Akranes - 01.04.1955, Page 8
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON:
AO Fellsmúla
- á Landi -
Síra Ragnar Ófeigsson.
LENGI hafði mér leikio hugur cá að
hitta klerkanaa í Fellsmúla þar heima.
Nokkrum sirmum hafði ég rætt við síra
Ófeig í Reykjavík, einnig skrifast á við
hann. Síra Ragnar hafði ég hins vegar
aldrei séð né heyrt, en þrátt fyrir það óx
löngun mín til að ná fundum hans og
kynnast þessum mæta manni meira en af
afspurn.
Fyrir um það bil mánuði áður en síra
Ragnar andaðist, varð þessi langþráða ósk
min að veruleika. Ég var kominn heim i
hlað að Fellsmúla. Þar var mér tekið tveim
höndum, og umvafinn óvenjulegri hlýju
og gestrisni húsbændanna, síra Ragnars
Ófeigssonar og frú hans önnu Guðrúnu
Kristj ánsdóttur.
Þarna var ég boðinn velkominn og bú-
inn góður beini, og tekið i alla staði sem
væri ég bróðir þeirra eða bezti vinur. Það
var einnig í fyrsta sinn, er ég hafði séð
prestsfrúna í Fellsmúla. Þar varð ég ekki
fyrir vonbrigðum. Ástúð beggja, viðræð-
umar við þau og margt, sem fyrir augu og
eyru bar, mun mér seint úr minni líða.
Margt hafði ég heyrt sagt af síra Ragn-
ari. Um glæsilegar gáfur hans, kennara-
hæfileika, ræðumennsku hans og mál
smekk. Óvenjulega náið kærleikssamband
hans við sóknarbörn sín, bæði sem leið-
toga í andlegum málum og sannan og ein-
lægan vin i hverri raun. Um drenglund
hans og staðfestu, en þó umfram allt um
hinn fáláta, hlédræga mann, sem forðað-
ist eins og heitan eld öll mannaforráð
og fjárhagslega hagnaðarvon.
Þótt ég dveldi þarna ekki fullan sólar-
hring, sannfærðist ég um að þanrna laug
ekki almannarómur. Síra Ragnar var
óvenjulega dulur maður og dreyminn.
Óvenjulega lærður, ótrúlega víðlesinn um
hin fjarskildustu efni. Fyrst og fremst
þau, er snerta heimspeki, trúfræði, vís-
indi, listir og fagurfræðilegar bókmenntir,
en þó umfram allt, það sem snertir mann-
legan þroska í víðtækustu merkingu talað,
svo og það er snerti Island og íslenzka
menningu að fomu og nýju.
Ég hygg að allur lærdómur síra Ragn-
ars, allt líf hans, orð og athöfn, hafi fyrst
og fremst verið miðað við hans eigin
ábyrgu veru. Að hann teldi sig ekki hafa
náð neinum árangri, né heldur tilgangi,
nema hann gæti sjálfur lifað svo flekk-
lausu lífi, að það væri hverjum manni, er
hann kynntist — lengur eða skemur —
hin sannasta fyrirmynd.
Þessi stutta heimsókn hefði mátt vara
lengur, en við notuðum tímann vel. Hann
sýndi mér sína eigin sóknarkirkju. Það
leyndi sér ekki að þar fór prestur, sem
hafði gengið í Guðs hús. Það mátti sjá cg
heyra að honum þótti vænt um garðinn
(kirkjugarðinn), og leit á hann sem helgan
reit. Girðingin umhverfis hann er úr
hraungrýti, og er meistaralega hlaðinn.
Var mér tjáð að í honum ætti sira Ragnar
mörg dagsverk.
Margt spjölluðum við saman. Fannst
mér hann opnari en ég hafði búizt við, og
ekki þurfti ég að toga út úr honum um-
ræðuefnin. Ég fann að hann var sannur
og einlægur. Að hann var trúmaður, þ. e.
trúði staðfastlega á Guðlega forsjón, og
undramátt bænarinnar (þvi að það undir-
strikaði hann alveg sérstaklega). Hann
var áreiðanlega mikill alvörumaður, en
ég fann lika, að hann gat verið svolítið
léttur og smákiminn. En það var eins og
annað í fari hans, innan þeirra gullnu
íakmarka, þar sem göfgi og manngildi
skipar æðsta og virðulegasta sess.
Síra Ragnar var áreiðanlega skáld gott,
fyrir því hefi ég orð þeirra, sem vel má
taka trúanlega á þeim vettvangi. Það
leyndi sér ekki í okkar samtölum, að hann
væri mikill aðdáandi fagurrar tónlistar,
og heyrt hefi ég að hamn léki vel á orgel
þótt hann gerði lítið úr því í mín eyru.
Ég hygg að tónlistin hafi verið honum
hvort tveggja í senn, sem himindögg og
vermandi sól. Þegar ég hugsa um lítillæti
hans og tiginborinn þroska, kemur mér i
hug annar maður, sem ég þekki vel og
finnst þeir að ýmsu líkir, það er síra Frið-
rik Friðriksson. Býst ég við að þeir kæm-
ust álika vel frá því að umgangast tign-
ustu menn og tildurrófur, svo og fólk af
margvíslegum gráðum þar á milli.
Mér varð óvenjulega hverft við, er ég
heyrði lát sira Ragnars Ófeigssonar, því
að ekki hugði ég það svo nærri sem raun
varð á. Eftir á finnst mér hins vegar margt
benda til að hanan hafi sjálfur farið nærri
um skammlífi sitt. Ég kom fullur eftir-
væntingar heim á þennan stað. Kom þar
í nýtt hús, á óvenjulega fagurt og smekk-
legt heimili, þar sem ég sá að tvær per-
sónur lifðu hamingjusömu lifi, og sem
voru samhuga um að gefa nágrönnum
sinum og sóknarfólki, — svo og ferðalöng-
um eins og mér, — hlutdeild i hamingju
sinni, létta þeim lifið og leiðbeina, fyrst
og fremst í mannrækt, en siður í metnaði
og munaði.
Hjónin höfðu flutt i nýbyggt hús á
staðnum fyrir siðustu jól. Þegar ég sá
þetta glæsilega hús, fullgert og vel frá
gengið, lét ég í ljós hrifni mina, jafnframt
þvi sem ég óskaði þeim til hamingju
með svo fagurt heimili. Ekki var ég fyrr
búinn að sleppa orðinu, er sira Ragnar
sagði: „Já, það er gott fyrir þann, sem
á eftir kemur“. Fyrst í stað fannst mér
ekkert athugavert við þetta svar hins
spaka manns. En er ég morguninn eftir,
kom að þessu sama efni, svaraði hann að
vörmu spori með sömu orðum. Þá settust
þessi orð að i hugskoti minu, og þegar
ég örfáum vikum seinna heyrði um 'hið
sviplega, sorglega fráfall þessa mæta
manns, var ég ekki lengur í neinum vafa
um eigið hugboð hans um skamman aldur.
Þessi stuttu kynni min af hinum ógleym-
anlega yfirlætislausa mannvini, voru mér
AKRANES
44