Akranes - 01.04.1955, Page 25

Akranes - 01.04.1955, Page 25
Rotary þátt ur ÞAÐ er nú farið að liða allmjög á gullna árið og dregur senn að reiknings- skilum. Ekki er þó ætlun mín að gjöra þau að hugleiðingarefni að þessu sinni, heldur annað atriði i sambandi við þetta ár. Klúbb vorum hafa borizt margar kveðj- ur á árinu. Fyrir utan jóla- og nýárs- kveðjur, sem hafa verið lesnar, höfum við fengið sérstakar kveðjur frá klúbb- um hvaðanæva úr heiminum, hæði bréf og kveðjuspjöld. Þessar kveðjur voru alls 25 og frá þessum löndum: Finnlandi 1, Belgíu 1, Bandaríkjunum 12, Brazilíu 1, Uruguay 1, Mexico 1, Ástralíu, meginl. 4. Nýja-Sjálandi 1, Indlandi 2, Formosu 1. 1 þessum bréfum og kveðjuskeytum eru fyrst og fremst góðar óskir um heill og gengi félagsskapar vors og málefnis Ro- tary, og í sumurn bréfunum er bætt við þeirri ósk, að Rotary megi verða til þess að efla frið og velvilja milli manna og þjóða. 1 sumum þessara bréfa er lýsing á klúbbnum, klúbbstarfinu, á staðnum, umhverfinu, atvinnuháttum o. þ. u. h, og sumir taka það fram, að þeir óski eftir sams konar fræðslu frá okkur. Ég hef verið að draga það, að svara þessum bréfum, i þeirri von, að bæklingut' okkar um Akranes komi út á gullna ár- inu, eins og lofað var og tilkynnt. Sú von er nú að kulna út, en þótt það atriðið bregðist, þá vil ég ekki láta hitt atriðið bregðast alveg, sem lofað var, að styðja að sambandi við erlendu klúbbana, og mun þvi reyna að svara bréfunum áður en starfsárið -— gullna árið — er liðið. Þessi kveðjuskeyti vekja ef til vill ekki mikla athygli félaganna og ekki hafa ver- ið ástæður til að lesa þau upp í þý,ingu, a. m. k. ekki hin lengri bréfin. Ég skal játa, að þannig var það og lengst af um mig. Ég hef ekki veitt þeim sérstaka at- hygli, eða þau hafa a. m. k., ekki orðið mér umhugsunarefni fyrr en í seinni tíð. En þær eru í raun og veru umhugsunar- efni. Ég hygg, að þessar kveðjusendhig- ar séu eitt af sérkennum félagsskapar vors. Eða munu þær tíðkast hjá öðrum opinberum félagsskap? Hjá oss er til ým- iss félagsskapur um hugsjónir og til mann- bóta, t. d. Templarareglan, S. V. F. I. og fleiri. Templarar mega bezt um það vita. hvort slíkar kveðjur, vinsemdar- og upp- örvunarbréf tíðkast milli stúknanna í fé- lagsskapnum. Ég hygg, að þær tíðkist ekki milli deilda S. V. F. I. og ég þykist vita, að þær tíðkast ekki i þeim félagsskap, sem að dómi okkar flestra er hinn mikilvæg- asti og göfugasti með þjóðinni, þ. e. i sjálfri kirkjunni. Eða munu sóknarnefnd- irnar hafa mikið af slikum bróðurkveðj- um að segja? Ég efa mjög, að það eigi sér stað, meira að segja í fríkirkjusöfnuðun- um, þar sem áhugimi virðist þó mestur. ef dæma skal eftir því, að þar er starfinu haldið uppi af eigin vilja og frjálsri þjón- ustu. Nú mætti segja sem svo, að klúbbarn- ir gjöri þetta að sumu leyti af leik, ef svo má segja, að þeir hafi gaman af því, að senda bréf og kveðjur til ókunnra landa og fá bréf þaðan. Það má vel vera, að eitt- hvað sé hæft i þessu að því leyti, að þetta Hugleiðing í tilefni af því að hið gullna ár (50 ára afmæli) Rotary er að renna út. — Flutt á fundi í Rotaryklúbb Akraness 10. júní 1955. sé ekki ávallt gjört eingöngu af áhuga fyrir málefninu og að fjarlægum klúbbum sé forvitni á, að vita eitthvað af högum okkar og háttum. En það er þá ekki held- ur einskis vert, að veita landkynningu. þótt lítil og ófullkomin sé, með jafn auð- veldu móti. En sum þessara bréfa sýna áreiðanlega meira. Mér virðist, að á bak við þau sé áhugi á kynningu, löngun eft- ir samhug og bræðralagi. Og það er eitt atriði, sem sum