Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 27

Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 27
og Reykjavík. Sjóðurixni var orðinn talsvert stór og héldum vér áfram að mætast á hverju föstudagskvöldi. Það fyrsta verk um haustið var að sækja til bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði um leyfi fyrir afnotum á gamla býlinu Kaldárseli. Bæjarstjómin veitti góðfúslega samþykki sitt, þó með því skilyrði, að staður- inn yrði notaður eingöngu fyrir sumarstarf K.F.U.M. Var oss veitt eignarhald á gamla túninu kringum bæjarrústimar. — Og nú var hafizt handa að útvega efni í skálann, og var hann smíðaður niðri í Hafnarfirði. Stóð trésmíðameistari Guðjón Am- grímsson fyrir smíðinni með mikilli atorku og framúrskarandi óeigingirni og drenglyndi. Liggur nú saga skálans niðri um vet- urinn. Um haustið fór ég til Vestmannaeyja og dvaldi þar nokkra stund til þess að vinna að stofnun hins nýja félags, sem ég hafði byrjað á um vorið. Varð mér þetta unaðssæll timi. Drengirnir vom mjög áhugasamir og sóttu fundina vel, og hinir eldri, sem voru líka fullir af áhuga. Nýr prestur var líka kominn á Eyj- amar. Það var séra Sigurjón Árnason, sonur míns kæra vinar, séra Áma í Görðum á Álftanesi, síðar í Hafnarfirði. Var hann einnig mér kær frá æskuárum hans, frá þvi er hann var dreng- ur á Sauðárkróki. Ég hugði gott til að hann tæki við stjórn hins unga félags, og þótti mér því vel borgið undir fomstu hans. Ég átti og von á góðum stuðningi þar sem þeir vom Steinn mágur minn og Páll læknir Kolka. Fleiri eru enn ótaldir, sem ég reikn- aði með, þótt ekki geti ég nefnt þá alla. Þar var Bjarni Jónsson verzlunarmaður eða kaupmaður, sem hafði verið mér ágætur vinur og félagsbróðir í Reykjavík, er hann var þar við verzlun Gunnars Gunnarssonar. Langaði mig til þess að vera lengur, en jólin voru að nálgast og heim þurfti ég að komast til vina minna í Reykjavík og Hafnarfirði. Ég hafði mikla gleðistund áður en ég fór frá Vestmanneyjum. Ég kom heim til Halldórs læknis Gunnlaugssonar, og thitti svo vel á að læknirinn hafði, aldrei þessu vant, litið að gjöra og tókum við okkur langa göngu- ferð og töluðum aðallega um andleg efni. Sú stund hefur verið mér til mikillar fróunar síðan. Rifjuðum við upp með okkur æskudaga okkar, bæði er hann var í fyrsta og öðrum bekk í Latinuskólanum, og síðar. Þetta varð mér ógleymanleg stund, en sízt grunaði mig þá að þetta yrðu okkar seinustu samveru- stundir. Ég hef oft notið þeirra í huganum. Ég hafði alltaf reikn- hann sem vin, og hann var það lika. Hann drukknaði þá fyrir jólin, er hann var að fara embættisferð út i „Gullfoss“. Það voru mér mikil og óvænt sorgartíðindi, er fregnin um dauða Halldórs læknis kom til mín til Reykjavíkur fyrir jólin. Mér fannst eins og dapur skuggi leggðist yfir hinar glöðu minn- ingar mínar frá Vestmannaeyjaför minni. Hann var mér svo hjartgróinn og svo ljúfur vinur. Það var í mér söknuður allan veturinn og hlakkaði ég þó til að eiga næsta vor að ferðast til Vestmannaeyja að vitja hins unga félags, en ég kveið líka fyrir því, af þvi að mér fannst þar orðið svo stórt skarð fyrir skildi, er mig nú vantaði Halldór í vinahópinn þar. Okkar vinátta frá skóladögunum stóð fyrir mér í svo mikilli hlýju og innileik, sérstaklega gat ég ekki gleymt samverustundunum á Breiða- bólstað í Vesturhópi sumarið 1893, og get aldrei gleymt þeim (sjá „Undirbúningsárin bls. 227). En ég gleð mig til góðra sam- funda síðar Veturinn 1924—25 varð mér mjög ljúfur vetur á marga lund. Starfið gekk vel heima og i Hafnarfirði, þótt lítil væru húsakynni félagsins i Bristol. Ég man þó margar góðar stundir þaðan- Uppi í húsinu bjuggu hjónin Björn Árnason og kona hans, og á efstu hæðinni frú Valgerður Jensdóttir, ekkja vinar tníns Jóns sál. Jónassonar, skólastjóra bamaskólans í Hafnar- firði, systir eins af mínum kærustu skólabræðrum, Friðjóns læknis Jenssonar á Akureyri. Naut ég mikillar vináttu og gest- risni hjá þessum báðum fjölskyldum. Var