Akranes - 01.04.1955, Síða 24

Akranes - 01.04.1955, Síða 24
= UM BÆKUR = * Davíð Stefánsson á nýnorsku. Á sextugsafmæli Davíðs Stefánssonar kom út lítil ljóðabók hjá Helgafellsforlagi, sem nefnist „Eg sigler i haust. Dikt i utval“, Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem gefin hafa verið út úrvalsljóð eftir Davíð Stefánsson og því forvitnilegt að heyra hvað merkur bókmenntamaður í Noregi hefur um þau að segja Akranes leyfir sér því að birta efnisútdrátt úr grein eftir norska skáldið Ragnvald Skrede, sem birt- ist i Dagbladet í Oslo þann 18. febrúar s. 1. Ragnvald Skrede getur þess fjrrst að Davíð Stefánsson hafi orðið sextugur 21. janúar í ár og þá muni margir hafa sent höfundi Gullna hliðsins vinsamlega kveðju a. m. k. i huganum, en þetta leikrit varð mjög vinsælt á Norska leikhúsinu, þar sem Lars Tvinde og Ragnhild Hald léku aðal- hlutverkin. Skrede segir það lítt þekkt meðal al- mennings í Noregi, að Davíð Stefánsson sé ekki aðeins leikritahöfundur heldur að- alljóðskáld Islendinga. Þá lætur greinar- höfundur í ljós ánægju sina vegna þess að Norðmaðurinn Ivar Orgland skuli 'hafa verið þess umkominn að geta þýtt ljóðin úr íslenzku á nýnorsku. I formála bókar- innar segir Orgland, að Davið svipi mest til norsku skáldanna Wergelands og Auk- rusts. Skrede segir að í úrvalinu sé Davið ekki eins hátt uppi og ringulreiðarkennd - ur eins og þessi skáld, ljóð hans beri vott um meira jafnvægi. Um ljóðin sjálf segir Skrede, að í þeim gæti átaka milli Islendingsins og Evrópu- búans. Hann sé þjóðlegur en sprengi samt oft rammana og verði heimsborgari, sem helgi sig humanistiskum vandamálum samtíðarinnar. Þá telur Skrede Davíð inn- blástursskáld, sem hafi til að bera listræna þolinmæði. Oft noti hann erfitt rím, sem örðugt muni vera að þýða. Um þýðinguna segir Skrede m. a. að Orgland sé alls ekki litill vísnameistari, sérstaklega hafi hann mikinn orðaforða t. d. verði honum ekki mikið fyrir að finna níu orð, sem rími við „krunk, krunk, krá“ í kvæðinu Hrafninn“ Af og til notar Orgland þó sjaldgæf orð sennilega til þess að komast sem næst frumtexta eins og „andvarpar" í stað „sukkar“ á öðrum stöð- um gengur hann nokkuð langt í óeðlilegri orðaröð, eins og i þessum línum. .... for solglade hjarto kan jamvel slá om svarte fjörer deim löjmer .... Ef mér missýnist ekki er merkingin sú, að hjörtun geta slegið í sólgleði, þótt svartar fjaðrir hylji þau, en eins og orðið „jamvel“ er sett í vísuna verður merking- in sú að jafnvel hjörtun geti slegið. Þegar öllu er á botninn hvolft er Org- land sennilega ekki fullþroskaður þýðandi, hann er nokkuð hroðvirkur ennþá og helzt til fljótur að taka það, sem honum dettur i hug, gott og gilt. Hann ætti fyrst og fremst að temja sér eðlilegra mál. Þetta er aðalefnið úr grein Ragnvald Skrede og er ánægjulegt að sjá dóm manns, sem kunnur er að mikilli glöggskyggni en jafnframt er laus við klikugæði eða mein- fýsni, sem því miður ber stundum helzt til mikið á í íslenzkum ritdómum. ★ Eftirleit. KvæSi eftir Pál S. Pálsson. — fJtgefandi: fsafoldarprentsmiSja 1954. Páll S. Pálsson hefur áður gefið út tvær kvæðabækur. ,.Norður-Reykir“ 1936 og „Skilarétt" 1947. Páli er létt um að yrkja. Hann er greind- ur, hlýr og tilfinninganæmur. Hann er góður drengur, umburðarlyndur og vonar allt hið bezta og ætlar engum illt, eins og ýmissa góðra drengja er siður. Þessi bók, Eftirleit, hefst á löngu kvæði, er hann yrkir til konu sinnar á 40 ára giftingar- afmæli þeirra 1950. Þar er Páll ekki myrk- ur í máli um það hver hamingjudís kon- an hafi verið honum í hamingjuleit og vosi lífsins. Þar segir hann m. a. svo: „Veðurbarinn er ég orðinn, enn er þó i búri forðinn, ])að er ekki að ]>akka mér. Þegar bátinn bar á skerið, brimið rauk og huldi verið, björgun mína ]>akka ég þér“. 