Akranes - 01.04.1955, Page 13
„7flcrkir samtiðarmmri‘
Edunrd Busch
Eftir Ólaf Gunnarsson frá Vík í Lóni.
TALA erlendra manna, sem allmargir
Islendingar eiga líf sitt, að launa er ekki
sérstaklega há, er því sérstök ástæða til
að minnast þeirra fáu, sem með aðgerð-
um sínum bjarga árlega íslenzkum sjúkl-
ingum frá bráðum bana. Einn þessara
manna er danski taugaskurðlæknirinn
Eduard Busch prófessor og yfirlæknir.
Prófessor Busch hefur sjálfur sent þess-
um greinaflokki nokkrar heimildir, en
eins og flestra mikilmenna er siður hafði
hann ekki talið sina eigin persónu svo
umtalsverða, að mikið væri á heimildun-
ran að græða, hvað hann sjálfan snerti.
Eg snéri mér því til vinar hans og fyrr-
verandi samstarfsmanns, Dr. med. Bjarna
beitins Oddssonar skurðlæknis við Landa-
kotsspítala og bað hann að segja mér dá-
iítið frá hinum heimsfræga danska tauga-
skurðlækni.
Dr. Bjarni varð góðfúslega við ósk minni
og hef ég reynt að tvinna saman frásögn
1 ans og prófessorsins sjálfs.
Eduard Busch er fæddur 9. sept. 1899
: Kaupmannahöfn. Bemskuár hans voru í
< ngu frábrugðin bemskuárum flestra
danskra drengja. Hann lék knattleik og
hjólaði í frístundum sínum, eins og vel-
flestir danskir drengir gera. Skólanám
olli honum engum örðugleikum, enda er
hann bráðgreindur maður. 17 ára að aldri
lauk hann stúdentsprófi og hið sama ár
námi í læknisfræði við Hafnarháskóla.
Þegar á stúdentsámm sínum hafði hanrt
mikinn áhuga á skurðlækningum. Að
loknu kandidatsprófi í læknisfræði, skrif
aði 'hann doktorsritgerð um taugar blóð-
æðanna. Taugaskurðlækningar vom ekki
langt á veg komnar í Danmörku í þá daga.
svo að hann gat fremur lítið lært af eldri
kollegum sínum þar i landi hvað þa>r
snerti. Sænski taugaskurðlæknirinn, Her-
bert Olivencrona, var þá orðinn þekktur
maður fyrir nýjar skurðaðgerðir, bæði
hvað snerti skurði í heila, mænu og taug-
um. Til hans fór Eduard Busch og vann
með honum eitt ár, að því loknu fór hann
til Ameríku til framhaldsnáms.
35 ára að aldri hafði hann lokið fram-
haldsnáminu og fluttist þá heim til Dan-
merkur.
Áhuginn og skilningurinn á taugaskin-ð-
lækningum var ekki á neinu 'hástigi hjá
fjárveitingayfirvöldunum i þá daga, enda
hafa lítt þekktar greinar innan visindanna
iöngum átt erfitt uppdráttar í flestum
löndum gamla heimsins. Hann fékk þó
sína eigin deild á Ríkisspítalanum danska
raeð 11 sjúkrarúmum. Einum aðstoðar-
lækni og nokkrum hjúkrunarkonum. sem
ekkert vissu um hjúkrun taugasjúklinga.
Laun Busch skyldu vera 500 krónur á
mánuði. þar eð fjárveitinganefnd ályktaði,
að hann myndi ekki þurfa að skera ncma
tvo sjúklinga á mánuði og hlyti þvi að
eiga náðuga daga. Ekki gerði nefndin neina
grein fyrir þvi, hvaðan hún hefði imynd-
eða þekkingu sina á væntanlegu starfs-
sviði Busch, en eitt er vist, að álit hennar
var þá þegar fjærri öllu lagi. Fjustu starfs-
vikuna framkvæmdi Busch átta tauga-
skurði, en síðan hefur starfið aukist og
margfaldast og árangurinn er undraverð-
ur. Áður en hann kom, framkvæmdu
venjulegir skurðlæknar taugaskurði með
Hlegum árangri og hárri dánartölu, t. d.
dóu þá 50% þeirra, sem skomir voru
mænuskurði. Síðan Busch tók til starfa
hefur þessi tala lækkað i tæp 5%.
