Akranes - 01.04.1955, Síða 15
a. Jcn, kaupmaður hér í bæ, kvæntur
Kristrúnu Ólafsdóttur Kolbeinssonar.
Þeirra hefur áður verið getið i þess-
um þáttum, og verður síðar getið við
Vesturgötu 35.
b. Elisabet, gift Þórarni Guðjónssyni.
Þeirra verður síðar gctið í sambandi
við húsin Suðurgötu 102 og io6b.
2. Björn, f. 20. júni 1880. Hann var með
móður sinni til 1906, en býr svo i
Steðja í Flókadal frá 1910—1953, með
bústýru sinni, Pálínu Sveinsdóttur,
ættaðri úr Þverárhlíð. Þeirra börn:
a. Ivar, kennari við Gagnfræðaskóla
Keflavíkur, kvæntur Katrínu Sim-
onardóttur frá Vatnskoti í Þingvalla-
sveit. Þau eiga tvo drcngi.
b. Kristinn, sálfræðingur og starfar hjá
Tryggingarstofnun ríkisins, kvænt-
ur Katrínu Guðmundsdóttur frá
Rifi á Snæfellsnesi.
3. Sigurbjörg, f. 1883, gift Gauðlaugi
Hannessyni frá Grímsstöðum í Reyk-
holtsdal. Þau bjuggu á Snældubeins-
stöðum frá 1906—1921, og hún siðan
til 1926, er hún dó. Þeirra börn:
a. Finnbogi, framkv.stj- í Borgarnesi,
kv. Sigríði Þorsteinsdóttur, söðla-
smiðs, Ólafssonar frá Kaðalstöðum
Þau bl.
b. fvar, í Reykjavík, ókvæntur.
c. Flanna, býr i Reykjavík og á 5 böm.
d. Svafa, gift Magnúsi Stefánssyni, þau
eiga 4 syni.
e. Aslaug, gift Axel Gunarssyni kaupm.
Gunnarssonar. Þau eiga 4 börn.
f. Heiðveig, gift Helga Guðmundssyni
bónda í Hoffelli í Hornafirði og eiga
þau 4 börn.
g. Guðlaug Hulda, í Reykjavik, gift
Ingólfi Ólafssyni verzlunarmanni.
Þau eiga 4 börn.
4. Ingibjörg, fór til Vesturheims 1911 og
giftist þar enskum manni. Þau bl.
5. Jón, framkvæmdarstjóri Grænmetis-
verzlunar ríkisins, kvæntur Guðríði
Jónsdóttur Benediktssonar fiskimats-
manns frá Akrakoti á Álftanesi. Móðir
hennar var Guðlaug Halldórsdóttir frá
Haugshúsum á Álftanesi. Kjörbörn
þeirra:
a. Sigrún, gift Magnúsi Jónssyni, skóla-
stjóra í Reykjavík, Bjarnasonar frá
Ármúla við ísafjarðardjúp. Móðir
Magnúsar var Margrét Pálsdóttir,
ættuð frá fsafjarðardjúpi. Börn Sig-
rúnar og Magnúsar eru: Gyða og
Jón.
b. Jón Gunnar, 15 ára gamall.
6. Kristbjörg, fór til Vesturheims 1912,
gift þar enskum manni.
Árið 1934 kaupir Samson Jónsson frá
Kalastöðum húsið af Hallgrími og býr þar
til 1939. Frá föður Samsonar kann ég
ekkert að segja, en móðir 'hans var Sesselja
Jónsdóttir b. á Ferstiklu Péturssonar. Þeir
voru þvi sammæðra. Samson og Snæbjörn
Jónsson, skjalaþýðari í Reykjavík, og þau
systkini. Samson er f. á Ferstiklu 1873,
en 1880 flyzt hann að Kalastöðum
með móður sinni og manni hennar, Jóni
Þorsteinssyni frá Kambshól, Jónssonar.
Um tvitugsaldur fer hann sem vinnumað
ur að Leirá til Þórðar Þórðarsonar og er
þar eitt eða tvö ár. Síðan gerist hann
lausamaður og er þá eitthvað á Ósi hjá
Jóni B. Ásmundss^mi, en ]iar mun hann
hafa misst heilsuna. Hann leitaði sér auð-
vitað lækningar, en mér er tjáð, að þá
bót, er hann fékk meina sinna, hafi hann
átt að þakka Guðmundi landlækni Björns-
syni.
Samson var afbragðs fjármaður, glögg-
ur, gætinn og samvizkusamur svo að af
bar. Eitthvað stundaði 'hann sjó, en var
mjög sjóveikur. Samson var góður söng-
maður á yngri árum, músikalskur og spil-
aði á harmóniku. Hann reisti bú í Steins
holti, einnig bjó hann á Ósi og síðast i
Innri-Galtarvík. Ráðskona hans var Sig-
riður Þorsteinsdóttir í Steinsholti. Sigríð-
ur var lagleg kona, dugleg, og í einu orði
sagt snilldarkvenmaður. Sigriður átti barn
með Magnúsi Eenediktssyni Blöndal. Hún
mun hafa heitið Jónína Guðfinna og vera
gift bakara i Reykjavik.
Eftir farandi fólk var í Bakkagerði á
Jiessum árum: Hafliði Stefánsson 1934,
Margrét Helgadóttir 1935, Guðmundur
Guðmundsson frá Sigurstöðum 1936 og
Áigrímur Jónsson 1937.
