Akranes - 01.04.1955, Side 31
AÐ FELLSMÚLA Á LANBI
Framháld af síðu 45.
I
bænda fyrir óvenjulega hollustu við allt,
sem dýrast má meta i samskiptum manna
í þessari dásamlegu veröld, þrátt fyrir fall-
velti herrnar og óteljandi erfiðleika.
Þessi mæti maður og mannvinur er
horfinn sjónum vorum. Hann hefur
markað djúptæk spor á stuttri ævi. Hann
befur gefið gott fordæmi og látið eftir
sig góðan orðstír hins heilsteyptasta manns,
og mun því seint fyrnast. Kona hans hef-
ur hér mikið misst, en þroski hennar er
Hka mikill, því að hún hefur tekið hinum
skjótu umskiptum sem sönn hetja, sem
Hka sannar að síra Ragnar Ófeigsson hefur
verið vel kvæntur. Göfugri konu, þrosk-
aðri og reyndri i mótgangi lífsins. Konu,
sem skilur að óþarft er að æðrast, því
að þessu sé öllu stjórnað af þeim, sem
ekkert skeikar hjá, þar sem fyrir öllu er
vel séð, þótt örðugt sé að skilja á stund-
um.
Áður hafði ég aðeins ferðast þvert yfir
Rangárvallasýslu. Nú sá ég fyrst viðlendi
hennar, örfok og landgæði frá hafi til
heiða. Ég undraðist þetta ótrúlega víðlendi
vafið grasi, svo sem í Landeyjunum, þar
sem völustein þarf að sækja langar leiðir,
eða í Holtunum og Þykkvabæ, þar sem
svipað má segja. Hins vegar svartan sand-
inn, sem um aldaraðir hefur ógnað öllu
lífi, en nú er verið að sigra með skjótum,
öruggum tökum.
Það hlýtur að vera undur sumarfallegt
á Landinu, sem smátt og smátt er að
vefjast grasi og fögrum gróðri. Mér er
í minni geislandi augu þeirra Fellsmúla-
hjónanna, er þau voru að segja mér frá
sumardýrð þessarar fjallasveitar, með
marga undursamlega fagra og dýrðlega
bletti, runna og hvamma með blómaang-
an og fjallafegurð hvert sem litið er. Það
var sem þau væru að tala um annarlega
veröld, yfirjarðneska. Nei, þau voru að
tala um landið okkar óviðjafnanlega, sem
þau sáu ekki í öðru ljósi, og síra Ragnar
vildi hvílast í og við, lífs og liðinn. Hann
þráði frið, hélt friði við alla menn og hef-
ur nú hlotið enn æðri frið. Ég tel það
hamingju fyrir mig að hafa fengið að
kynnast þessum einlæga, elskulega manni,
þótt ekki væri það oftar eða lengur.
Friður Guðs, sem er æðri öllum skiln-
ingi umvefji hann og blessi.
Styðjið og styrkið
REYKJALUND.
r
Það er ótryggt að hafa ekkí vátryggt
1 VÁtrifggiifgfirféÍAgid 1 KLAPPARSTlG 26 Simar: 1130, 1131, 1132 og 3235 - . yf j
Slippfélflgiö i Reykjavik hf.
Stofnsett 1902
Símar: 80123 (fimm línur) — Símnefni: SLIPPEN
Leitið tilboða hjá oss
áður en þér farið annað viðvíkjandi
EFNISKAUPUM
SKIPAVIÐGERÐUM
SKIPASMÍÐUM
Máltim — Hreínstim —Ryðhreínstim
67
AKRANES