Dr. Bjarni Oddsson sagði, að i þau
1 2 ár, sem hann stundaði skurðlækningar
erlendis hefði hann aldrei séð neinn mann,
sem hefði framkvæmt skurði af annari
cins nákvæmni og eins frábærum dugn-
aði og hugkvæmni, eins og prófessor Busch.
Vinnuþrek og vinnulöngun þessa lág-
vaxna en svipmikla manns væri blátt
áfram ótrúleg. Hann þekkti aðeins eitt
boðorð, og það væri vinna og aftur vinna,
og aldrei kæmi til mála annað en gera
sitt bezta. Dr. Bjarni vann í þrjú ár hjá
prófessor Busch og lærði af honum tauga-
skurðlækningar og hafði hann sem ann-
an aðalandmælanda þegar hann varði
doktorsritgerð sina um mænuskurðlækn-
ingar við Hafnarháskóla. Dr. Bjarni kvaðst
halda, að prófessor Busch þekkti ekki hug-
lakið sérhlífni, hann krefðist stöðugrar
vinnu, bæði af sjálfum sér og samstarfs-
mönnum sínum, enda er það á allra vit-
orði, að hann getur aðeins haft úrvals-
fólk í þjónustu sinni. Fólk, sem ekki skilur
fyrirskipanir og fer eftir þeim í einu og
öllu, á ekkert erindi í þjónustu hans, hann
þolir ekkert tómlæti, engin mistök. Mis-
líki honum við einhvern, segir hann það,
sem honum býr í brjósti umsvifalaust og
án allra diplomatískra loðklæða. Hann er
að eðlisfari bráðlyndur, en jafnframt sátt-
fús. Hann erfir aldrei ósamlyndi við nokk-
urn mamn, og mvndi aldrei láta sér detta í
hug að eyða tíma í það að hefna sín á and-
stæðingi, þótt honum kynni að mislíka
við hann vegna einhvers málefnalegs
ágreinings.
I>ÓTT yfirlæknisstarfið sé bæði um-
fangsmikið og erfitt, hefur prófessor
Busch, auk doktorsritgerðarinnar, samið
bæði margar bækur og ritgerðir um vís-
indaleg málefni, bera öll ritverk hans
Ijósri hugsun og ströngum aga hins sanna
visindamanns glöggt vitni.
Margir ungir vísindamenn hafa samið
greinar og doktorsritgerðir undir hand-
leiðslu hans, hefur hann bæði beinlínis
og óbeinlínis hvatt þá til dáða á vísinda-
brautinni, leiðbeint þeim við rannsóknir
og tekið að sér starf opinbers andmælanda,
þegar um doktorsritgerðir hefur verið að
i æða, en það eitt er ærin vinna og vanda-
söm ef andmælin eiga að vera annað og
meira en formsatriði.
Fyrst og fremst vegna vinsemdar gagn-
vart íslendingum, tekur prófessor Busch
við íslenzkum sjúklingum, sem þjást af
heilaæxlum, en við þeim er ekki hægt
að skera hér á landi. Mörgum sjúkling-
um héðan hefur hann bjargað með að-
gerðum sínum.
Þegar Kóreustyrjöldin hófst hétu Danir
því að senda spitalaskip til Kóreu, var
það Jutlandia, sem búið fullkomnustu tækj-
um og úrvalsstarfsliði, veitti viðtöku fjölda
særðra hermanna frá ýmsum þjóðum.
Einn af ylirlæknunum var Busch prófess-
or. Það gefur ef til vill nokkra hugmynd
um, hvernig maður hann er, að þegar
Jutlandia var sent til Japan. til þess að
starfsfólkið gæti fengið örlitla hvíld eftir
mikið og erfitt starf, varð Busch kyrr í
Kóreu og fór að kenna innfæddum lækn-
um skurðlækningar, auk þess sem hann
skipulagði barnaspítala í Pusan. Á þessum
slóðum framkvæmdi hann líka heilaskurð,
sem hvergi i heiminum hafði verið gerð-
ur áður.
Framhald á síðu 69
AKRANES
49