Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 12
mjög merkilegt skip að ræða, því það
verður vist vart dregið í efa, að einmitt
þessi litli mótorbátur, sem hét „Ágúst“,
var fyrsta íslenzka varðskipið. Keyptur af
Garðbúum til þess að halda honum úti til
landhelgis- og veiðarfæragæzlu. Vona ég
að geta áður langt líður frætt eitthvað
nánar um J)að efni og þetta „fræga“ varð-
skip.
Hinum gamla manni ofbýður alveg
hin skefjalausa vínnautn margra sjómanna
nú. Þar sem sjóferðir falla jafnvel niður
af þeim sökum, eða burtfarartíma fiski-
skipa seinkar. Fyrir utan þann skaða og
skömm, er J)etta bakar þeim sjálfum og
fjölskyldum þeirra.
Lendingarbætur í Leirunni.
1 verstöðvunum var auðvitað misjöfn
aðstaða til útróðra. Vondar varir, útfyri
mikið, eða sker og boðar fyrir landi, þar
sem fljótt hefur orðið ófært, er nokkuð
brimaði, og þá hvert sund næsta hættu-
legt. I brimasömum verstöðvum þurfti auð-
vitað að ryðja varirnar og hreinsa eftir
stórbrim. Hefur þá verið betra að haf’-i
nógan og góðan mannskap til að vinna
þessi erfiðu verk æ ofan i æ, verkíæra-
laust.
Vmsir útvegsbændur unnu þrekvirki i
lendingabótum, má t. d. enn sjá þess glögg
merki í Leirunni. 1 fyrra fóru fjórir menn
suður í Leiru til þess að líta á þessi miklu
mannvirki, sem á þeirra tíðar mælikvarða
verður að telja stórvirki, en menn þessir
voru auk mín: Tryggvi Ófeigsson útgerð
armaður (sem átti frumkvæðið að þessu),
sírá Jón Thorarensen og Sigurður Ólafs-
son verkfræðingur, sem mældi mannvirkin
og tók þær myndir, sem grein Jæssari
fyigja-
Kunnugir kannast við svonefndan Niku
lásarós í Leiru. Nafn sitt dregur hann
af manni þeim, er gróf þennan ós i gegn-
um stórt rif, sem liggur frá landi og er upp-
úr um fjöiji. Ósinn, sem þarna hefur ver-
ið grafinn í gegnum rifið, er enn meira
en 50 metrar á lengd, þótt 70—80 ár séu
síðan þetta var gert. Rennan er 7 metrar
á breidd og 1J4 m á hæð. Mælingar þessar
og útreikningar benda til, að nú myndi
þetta verk, sem þama var unnið, kosta um
300 þúsund krónur. Þetta þrekvirki var
unnið af })eim víkingsmanni Nikulási
Bjömssyni, Nikulássyni, sem lengi bjó í
Nýlendu í Leiru, en hann var einn af hin
um kunnu Varabræðrum, sem vom orð
lögð hraustmenni. Það er haft fyrir satt,
að ósinn hafi hann grafið sjálfur með dætr-
um sínum, með lélegum handverkfærum,
sem þá voru aðeins til.
Nikulásarós var m. a. um marga ára-
tugi notaður af merkismanninum Ólaf'
Bjarnasyni á Steinum, sem þekktastur var
sem framúrskarandi skinnklæðasaumari.
1 Leirunni er annað mannvirki í lend
ingabótum, sem hiklaust má telja stórvirki
miðað við þá tíma, sem })að var unnið á.
Þetta er Litla-Hólmsvör í Leiru, byggð
af Páli bcnda Jónassyni sem })ar bjó. Vörin
er 50 m löng, 10 m breið og vegghæð 1 —
2m. Af þessu mikla mannvirki eru 20
m byggðir í sjó. Þetta er í raun réttri
meistarastykki svo vel sem J)að er hlaðið.
Munu margir steinar í hleðslunni þó ekki
vega minna en 2J4 tonn, en fleztir munu
steinarnir í hleðslunni vega yfir 1 tonn.
Vörin er þrekvirki og listaverk i senn og
bera þessa vitni enn í dag. Er alveg óskilj-
anlegt hvernig verkfæralaus bóndi hefur
getað unnið stlíkt stórvirki með heima-
mönnum sinum og „tórnum" höndunum.
Stórgrýtið í þessari miklu hleðslu leiðir
þá hugann að því, hvernig verið hafi um-
horfs í þessari vör áður en hún var rudd,
})ví að ekki er grjótið langt að sótt. Það
er auðvitað grjótið, sem fyrir fótum þeirra
og fari var, er sjó skyldi sækja og lenda.
Vörin mun eitthvað hafa verið endurbætt
af Sigurði Þóroddssyni frá Hallgeirsey i
Landeyjum, er bjó þarna næst á eftir Páli.
Páll á Litla-Hólmi var sonur Jónasar
frá Arnarholti í Stafholtstungum Jónsson-
ar og Þorbjargar Stefánsdóttur, bónda á
Heiði í Gönguskörðum, föðursystur síra
Sigurðar Stefánssonar í Vigur og þeirra
systkina. Faðir Jónasar i Arnarholti var
sira Jón á Bergsstöðum (d. 1839) Jónsson-
ar prests á Gilsbakka í Hvítársíðu, (d.
