir Þorvaldar ó Stóra-Kroppi Jónssonar. Þor- valdur í Brautartungu, faðir Þóru á Jörfa var sonur Þórðar þessa á Kistufelli. 1 vísu innan á kápu síðasta heftis er prentað: „Margt er heimskra manna glys“, en á að vera gys. Þetta eru lesendur vinsamlega beðnir að lagfæra, hver í sinu eintaki. Ofarlega í þriðja dálki á síðu 16 er sagt að Kristin Bjamadóttir á Esjubergi hafi verið föður systir Brynjólfs Oddssonar, en það rétta er, að þau voru systkinaböm, því að Ingibjörg, kona Bjarna Hermannssonar í Vatnshorni, móðir Krist- inar, var systir Odds Jónssonar á Reykjum, böm Jóns Isleifssonar í Stóra-Botni. Kolabragur. Þegar ég var barn, heyrði ég hrafl úr brag eða rimu um mann af Akranesi, sem fór til kola inn á Strönd eða í Svíndal. Hvergi hef ég rekizt á brag þennan síðan og bið nú þá, er þetta lesa, að láta mig vita ef þeir eiga eða kuna kvæðið. Bragurinn byrjaði svo. Ferðamaður fór af Akranesi, upp i sveit með nesti nóg; nýtur vildi höggva skóg. Axir hafði álfur geira vænar. Frábærlega fljótur var, felldi óðum hrislurnar. Síðan segir frá ferð hans heim og var heldur slarksamt. SveÁnbjörn Beníeinsson, Draghálsi. Kveðja frá Einari B. Vestmann tii Ólafs B. Bjöms- sonar á sextugsafmæli hans 6. júli 1955: Æ, mig langar eitthvað segja, en ég ætti kannske að þegja en margt er til að minnast á og mig brestur að segja frá. 1 fáum orðum fram að telja, þvi fjölda mörgu er úr að velja, æfi þinnar efnisskrá, ef ekkert ætti að sitja hjá. Sextiu ára sómadrengur sókndjarfur og mikilfengur í öllú, sem að gagna má. Sinu-brenna. Mörgum finnst óviðkunnanlegt að sjá mikla sinu-bruna, og hálfpartinn finna til með jörðinni, auk þess sem þetta getur valdið nokkru tjóni og stundum miklu. Hér var nýlega gestur á ferð, fór snemma á fætur eins og sumir eldri menn gera enn, og þá sérstaklega gamlir bænd- ur. Þegar hann kom út einn morgun, sér hann mikinn mökk bera við himin í vesturátt, en þá var verið að brenna sinu á Mýrunum. Þá varð honum þessi visa á munni: Margir djúpt þinn möttul skáru, móðir jörð í krónuleit. Vmsir logann að þér báru, ástin þeirra var svo heit. Gestur. Horft um öxl. Það er oft næsta fróðlegt að líta til baka og sjá viðhorf og sjónarmið kynslóðanna á hinum ýmsu timum til ýmissa framkvæmda. Þar þarf ekki alltaf að vera um stórt að ræða, en getur samt verið gaman og gagnlegt að sjá hvernig við hefur verið snúizt eða hlutimir hafa gengið fyrir sig. Til gamans set ég hér tvö bréf til þáverandi sýslumanns, frá hinum ágæta hreppstjóra, Hall- grimi Jónssyni á Miðteig, en bréfin eru frá 1882 og 1883. Þau skýra sig sjálf, og þarf þvi ekki lengri formála fyrir þeim: „Með þvi að Þórður Guðmundsson á Háteig hefir útvegað sér aldursvottorð hjá hlutaðeigandi sóknar- presti, sá ég ekkert þvi til fyrirstöðu að afhenda honum eitt verzlunarleyfisbréf, sem þér, hr. sýslu- maður, senduð hingað með bréfi 4. þ. m. og hef- ur hann jafnframt undirskrifað „eiðsorðið", sem ég endursendi hér með ásamt skimarvottorðinu. I sambandi hér við vil ég leyfa mér að geta þess, að öll nauðsyn er til, þar sem svo margir smákaupmenn gjörast, sem þegar er hér orðið, og hverra verzlun stendur mest af munaðarvöru, að takmarka sem mögulegt er og yfirvaldið veit lögum samkvæmt, að selja brennivín sízl í smá- skömmtum eða til að drekka við búðarborðið. Hitt er máske ekki kominn eins timi til, að óska þess að hér væri sett upp hús eða stýja, til að bjóða þeim mönnum inni, sem með hávaða, slarki eða drykkjulátum, raska ró og friði meðal annarra saklausra, þvi að þar til mundi útheimtast sú lög- stjórn, sem hér er ekki við hendina11. 30. des. 1882. FANGAKLEFI. „Ég hefi samkvæmt fyrirsögn yðar, hr. sýslu- maður, i bréfi til mín af 26. febrúar, borið það undir hreppsnefndina hér í Akraneshreppi, hvort hún væri ekki á sömu skoðun og ég (samanber bréf mitt til yðar af 30. des.) um að hér i Skaga væri nauðsynlegt að hafa til klefa eða stýju, til að hita þá menn inní, sem með drykkjulátum, gjöra óspektir og svo frv., og hefur hún fal'list á það og jafnframt sagst ekki vera ófús að leggja 50 kr. einu sinni fyrir allt, til slikrar byggingar. En þegar ég á að gjöra áætlun um hvað svoddan klefi kostaði, sem væri samsvarandi þörfunum, þá gat ég ekki tekið minna til en allt að 300 kr. Ég geng út frá þvi að klefinn sé úr timbri, sterkur og þéttur og innihaldi 4,5 bása, sem 1 maður geti gist i óskemmdur. Minni klefi og ódýrri kynni að visu að vera betra en ekkert, en hvort hann svaraði þá til nauðsyninnar, ellegar útheimti þá ekki meira til árlegs viðhalds, þykir mér stórlega efasamt“. 20. april 1883 Bæir og mannf jöldi í Leiru, Gerðahreppi í ársbyrjun 1955. Bœjanöfn Fólkstala Hrúðunes ................................. 6 Stórhólmur ............................... 6 Kötluhóll ................................ 4 Litli-Hólmur ............................. 9 Reynistaður .............................. g Gufuskálar ............................... 6 6 bæir 36 8fni m. a.: ÞAÐ SEM MESTAN ÞÁTT ÁTTI 1 FRAMFÖRUM LANDSINS. ★ EINS OG ÞÉR SÁIÐ OG BERIÐ Á. ★ AÐ FELLSMÚLA Á LANDl. ★ ÞAR FÉKK MARGUR SIGG I LÖFA. •k EDUARD BUSCH. ★ TRÖLLIÐ OG DVERGURINN. * STEINKUDYS. ★ MANSÖNGUR — RlMUBROT. ★ HVERSU AKRANES BYGGÐIST. ★ MINNINGAR FR. BJARNASONAR ★ UM BÆKUR. ★ RÖTARY-ÞÁTTUR. ★ STARFSÁRIN — FR. FR. o. fl. Forsíðumyndin: Efri myndin er farþega og fragtskip gamln timans, en neÖri myndin er meira ný- móöins. 38 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.