Akranes - 01.04.1955, Page 7

Akranes - 01.04.1955, Page 7
FURA FJÖGURR ÁRA. — ViS gróSursetningu var bor.'S setn nemur 7,5 grömmum af Superfosfati á hverja plöntu. Plantan til vinslri á mrndinni fékk engan köfnunarefnisáburS, cn plantan til hægri naut köfnunarefnisáburSar, er samsvarar 41 kg. af hreinu köfnunarefni á ha. Plantan til vinstri, sem ekki fékk neinn köfnunarefnisáburS er 45 cm á hæS, hin, sem fékk köfnunarcfni er 65 cm á hœS. Þó að uxn nokkur hundruð eða nokkur þúsund trjáplöntur sé að ræða, vex mönn- um alls ekki í augum að bera á þaer, ef þeir aðeins vita, skilja og síðar fá að reyna, að það bætir vöxt og þrif plantn- anna og tryggir þannig árangur ræktunar- innar. Nýtt trúboð. Þess gerist áreiðanlega þörf að taka upp nýja starfshætti, nýjan þátt trúboðs í skógræktinni. 1 stað þagnar, um áburóar- þörf trjáplantna, eða jafnvel viðvarana um, að það sé varhugavert að bera áburð að trjám, það gæti verið hættulegt, verður blátt áfram að taka upp þá háttu oð athuga og rannsaka efir föngum hvað og hvernig á að bera á tré til vaxtar. Skógarverðir og aðrir forráðamenn skógræktar þurfa að geta gefið sem greinilegust svör við spurn- ingum allra þeirra, sem við skógrækt fást, um hve mikið þeir megi bera á trjágróður þann, sem þeir eru að fást við að rækta og ala önn fyrir. Allar spurningar um það, hvort það megi og þurfi og sé óhætt, að bera á, ungum trjám til vaxtar, eiga að víkja fyrir þessari einu spurningu: Hvað á ég að bera á og hve mikið má ég bera á? En þetta kostar peninga, það er auk- inn kostnaður við trjáræktina. Vissulega. En ég bendi á og fullyrði, að menn hræð- ast ekki kostnaðinn né fyrirhöfnina. Spurningar um það, hvort það sé nauð- synlegt og borgi sig að bera á nýgræð- ing skógar í uppvexti, vikur blátt áfram fyrir þeim sannindum, sem hingað til hafa ekki verið boðuð, en eru jafnljós fyrir þvi, að vér höfum efni á því að bera á trén, en vér höfum ekki efni á því að, planta trjám til skjóls og prýði, án þess að bera á. Hið sama gildir vafalaust um mjög verulegan hluta skógrœktar á víða vangi, þar sem meira er i efni um yfir- ferð og fjölda plantna. Kemur þar til greina jarðvegur og önnur aðstaða, sem getur verið harla mismunandi. Sannanir. Hverjar eru sannanirnar f^Mr þvi að þetta sé réttmætt trúboð? Þær hö.fum vér bæði hér heima og erlendis. Er það ekki reynsla vor við alla ræktun, að ekkert gengur án áburðar, að sveltiræktun er og verður aldrei annað en sveltiræktun? Og vér vitum og skiljum fullvel nú orðið, að það er ekki annars að vænta í köldu landi, þar sem á mörgu þarf að sigrast til að tryggja gróður og efla. Margir þekkja söguna um reyninn mikla í Nauthúsagili. Hvers vegna var hann mestur vaxtar af öllum reynitrjám á landi hér? Af því að hann hafði nóg að eta. Af því að hann stóð á rótum í gömlu fjárbæli, lifði á sauðataði. Svo einfalt var það. Engum skógræktarmanni, sem fæst við að ala upp plöntur af fræi, kemur annað til hugar en að bera áburð í sáðreitina, sem notaðir eru til uppeldis ár eftir ár, og yfir- leitt að búa ungviðinu i uppeldisreitunun, sem bezt kjör. En svo eru plönturnar, ung- ar að aldri teknar úr frjómold uppeldis- reitanna og þeim plantað í óræktaða jörð, oftar en hitt ófróa jörð, samanborið við fyrri vaxtarstað. Prófessor Björkman við Skógræktar- skólann í Svíþjóð bendir á hve öfugt þetta sé við hið æskilega og hve mikilsvert sé að reyna að jafna sem mest lífskjör hinna ungu trjáplantna, annars vegar i uppeldis- reitunum og hins vegar á vaxtarstaðnum, þar sem þær eru gróðursettar til fram- búðar. Þetta ætti að •'æra augljóst mál. Helzta ráðið til úrbóta er að bera á ný- græðinginn heppilegan áburð, svo að hann hafi nóg að bíta og brenna fyrstu árin eftir gróðursetninguna. Tilraunir og fræðsla. Þrátt fyrir vöntun á glöggri vitneskju um þessa hluti, og þrátt fyrir alla vöntun á leiðbeiningum um þetta atriði, eru þó nokkuð margir áhugamerm um trjárækt, sem hafa tekið það upp hjá sér sjálfum að bera áburð að trjánum sínum, og með góðum árangri. Þetta þurfa allir, sem við trjárækt fást, að gera og þetta þurfa þeir allir að læra að gera, á réttan og heppi- legan hátt. Þess vegna er það aðkallandi og þolir enga bið, að Skógrækt ríkisins fari að gera raunhæfar tilraunir (saman- burðar tilraunir) með áburðarmagn og áburðartegundir við skóggræðslu. Tilraun- ir með að bern á ungskógana, sem verið er að rækta. Þetta er eitt mesta vanda- málið og eitt allra þýðingannesta atriðið af öllu því, scm gera þarf í skógrækt, um þessar mundir. En þetta er ekki meira vr.ndamál en svo, að lærðu skógræktar- mönnunum á að vera vorkunnarlaust að leysa það, til mikillar hamingju fyrir alla skógrækt i landinu. önnur grein hins sama efnis og alveg hliðstæð, er að átta sig á þvi að velja ný- skógum þjóðarinnar góða vaxtarstaði. Þó að það sé að sumu leyti gott og gleðilegt, að það sé fengist við að planta skóg sem allra víðast, í hverri sveit, er það óumræði- lega mikils meira um vert að koma upp stofnskógum á fáeinum stöðum, þar sem skilyrðin eru sem bezt. Það er stofnfram- lcvæmdin í skógræktinni, sem þarf að leggja miklu meiri áherzlu á heldur en gert er. Annars vegar stofnskógar á fá- einum stöðum — samfelldir skógar, sem nema hundruðum ha á hverjum stað — á stöðum eins cg á Hallormsstað, í Fnjóska- dal og í Skorradal, svo að dæmi séu nefnd. Hins vegar skógarreitir og skjólbelti heima á einstökum bæjum, sem allra víðast. Þetta er svo langtum meira virði heldur en að gróðursetja reiting af trjám hér og þar út um allar koppagrundir um land allt, víða án sæmilegrar tryggingar, að fyrir verði séð um umhirðu, að lokinni fyrstu plönt- Framhald á síðu 66. akranes 43

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.