Akranes - 01.04.1955, Side 6
ÁRNI G. EYLANDS:
Eins oð þér sdið 09 berið d,
munið þér uppshero
Þó ótrúlegt sé, hefi ég áruxn saman ver-
ið að hugsa um að skrifa þessa grein.
Þess mætti því vænta að ekki sé smátt
í böggum þegar hún kemur. Slik hugsun
mun þó valda vonbrigðum. Það, sem ég
hefi að segja, er lítið og einfalt, en það
snertir mál, sem er mikilsvert, og um
það mál má þvi helzt ekki segja neití
ómerkilegt. Um það þarf að segja margt
merkilegt og vel. Því hefi ég stungið við
fótum og þagað, en ég held að það sé
ekki rétt að gera það lengur, úr því að
aðrir verða ekki til að mæla hér um. Eftir
því hefi ég beðið og vænzt mikilla hluta
og meiri heldur en reynsla mín og að-
staða gerir mér fært að valda.
Að gera betur.
Ég lít svo til, að svo sé nú ástatt á
mörgum sviðum, um framsókn þjóðar-
innar til betri lífskjara og mannbóta, að
moira sé um vert að gera beiur en gert er
heldur en að auka afköstin einhliða, án
þess að betur sé gert. Jafnframt því: að
aukin afköst, aukinn hraði og magn góðra
og nytsamlegra gerða og framkvæmda, sé
þvi aðeins fullgott, að afköstin, umbætum-
ar og framkvæmdirnar fari einnig batn-
andi frá því sem nú er almennt. Að gera
betur, felst í því að undirbúa betur, það
sem gert er, og framkvœma það betur.
Kemur þá til þess að beita meiri þekkingu,
aukinni dómgreind og samvizkusemi —
og meiri trú á málstað og verk. Að það sé
einhvers virði fyrir þá, sem framfaraverk ■
in vinna, að vinna þau af þekkingu og
trúmennsku. Að það sé einhvers virði fyr-
ir mennina sjálfa, sem verkin vinna og
þjóðina, sem þeirra á að njóta, í nútíð og
framtíð.
Eitt af þessu, sem miklu skiptir um alla
framtíð, er skógrœktin. Hér þarf mikið að
gera, því að verkefnið er svo undursamlega
mikið og stórvaxið. En í þessu máli veltur
líka á miklu, að sem mest af því, sem
gert er, sé vel gert, af miklu viti, þekk-
ingu og raunsæi, samfara trú og bjart
sýni.
Margt getur borið á milli um stefnu
og aðgerðir i þessu máli og sitt sýnist hverj-
um, og um sumt höfum vér á svo litlu
að byggja, að meira gætir trúar en reynslu
og raunvísinda. Það er min trú og mín
sannfæring, að ef velja skal á milli, sé
t. d. meira rnn vert að gróðursetja eina
milljón góðra trjáplantna á ári, vel og
vandlega og við þær aðstæður að sem mest
trygging sé fyrir því að plönturnar njóti
góðrar aðhlynningar og griða í uppvexti
sínum, heldur en að gróðursetja árlega
tvær milljónir plantna með þeim hætti, að
mjög sé á lausu um þctta allt, og veru-
leg afföll frá því að plöntumar séu góðar,
plöntunin vönduð og framtíð þeirra tryggð.
En þó ég láti svo um mælt, loka ég ekki
augunum fyrir því, að alltaf má búast við
mistökum hér og þar og að slikt má ekki
tefja heildina né verða til dómsáfellis um
það sem vel er.
Mergurinn málsins á sviði skógræktar-
innar á því skeiði, sem hún enn er stödd,
er í mínum augum þetta: Það er miklu
meira um vert, hvað er gert og hvernig
það er gert, sem gert er, heidur en hve
mikið er gert.
Ég ætla kki að ræða þetta mál almcnnt,
það er ofviða í einni blaðagrein. Þetta
sem nú er sagt, eru aðeins inngangsorð,
til greiningar á því, er ég vil kcma á fram-
færi um eitt atriði skógræktarinnar.
