Akranes - 01.04.1955, Page 30

Akranes - 01.04.1955, Page 30
f/ Heimilis- þvottavélin MJOLL /J sem framleidd er af HÉÐNI og RAFHA, hefur áurrnið sér hylli ís- lenzkra húsmæðra. „M J ö L L“ er ódýr. „M JÖLL“ er sterkbyggð „M JÖLL“ er örugg „M JÖLL“ fæst með afborgunarskilmálum. Vélsmið;an HÉÐINN h.f Pípuverksmiðjan h.f. BEYKJAVlK — SlMI 2551 Framleiðir alls konar steinsteyptar vörur: Rör, allar stærðir Gangstéttarhellur EINS OG I»ER SÁIÐ OG BERII) Á, MUNIÐ ÞÉR UPPSKERA Framhald af siSu 43. un, bæði um það, er varðar vörzlu og endurplöntun í eyðurnar, i stað þess sem drepst og misferst, svo að samfelldur skóg- ur verði. Er ég nefndi tilraunir, verðum vér að gera oss ljóst að það er nokkur vandi að finna úr hvað bezt er, um áburð, eftir tegundum trjágróðurs og jarðvegi, þó að fljótlega megi finna svör, er geta verið nokkur leiðbeining. En hinir mörgu skóg- ræktarmenn, sem vilja leggja fram krafta sína, þó að viða og oft sé í smáu, þurfa að fá leiðbeiningar um hvað gera skal í áburðarmálinu, því að það vitum vér vel, að það er hægt að skemma allan gróður, um hreysti og aðra góða eiginleika, með óskynsamlegri og illri notkun áburðar. Það koma lika til greina önnur vandamál við notkun áburðar við trjárækt, t. d. grasið. Blessað grasið er svo viljugt að vaxa á okkar góða graslandi, íslandi, ef það aðeins fær nóg að eta, að slíkt er með ólíkindum. Þannig eru hraun orðin að túnum, t. d. á Suðumesjum. Þannig verður hver melkollur, þar sem fisk- hjallar eru byggðir, algrænn á fáum ár- um. Þegar borinn er áburður að ungum, litlum trjáplöntum, getur grasvöxturinn umhverfis þær orðið hvimleiður. En hvað er um að fást, ekki dugir að svelta trén, til þess að forðast að stráin njóti góðs af því, sem trjámnn er vel til gert. Þúsundir trjáræktarmanna um land allt hungrar og þyrstir eftir svari við spurn- ingunum: HvaSa áburS á ég að bera á8 Irjánum mínum og hva'Ö má ég bera mik- /ð á? Margir þeirra hafa ef til vill ekki gert sér spurningarnar ljósar, en þeir eru þó að fást við þær í sýsh sínu og umhyggju. Sumir,þessara manna og kvenna hafa ef til vill ekki nema fáein tré í forsjá, aðrir hundruð, og enn aðrir þúsundir, þeir þurfa allir að ;fá svör og leiðbeiningar, vegna þess að þessara manna og kvenna er allra þörf---engum er ofaukið — við hið mikla nútíðar og framtíðarverk — að skrýða heimili, starfsstöðvar og líf þjóðarinnar sígrænum trjám og skógum. Styðjið og styrkið — S. í. B. S. — 66 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.