Kjartan litli sonur frú Valgerðar, einn af mínum kærustu drengjinn í Hafnarfirði, bráðgáfaður drengm- og vel gefinn, en var tæringarveikur, og dó ungur og móðir hans nokkru síðar. Eitt af því, sem varð mér til unaðssemda þann vetur, var dálítill drengjaflokkur, sem æfði söng og kom saman í Bristol á æfingu kl. 7^2- Þeir höfðu margir af þeirn góða söngrödd, og þjálfuðust vel að syngja samtaka einraddað, bæði ielagssöngva og aðra fjörmikla söngva, og þctti fólki alltaf gaman að þegar simgið var úti, eftir að þeir voru orðnir vel samtaka. Sungum vér stundum upp á Hamri og stundum á svölum Bristol, sem sneri vestur að bæmnn. Einu sinni kom fyrir spaugilegt atvik. Ég gekk einu sinni suður yfir hamarinn og var að fara að heimsækja vin minn ög- mund Sigurðsson, skólastjóra Flensborgar, og frú Guðbjörgu, konu hans. Var ég þangað alltaf velkomixm i síðdegiskaffi. Það voru hátíðastundir fyrir mig, því að fyrir utan kaffið og þá hressingu, varð það hreinasta nautn að sitja á tali við skóla- stjórann, svo skemmtilegur var hann og fræðandi, að það var bæði menntun og nautn i senn. Þegar ég var að ganga upp á brekkuna, upp á hamarinn. sem liggur á milli Bristols og gamla Flensborgarskólans, hitti ég minn forna vin, Bjarna lækni Snæbjömsson, og urðum við samferða- Uppi á háhamrinum stóð trippi rétt við veginn. Ég klappaði þvi og tók það því vel. Ég sagði svo í hálfgerðum gáska: „Kannske þú viljir koma á drengjafund kl. 7 i kvöld í Bristol. Það neitaði því ekki, og við Bjami fórum svo leið okkar. Um kvöldið 'kl. liðlega 7 voru söngsveinarnir minir komnir á æfinguna, og vér byrjuðum. Allt í einu heyrðist oss barið að dynmi. Ég kallaði: „Kom inn!“ Enginn gegndi, en nú sáum við, að einhver var að rjála við hurðarsnerilinn, svo að ég gekk fram að dyrunum og opnaði. 1 hinni þröngu forstofu stóð trypp- ið og kom þegar inn í salinn. Fyrst ráku drengirnir upp stór augu og svo skellihlátur. Folaldið kom alveg upp að ræðustól og stóð þar. Það urðu vandræði að koma því út, og ég varð að senda dreng upp á loft að fá rúgbrauðssneið hjá Guðfinnu, til að lokka það út með. Þetta varð skemmtileg tilhreyting í söng- æfingunni, sérstaklega af því að ég hafði sagt drengjunum, að ég hefði boðið folaldi að koma og hlusta á. Ég sagði við dreng- ina á eftir: „Bara að drengirnir í Hafnarfirði væru svo óðfúsir til að koma, er þeim væri boðið á fundi“. Þetta var mjög skemmtilegur vetur og mörg smá og sum skemmtileg ævintýri, bæði í starfinu í Reykjavik og Hafnarfirði, færðu oss góða og velkomna tilbreytingu og vöktu fjör og holla kæti, og gjörðu alvö**istundimar minnisstæðari. Mig minn- ir, að það væri einmitt á sjövikna föstunni þennan vetur, árið 1925, að ég hafði það fyrir fundarefnið á miðvikudagskvöldum í unglingadeildinni, að ég fyrri hluta fundarins las upp kafla úr „Manfreð“, hinu mikla skáldverki Byrons lávarðar, i hinni jötunelfdu þýðingu séra Matthíasar, og útskýrði það eins vel og ég gat, og eftir fallegan sálm á eftir, út af píningarsögu frelsara vors, las upp þann kafla píningarsögunnar, sem til- heyrði þeim miðvikudegi í föstunni. Aldrei hef ég átt jafn alvarlegan og uppbyggilegan föstutima meðal unglinga, eins og þá, né aðra eins fundarsókn. Það var eins og hin ógnunm- þrungna lýsing skáldsins á sálarstríði hins efasjúka og upp- reisnargjarna ofurmennis í persón.u Manfreðs, imdirbyggju sálir og huga drengjanna til i enn dýpri alvöru, að gefa sig á vald hinnar ennþá stórfenglegri lýsingar hinnar mestu harmsögu, sem átt hefur sér stað í mannkynssögunni. Það var eins og þeir sæju skýrar hinn stórfellda mikilleik i harmsögu hins þögula manns þjáninganna, sæju betur hina guðdómlegu tign mannssonarins skina fram í hverjum drætti frásögunnar í samanburði við hið æsta og heimtufreka umrót í sálarkvöl hins ofstopafulla manneðlis, og hins ótamda vilja dramblætis og sjálfsþótta hins mikla ofurmennis í persónu Mannfreðs. — Framhald í nœsta blaSi. akranes 63

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.