Karl Magnússon keypti Bakkagerði 1938
af Samsoni Jónssyni, sem var hjá Karli um
eins og hálfs árs skeið eftir að hann keypti.
Karl S. Magnússon er ættaður frá Sauð-
árkróki. Forefdrar: Magnús Benediktsson,
ættaður frá Grísatungu í Borgarhreppi og
Guðný Jónsdóttir, úr Svartárdal í Húna-
vatnssýslu.
Karl kemur hingað að Ytra-Hólmi fyrst
1924 og er þar vinnumaður í tvö ár. Það -
an flytur hann i Skagann 1926 og er þá
lengst af i Dalsm^mni til 1938, er 'hann
kaupir Bakkagerði, eins og áður er sagt.
Kona Karls var Guðnin Sigurðardóttir frá
Heynesi, systir Kristjáns oddvita þar og
þeirra systkina, en hana missti hann 1941.
Um mörg ár hefur verið ráðskona hjá
Karli, Steinunn Skúladóttir frá Ytra-Vatni
i Skagafirði.
101. Vinaminni — Skólabraut 13.
Þetta hús er liklega byggt 1894, þótt ekki
virðist búið i því fyrr en 1895, en þar býr
þá Ásbjörn Ólafsson „snikkari“, þá talinn
34 ára. Þar er og kona hans, Sigríður
Björnsdóttir, 31 árs, og dóttir þeirra, Sig-
urbjörg, 3 ára. Hjá þeim er einnig Sig-
ríður Jónsdóttir, 6g ára, móðir Sigríðar.
EIús þetta byggði og átti Ásbjöm Ólafs-
son, fyrmefndur. t manntalinu er þetta
hús (sem ýms önnur) kallað Akranes, árin
1895, 6 og 7. En svo virðist sem Guðný
Jónsdóttir kaupi húsið af Ásbirni og flytji
þangað frá Borg á Mýrum, en þar hafði
fyrri maður hennar, Helgi Sveinsson, ver-
íð ráðsmaður hjá síra Einari Friðgeirssyni.
Hann drukknaði á leið til Reykjavíkur 8.
Jebrúar 1898, cms og frá er skýrt i 7.—8.
tbl. 1950 í sambandi við Litlabakka. Það
er fyrst i8g8 sem hús þetta er í kirkju-
bókum kallaði Vinaminni, og er svo upp
frá því.
Hinn 15. marz 1897 stendur svo í virð
ingabók hreppsins: ,.Hús Ásbjarnar snikk-
ara Ólafssonar. Húsið er áður virt 1894
kr. 1 500.00 (cn virðingagerð þessi er ekki
í bókinni) ’hefur síðan verið töluvert endur-
bætt, svo sem: Skúr á tröppum við dyrnar,
máluð tvö vcrclsi innan og húsið að utan,
settir tvennir gluggar, innréttuð tvö hent-
ug verelsi uppi, annað þeirra með lítilli
eldavél og að öllu leyti fullkomnara að
öllum frá gangi, séríl. kjallarinn, virðing
2000.00 kr.“.
Húsið var lítið og fyrsta hús á Skaga, sem
bjrggt var með brotnu þaki, en eftir það
voru nokkur hús byggð með sama lagi, og
byggði Ásbjörn a. m. k. sum þeirra. Má
því segja að Ásbjörn hafi staðið fyrir þessu
byggingalagi bér. Hefur þetta sjálfsagt ver
ið fyrst og frcmst hugsað til að minnka
súð cg þar með auka notagildi rishæðar-
innar. Ég man eftir þessum húsum með
þessu byggingarlagi: Vinaminni, Grund,
Albertshús, hús Hallgríms á Söndum og
Magnúsar á Söndum, Efri-Teig, Bræðra-
borg og Efstabæ. öll þessi hús standa enn
nema Vinaminni og Albertshús. Grundar-
húsið hefur verið fært úr stað, og steypt
hefur verið utanum húsið á Efri-Teig.
Ásbjörn lærði smiðar hjá Helga Helga-
syni smið og tónskáldi í Reykjavik. Ásbjörn
byggði hér nokkur hús, m. a. kirkjuna, en
þar var Guðmundur Jakobsson yfirsmiður.
Ásbjörn bjrggði og mörg hús í Borgarfirði,
t. d. Geldingaá, þar sem þakið var einnig
trogmyndað eins og í Vinaminni. Sigríð-
ur. kona Ásbjarnar, var hin mesta myndar-
bona. Ilún lærði saumaskap hjá Hans
Andersen í Reykjavík og saumaði hér
mikið fyrir fólk og leiðbeindi i saumaskap.
Börn Ásbjamar og Sigríðar eru þessi:
1. Sigurbjörg, f. á Akranesi 31. mar 1892,
giftist Sigurjóni Péturssyni, iþrótta-
kappa og verksmiðjueiganda á Álafossi.
Þeirra börn:
a. Sigríður, gift Bjarna Þorsteinssyni
bónda á Hurðarbaki i Reykholtsdal.
b. Pétur, verksmiðjustjóri á Álafossi,
kvæntur Halldóru Halldórsdóttur
Guðjohnsen. Þeirra böm: Pétur og
Björn.
c. Ásbjörn, verksmiðjustjóri á Álafossi,
kvæntur Ingunni Finnbogadóttur frá
Sólvöllum í Mosfellssveit. Þeirra
sonur Sigurjón.
AKRANES
5i