Akranes - 01.04.1955, Blaðsíða 11

Akranes - 01.04.1955, Blaðsíða 11
emu sinni hafi hann verið 7 tínia að krusa i land úr Garðsjó inn að Vatnsleysu. Seinni part vetrar og vor, var líka róið norður í Rennur. Oft var svo mokfiski upp í klett- um. Hér hefur áður verið aðeins minnst á leiguliðabúskap manna á kóngsjörðunum í Leirunni. Það má nærri geta hver fjötur um fót slíkar búsifjar hafa verið fátækum mönnum, t. d. þegar lítið aflaðist, og allt varð að leggjast inn í kóngs- eða kaup- mannaverzlanir til þess fyrst og fremst að greiða hið háa afgjald og leigur. Löngu eftir að þessar kóngsjarðir voru seldar, urðu þó bændur og útvegsmenn þarna að sækja allt til kaupmannanna og leggja inn aflann hjá þeim. Þannig segir Eiríkur, að lengi fram eftir, hafi kaupmennirnir þegar átt fiskinn, er skipverjar voru búnir að fletja hann. Eirikur segir, að ekkert tvennt hafi haft eins gagnger áhrif i umbótaátt þarna á Suðurnesjum eins og það, er menn fóru að fá síld til beitu, og Sparisjóður i Kefla- vík var stofnaður. Fyrir stofnendum hans vakti beinlinis, að gera menn óháðari í verzlun og viðskiptum. Þegar hér var komið, var auðfengin og góð beita orðið fjölda útvegsbænda mikið keppikefli. Það hefur því vafalaust verið fyrir áeggjan og stuðning einhverra útveg.s- manna þarna í nágrenninu, sem ungur maður, fvar Helgason frá Flekkuvík, ræðst í það að sigla til Noregs og kvnna sér síld- veiðar þar. Mun þetta hafa verið árið 1880 eða svo. Þessi ferð tvars varð til þess að hann kemur heim með nokkur síldarnet (lagnet), og notar þau með góðum ár- angri. Hér var um mikilsverða nýjung að ræða, sem gaf góða raun, en þrátt fyrir það voru menn, sem atyrtu hann fyrir og færðu það til eins og oftar, að þetta myndi spilla öllum fiskigöngum og veiðiskap og því gera miklu meiri bölvun en gagn. Um þessa ferð sína og ýmislegt í sam- bandi við þetta skrifar fvar dálitfa grein í ísafold (des. 1881), er hann nefnir: ,Nokkur orð um sildarveiði o.fl.“. Upphaf greinarinnar hljóðar svo: „Af því ég á næstl. vori hefi byrjað að leggja síldar- net á þeim stöðum, sem þau aldrei hafa verið lögð áður, en hins vegar af því hlot- ist misjafnir, og jafnvel ómildir dómar — eins og oftast mun eiga sér stað þegar um einhverjar nýjar framfarir er að ræða — þá finn ég mér skylt, að fara nokkrum orðum um síldarnet og síldveiði yfir höfuð, jafnvel þótt ég ekki fengi tækifæri til þess að kynna mér, að nokkrum mun, sildar- veiði Norðmanna, helzt vegna þess að einmitt það ár, sem ég dvaldi i Noregi, var næstum engin síldveiði í Noregi“. Svo ræðir ívar um notkun og gildi lag- neta. Síðar í greininni ræðir hann einnig ffin reknet, og lýsir því hve þau séu nú orðið mikið notuð í Skotlandi, þar sem eitt Nikulásarós í Leii u. Ruddur af Nikulási i Nýlendu, sem var einyrki, en mikill þrekmaSur, eins og þeir Vara-brœSur allir. skip sé með upp í 100 net í trossu. Hann telur óhugsandi annað en sú aðferð gæti og komið hér að góðum notum. Því frem- ur sem hann segir það alvanalegt að sjá síldartorfur hér ofansjávar í flóanum. í þessari grein bendir ívar á ýmislegt í sambandi við netin og síldveiðarnar, sem beri að athuga. Hann segir t. d. að lag- netin