1 þessum kvæðum, sem oft áður, kemur fram hin ríka ást Páls á íslamdi og öllu sem íslenzkt er. Þetta má sjá m. a. í kvæð- inu „Islenzk baldursbrá í Ameríku“: „Þú fórst ung frá Islands. strönd ævintýra leidd af hönd. Gróðursett í fjarri foldu, frjóvguð annarlegri moldu. Kom sér vel í kulda og snjó kraftur sá er í þér bjó. Þú munt prýða þetta land þó að annað fari í strand. Þú munt haustsins hljóðu gleði hlú í mörgu þreyttu geði. Höfði drýp ég hljótt til þín haustsins blóm — og ástin mín“. Páll finnur til með þeim fátæku, soltnu og sjúku. Eitt kvæðið heitir: „Er ekki hægt ....?“ og byrjar svo: „Er ekki hægt að hjálpa þessum lýð. sem hungraður um borgarstrætin gengur? Er ekki hægt að stilla þeirra strið og stöðva tíirin. bíða ekki lengur? Er engin von að veita öllum brauðið og vinnuna, svo þessa verði auðið? Siðasta erindið er svona: Er ekki hægt að sameinast nú senn um sígildandi lifs- og friðarkenning? Er einskis virði að verða kristnir menn, og Vitibomir stofna nýja menning? Er engin von —- þó veðrin spái hörðu — að við nú stofnum GuSsríki á jörSuf“ Páll yrkir um allt milli himins og jarð- ar, en mest um íslenzka menn og íslenzk efni, og að lokum Rökkurljóð. Þátt úr kirkjusögu Vestur-lslendinga. Páll og kona hans komu 'heim til gamla landsins s. 1. sumar. Til þessa voru þau lengi búin að hlakka, og ekki gátu þau hugsað til að deyja án þess að vera búin að fara þessa för. Hrifni hans og þeirra hjóna var ótakmörkuð, og þau lifa áreiðan- lega lengi á þessu ferðalagi um þeirra furðulega land. Frá þeirra sjónarmiði voru hér ekki maðkarnir i mysunni. Fjöllin, fólkið og firðirnir, hið gamla óhreyfða, þar sem mannshöndin hafði öllu umturnað, og framtíðin vafin mestri birtu. Allt var þetta í augum Páls eitt fagurt ævintýr, sýnandi sig i nútíðinni, hvar af megi vona hið bezta um framtíðina. Um það hvernig Páli er innanbrjósts, er hann nálgast landið, ber kvæðið Land- sýn bezt vitni. Það byrjar og endar svo: „Ó, eilifi Guð. Hvílik undra mynd: Ársólin roðar nú fjallanna tind. Hafið sem glitofin ábreiða er. Otbreiddur faðmurinn blasir við mér, sá móðurfaðmur, sem mér var svo kær, min er að biða, og færist æ nær. Draumsýn? Nei, þess konar dýrðarsýn er dregin af Guði, sem fagnar nú mér, heilög og fögur. £g hneigi mig nú að hásæti Drottins í auðmýkt, trú. Eg veit að ég stend við himinsins hlið horfandi á eilifa sælu og frið“. Þau Páll S. Pálsson og kona hans, Ólína Egilsdóttir voru sem sé óskaplega hrifin af þessari heimsókn. Ég þakka þeim fyrir komuna og óska þeim heilla og blessunar, hvort sem árin verða mörg eða fá. ★ Fjármálatíðindi Landsbankans. Á siðasta ári hóf Landsbankinn útgáfu tímarits um efnahagsmál. Það fór mjög myndarlega af stað, og er nýlega komið út t. hefti fyrir árið 1955. Rit þetta er framúrskarandi myndarlegt Framhald á síSu 69 60 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.