þeirra bera ljóslega með sér, það er þrá eftir friði, bræðralagi og vináttu milli manna og þjóða, samvinnu allra að því marki. Ef til vill er það stríðs- óttinn, sem þar rekur á eftir, og mest þar sem hann er mestur, en hvað sem um það er, þá gefur þessi hugsun bréfunum gildi. Þótt vér Islendingar séum ekki laus- ir við stríðsótta, þá gætir hans miklu meir hjá mörgum öðrum. Ef til vill gjörum við síður en aðrir ráð fyrir því, að óvinir vaði inn í land vort fyxirvaralaust, og ekki þurfum við að kviða því, að ófriður brjól- ist út á landi rétt við landamærin. En oss ætti að vera það Ijúft, eins og það er skylt, að veita Rotaryfélögum vorum, hvar sem er, það sem ef til vill mætti verða þeim andlegur stuðningur, enda þótt vér getum lítið lagt af mörkum til að efla frið og samlyndi þjóða á milli. Þessar kveðjur sýna lika annað. Þær sýna, að Rotary er mjög samstŒ-ður og heilsteyptur félags- skapur. Það eru sterk og traust bönd, sem binda saman i eiiia heild. Og aðal- þættirnir eru tveir, ágætt skipulag og hug- sjón, sem á miklu og almennu fylgi að fagna. Skipulagið þarf ekki að kynna, vér þekkjum það allir í aðalatriðunum. Það er fleiri félagsskapur en Rotary, sem er til þess ætlaður, að sameina um hugsjónir og framkvæmd þeirra. Það má nefna bind- indisfélagsskap, skátafélagsskap, kristileg- an ungmennafélagsskap, slysavarnafélags- skap og sjálfa kirkjuna. En berum svo saman þær kröfur, sem þessi félög gjöra til hvers einstaks félaga sinna og eftirlitið með því, að hver og einn verði við þeim kröfum, við það, sem á sér stað í Rotary. Það getur hver dæmt um þetta þar sem hann þekkir til, en ég hygg, að þeir dómar muni verða nærri á einn veg. Þetta er ekki sagt til hnjóðs einstaklingum þessara stofn- ana og félaga. Sumir þeirra eru Rotary- félagar og gætu þá sjálfsagt orðið þar eins virkir og góðir félagar og í sinum Rotary- klúbb. Það er sjálft hið þaulhugsaða, fast- skorðaða og hagkvæma fyrirkomulag á klúbbunum og allri starfseminni, sem þetta er að þakka. I þessu sambandi má nefna eitt atriði, sem líka var drepið á hér nýlega. Klúbbarnir eru yfirleitt frem- ur fámenn félög. Meðaltal félagatölu í öllum klúbbum heims er 47. Sumum kann að þykja þessi tala lág, en að mínum dómi er það strykur Rotary, að klúbbarnir eru ekki mjög fjölmeimir. Við höfum nóg dæmi um fjölmenn félög, lika hér á Akranesi, og við vitum hvernig mörg þeirra reynast. Ekki hef ég þó á móti því, að klúbbur vor mætti vera fjölmennari, en þá er rétt að hafa jafnan í huga þessa spurn- ingu. Hve fjölmennur myndi hann mega vera, til þess að hann hafi af því ávinn- inginn einan, en biði ekki við það halla í lakari fundarsókn og minni persónuleg- mn kynnum félaganna innbyrðis? Hugsjón Rotary á miklu og almennu fylgi að fagna. Um það ber vöxtur félags- skaparins vott, hin stöðuga fjölgun klúbb- anna í öllum álfum heims og í hverju þvi landi, þar sem menn eru sjálfráðir orða sinna og athafna. Og hver er þessi hugsjón? Það er blátt áfram mannbætandi hugsjón, Rotary er mannbætandi félags- skapur, siðgæðisfélagsskapur án trúarjátn- ingar, sem krefst þess, að lífsstefnan sé sýnd í verkinu. Af því að Rotary er án trúarjátningar geta allir verið með. Heim- urinn þarfnast vissulega slíks félagsskapar og það sjá góðir og hugsandi menn. En við munum að vísu vilja bæta því við, að slík- ur félogsskapur mœtti gjarna vera krist- inn. Það er ekki heldur nein fjarstæða, þegar á það er litið, hve mikið er af trú í Rotary. Þess hefir í því sambandi verið Framhald. á síSu 70 A K R A N E S 61

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.