1796), er átti Ragnheiði, dóttur síra Jóns
i Hvammi í Norðurárdal Sigurðssonar
sýslumanns frá Hvítárvöllum Jónssonar,
sýslumanns i Einarsnesi.
Systur fóns prests á Bergsstöðum
voru:
a. Kristín Jónsdóttir, er átti Jón Fr. Thor-
arensen, stúdent i Viðidalstungu.
b. Halla Kristín Jónsdóttir, átti frænda
sinn Jón stúdent Árnason á Leirá, er
voru að öðrum og þriðja, en frá })eim
eru miklar ættir komnar.
Systkini Páls Jónassonar á Litla-Hólmi
voru:
a. Þorbjörn Jónasson, kaupmaður á Akra-
nesi og í Reykjavík, sem segja mætti
að kæmi nokkuð við stofnun verzlunar-
innar Edinborg.
b. Stefán Jónasson, var einnig eitthvað á
Akranesi, fór til Noregs.
c. Helgi Jónasson, átti Halldóru Guð-
mundsdóttur.
d. Jón Jónasson, drukknaði við Akranes
á leið úr Reykjavík með Halldóri snikk-
ara, 23. nóv. 1880. Telur Hallgrímur
hreppstjóri mjög sennilegt, að Jón hafr
einmitt verið formaður á skipinu.
e. Ástríður Jónasdóttir, dó ógift og barn-
laus.
Heyrt hefi ég að þessir bræður hafi
verið afarmenni að burðum. T. d. minnist
Tryggvi Ófeigsson að hafa svo heyrt af
hreysti Jóns^ sem talinn var þeirra sterk-
astur. Það var einhverju sinni er Jón var
við róðra, að hann var nærstaddur í fjör-
unni, þar sem skip var að taka út og
brim var á eða mikill dráttur. Er þá sagt
cið Jón hafi með herkjum átt að ná i
stýrislykkjuna, en það var til marks um
hreysti hans, að á stýrislykkjunni hélt
hann skipinu, þar til fleiri komu að og
björguðu því.
Sjálfsagt hefur þetta fólk um margt
verið vel gefið. Árið 1945 gaf Ófeigur
Ófeigsson læknir út all mikla bók í stóru
broti, „Raula ég við rokkinn minn“ þulur
og þjóðkvæði. Þar segir Ófeigur læknir
frá gamalli konu, sem verið hafi hjá
foreldrum hans í æsku Ófeigs. 1 kjöltu
hennar hafi hann setið hugfangimi þar
sem hún sagði endalaust sögur, raulaði
vísur og fór með þulur. Það er auðheyrt,
að þarna hefur verið af miklu að taka, lík-
lega verið sagt vel frá og vel tekið við.
Má því líklegast telja að þar liggi ræturnar
að þessari bók Ófeigs læknis. En konan,
sem hér um ræðir, var engin önnur en
Ástríður Jónasdóttir fyrrnefnd, systri Páls
á Litla-Hólmi og þeirra systkina.
Árið 1900 var Páll Jónsson, útvegsbóndi
i Vörum í Garði, þá talinn 48 ára gam-
all. Bústýra hans var Sigríður Magnús-
dóttir frá Miðhúsum í Garði, líklega elzt
af 14 systkinum. Bróðir hennar er Gísli
Magnússon, skósmiður og rakari í Borg-
arnesi, sem mun hafa verið yngstur þeirra
systkina. Þá er Sigríður talin 34 ára. Þar
eru og þá talin þessi börn þeirra Páls og
Sigríðar: Björg Sigríður, 11 ára, Magnea
Guðrún, 6 ára, Jónas, 3 ára, Helga Mál-
fríður á 1. ári. Páll .Tónasson deyr líklega
1902.
I heiðinni vestan Langholts, er mér
tjáð að sjá megi merkileg verksummerki
manna. Það er fjárborg, eins og þær gerð-
ust yfirleitt. Hringmynduð, og dregst að
sér að ofan, með þröngum dyrum. Borg
þessi er talin vera hlaðin af Ásgrími í
Stóra-Hólmi og mönnum hans, og ber
þess glöggt merki hve góðir hleðslumenn
hafa þar verið að verki, því að grjót þar
syðra er hnöttótt, og því illa lagað til
hleðslu.
Búið var að taka mynd af þessu mikla
mannvirki í Litla-Hólmsvör, en þvi miður
glataðist filman. Vona ég þó að geta birt
mynd af þessu í næsta hefti.
Sjósókn úr hinum erfiðu áhættusömu
Tendingum, bæði á Suðumesjum og víðar
á landinu þar sem skilyrði voru lík, var
mikilsverður og gagnlegur skóli. Á þess-
um litlu fleytum við hafnlausa strönd
þurfti auðvitað að vera valinn maður í
hverju rúmi að þreki, dugnaði, þrautseigju
Framhald á síSu 68
48
AKRANES