Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 3

Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 3
AKRANES Reykjavíkurhöfn. — Á skútuöldinni. ÓLAFUR B. BJÖRNSSON : Þnð scm mestnn þntt átti í frnmförum landsins Það má ekki minna vera en þess at- burðar sé minnzt, sem einna mestan þátt hefur átt i öllum framförum landsins. Við lok hirmar hatrömustu einokunar, er aðeins var slakað á klónni, var land og þjóð svo þjakað af þessu fári, að einstætt mun vera og algerlega ótrúlegt. Þá var verzl- unin algerlega á erlendum höndum. Hún var ekki miðuð við þarfir eða þægindi landsmanna, vörugæði eða hagstætt verð- lag, heldur ágóðahlut hinna mörgu, eða fáu, sem leigðu. Verzlunin við landið var miklu fremur miðuð við þarfir höfuðborg- ar ríkisins, Kaupmannahöfn, eða Dan- merkur í heild. Þá áttu landsmenn eng- in haffær skip. Þá voru aðeins til opnir bátar, sem landsmenn áttu þá ekki, eða réðu yfir, nema að nokkru leyti. Mikill fjöldi þeirra var konungseign, þar sem misjafnir fógetar konungs léku landsmenn oft 'hönnulega, bæði sem landseta og for- menn leiguskipanna. Þá voru enn engir vegir í landinu og engin viðreisn á nokkru sviði. Verzlun landsmanna á fyrstu öldum. Margir hinna fyrstu landnema á Is- landi voru höldar í Noregi, efnaðir menn og úrræðagóðir. Þeir áttu sín eigin skip A K R A N E S og sigldu þeim hingað ásamt fólki sínu og fénaði. Þeir voru þegnar Noregskonungs eða konunga annarra landa, þar sem þeir yfirgáfu óðul sín. Það hefur ekki verið þeim sársaukalaust, og ekki er heldur lík- legt að konungum þeirra hafi staðið á sama um landflótta þessara höfuðgarpa, sem margir þeirra voru. Landnemarnir hafa því þegar gert sér það ljóst að þeir urðu sjálfir að annast siglingar að og frá landinu, að svo miklu leyti. sem þeim var nauðsynlegt og hafa samband við umheiminn. Þetta gerðu þeir líka sjálfir á hinum fyrstu öldum lýðveldisins, fluttu út og seldu framleiðsluvörur sinar og keyptu og fluttu inn það, sem þá vanhag- aði um og ekki var fáanlegt í landinu sjálfu. Verzlimin á hinum fyrstu öldum var þvi að langmestu lejúi í þeirra eigin hönd- um. Síðar fara svo erlendir menn að sigla hingað með verzlun í huga, og þegar komið er fram á 13. öld, er verzlunin kom- in að verulegu leyti á erlendar hendur, enda þótt landsmenn eigi enn nokkuð af skipum, sem sigla megi á milli landa. Erlend yfirráð. í hinum örlagaþrungna aðdraganda að falli lýðveldisins, var verzlun landsins og möguleikum til að halda uppi eigin sigl- XIV. árg. apríl—júní 1955 — 4.—6. tbl. Úlgefandi, ritstjóri og ábyrgÖarmaÖur: ÖLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsIa: MiSleig 2, Akranesi, PPiENTAÐ 1 PltENTVERKI AKRANESS H.F ingum, fórnað, sem fleztu öðru. Við fall þess var þó til stór flokkur manna i land- inu, sem voru svo skeleggir í nauðungar- samningum við hina norsku konunga, að þeir voru neyddir til að halda uppi sigl- ingum til landsins. Þá var svo lögform- lega frá þeim gengið, að eftir sjö aldir var hægt að vitna til þeirra, sem haldreipis í hinni nýju stjórnfrelsisbaráttu landsins, er hún hafði hug og dug til þess að gera tilraun til að endurheimta frelsi sitt. Um nokkurn tima var verzlunin víst ekki ábatasöm við landið. Flandsöl og samning- ar konunga vildu því gleymast og afrækj- ast, jafnvel þótt eftir væri gengið. Fór því svo á stundum að landsmenn liðu oft af þessum sökum hina mestu nauð. ' 'í Nýir aðilar koma til sögunnar. Á 15. og 16. öld fara ýmsar nágranna- þjóðir okkar að auka og efla verzlun sína og sighngar. Þá hækkar verðlag á fiski í Evrópu. Englendingar og fleiri þjóðir fara nú að sækja á islenzk fiskimið. Það leiddi auðvitað til þess að þeir vildu og þurftu að liafa samband við landsmenn margvíslega. Eins og ástandið var hér þá í verzlunar- og framleiðslumálum, töldu landsmenn sér hagkvæmd í því að eiga skipti við þessa erlendu menn. Þeir fengu hjá þeim ýms- ar vörur, sem þá vanhagaði um, og með betra verði. Þeir lærðu af þeim verkun og veiðiaðferðir, og hinir erlendu kaup- menn fóru að bjóðast til að kaupa af þeim fiskafurðir þeirra fyrir hærra verð en þeir áttu að venjast. Allt þetta varð til þess að fjölga hér skipum og auka aflafeng. Þetta liafði svo gagnger áhrif að fiskverð hækk- aði jafnvel um helming á fáum árum, vegna hinnar miklu samkeppni í verzlun milli Englendinga og Hansakaupmanna. Enda þótt hér væri um erlenda verzlun að ræða, batnaði hagur landsmanna mikið við þetta og framleiðslan jókst. Einokunin í algleymingi. Með siðaskiptunum kemur hinn ægilegi hrammur konungsvaldsins fyrir alvöru til 39

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.