Ef til vill er líka ofviða að scgja að cg
sé að ræða um skógrækt. „Komið græn-
um skógi að skríða skriður berar sendna
strönd“, kveður skáldið í guðmóði. Ég
stefni ekki svo hátt í umræðu minni,
en segi fremur: Komið að planta trjám
í þúsundatali umhverfis hús og bæi, til
skjóls um hýbýli og ræktun.
Matur er mannsins megin.
Allur gróður þarf sína fæðu. Trén þurfa
mikið að eta, ef þau eiga að ná nokkrum
þroska og þrifum. Fjöldi manna, sem
vilja leggja hönd á plóginn við að planta
trjám, gera sér þetta ekki ljóst. Til þess
er vitnað, að sums staðar, eins og t. d.
á vesturströnd Noregs, virðist skógurinn
vaxa upp af beruni klöppumnn, ef rætur
geta aðeins tyllt fingri í sprungu eða rauf.
Hér heima hefir því farið fram, að menn
hafa alls ekki verið hvattir til þess að
bera áburð að ti'jám. Fremur jafnvel hið
gagnstæða. Menn hafa verið varaðir við
því, og þó að svo langt hafi ekki verið
gcngið, talar þögnin um þetta atriði sínu
ömurlega máli. Þá þögn vil ég reyna að
rjúfa þó í smáu sé.
Það er ekkert nýtt með öðrum þjóðum
að bera áburð og kalk að trjám, jafnvel
að bera á heila skóga. Víða um lönd hafa
verið gerðar tilraunir til að ganga úr
skugga inn hvort það borgi sig að bera
á skóglendi. Þrátt fyrir tilraunirnar er um
það deilt, hvort áburðurinn og vinnan
við að bera á, fáist endurgreidd í meiri
vexti, meiri timburframleiðslu. Flestar
hinna nýrri tilrauna benda til að svo sé,
þar sem skógrækt er fullur sómi sýndur
og skógurinn nytjaður til fullra nota. Þetta
er í löndum eins og Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Þýzkalandi, Englandi, Skotlandi
og Finnlandi. Það er í löndum, þar sem
ekki er neinum erfiðleikum háð að rækta
skóg, þar sem enginn tekur í munn sér, að
erfitt sé að fá tré til að lifa og þrífast.
Þetta gefur auga leið, hvernig vér eig-
um að hugsa um slíka hluti, hvernig oss
ber að álykta og hvernig oss ber að standa
að verki. Hér er ekki um það að spyrja,
hvort það borgi sig í aukinni uppskeru,
auknum skógarnytjum, að bera áburð að
trjánum, sem vér plöntum og viljum allt
til vinna að nái þrifum og þroska. Hér er
blátt áfram um það að spyrja, hvað vér
getum gert fyrir þessi tré, án þess að
reikna i krónum og aurum, alveg eins
og húsbóndinn og húsmóðirin láta sér
ekki til hugar koma að telja hvað margar
kl.stundir þau vinna í garðinum sínum, eða
hve mörgum stundum þau verja til þess
að ala upp bömin sín.
Ef það er svo, og það er áreiðanlega svo,
að vér getum stórlega bætt og tryggt ár-
angurinn af skógrækt kringum hús og bæi,
og ræktun skjólbelta um garða og tún, með
því að bcra éburð að trjénum, því þá ekki
að gera það. Því þá ekki að taka þetta upp
sem ákveðið atriði í skógræktinni og leið-
beina fólki í samræmi við það. Það helt-
ast áreiðsnlega ckki margir skógræktar-
menn úr lestinni, þó að öllum verði gert
það ljóst, að eitt meginatriðið við alla plönt-
un trjáa og hirðingu þeirra, á unga aldri,
cr að bera áburð að trjánum, bera á trjá-
reitina og hinn uppvaxandi skjólskóg. Sá,
sem vill rækta tré, og trúir því að hægt
sé að rækta tré á fslandi, telur ekki áburð-
inn eftir, hvorki verð hans né fyrirhöfn-
ina við að bera á. Hitt er óútreiknanlegt,
hvað aukinn og bættur árangur, hvernig
sem hann fæst, hvort sem það er með
notkun áburðar, eða með öðru, er til bóta
má verða og hægt er að veita sér, getur
eflt trúna á málstað skógræktarinnar og
um leið trúna á líf og framtíð lands og
þjóðar.
42
AKRANES