þurfi að taka upp á hverjum morgni og hreinsa úr þeim öll óhreinindi. Hann segir að Norðmenn taki þá stamp, er þeir fylli af sjó, en hræri hrognum út í bal- ann. Þau setjist svo á riðilinn og gefi þetta frá sér maurildi i sjónum Enn segir ívar: ,,Menn álita að síldar- beita spilli veiðinni, með því að fiskurinn flæmist af þeim stöðum, hvar sem hann sé lagstur þegar síldinni sé beitt. Sam kvæmt reynslu Norðmanna segir hann að. þetta sé imyndun“. Margt bendir til að Ivar hafi ekki farið neina erindisleysu. Að framtak hans og rejmsla hans af netunum, er hann kom með heim frá Noregi, hafi ýtt undir menn að reyna sildveiðar til beitu. Eftirfarandi vísu um ívar gerði einhver þar syðra af þessu tilefni: tvar leitar landi frá á lýsu-reit þá gefur. Ungur skeita sveigir sá, síld til beitu hefur. Ivar Helgason, sá er hér er nefndur, var góður maður og gegn. Hann var um skeið í þjónustu Edinborgarverzlunar, t. d. verzl- unarstjóri hennar um nokkur ár á Akra- nesi. Hann var ágætlega hagmæltur. Með- Gafl af fiskbyrgi Ólafs Bjarnasonar formanns og skinnaklœSasaumara í Steinum. al barna hans, sem á lífi eru: Helgi, fiski- matsmaður, Kolbeinn, bakari, Jón, bókari og Anna, kona Þórarins tónskálds Guð- mundssonar, öll í Reykjavik. Eins og allir vita, eru Suðurnesin ekki grösug. Þar hafa löngum verið lítil tún og illt til ræktunar, engjar og úthagar litlir, því að landið cr að mestu hraun suður að Stapa, en þaðan er Skaginn uppblásið land og stórgrýtisurð. Lengst af hafði Eiríkur þó þrjár kýr. Fyrst rak hann kýrnar langar leiðir — eins og aðrir —. á lélega haga á sumrum, en þær gerðu litið gagn. Hann fann þá upp á því að bera þara og fiskifang á móa og mela- börð í landareigninni, en það varð til þess, að fljótlega varð þetta óræktarland vafið grasi. Hann hætti því þegar við hinn langa rekstur, en beitti kúnum síðan alltaf á ræktað land, og það varð vitanlega til þess að kýrnar flæddu úr sér mjólkinni. Síóra-Hólms vör í Leiru. Á 19. öldinni sóttu menn ekki síður en áður á Suðurnes til sjóróðra. Var i öllum verstöðvum syðra mikill fjöldi sjómanna víðsvegar að, og mikill fjöldi aðkomuskipa. Þar réru margir Engeyingar, fjöldi Revk- víkinga og Seltirninga. I Leirunni einni munu alltaf hafa verið a. m. k. 14 að- komuskip auk margra skipa úr hverri heimavör. Eiríkur í Bakkakoti mun hafa verið hinn ágætasti og heppnasti formaður, en er tregur til að tala mikið um þá hluti Hann segist aldrei hafa fengið eiginlega slæmt á sjó, „austur í skip“, sem kallað er. Einu sinni missti hann þó mann fyrir borð, en náði honum strax aftur. Aldrei meiddist hjá honum maður, eða varð neitt verulegt að. Kunnugir vita, að örðugt var að gera út mótorbát úr Leirunni. Þó lét Eiríkur Guðlaug bróður sinn byggja fyrir sig 1.4 tonna mótorbát, og mun það hafa verið fyrsti kútter-byggði báturinn, sem kom þangað suður eftir. Vegna örðugrar að- stöðu, seldi hann bátinn fljótlega. Þessir menn munu hafa átt bátinn með Eiríki: Sigurður Þóroddsson bóndi á Litla-Hólmi, farsæll formaður og aflamaður, og Sig- urður Jóakimsson frá Vatnsleysu. Það vita nú víst færri, að hér var um AKRANES 47

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.