Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 32

Akranes - 01.04.1955, Qupperneq 32
Nýja blikksmiðjan Höfðatúni 6 — Reykjavík — Símar: 4672 og 4804 — Stærsta bltkksmíðja landsíns — FRAMLEIÐIR: Hraðfrystitæki og flutningsvagna með gúmmíhjólum fyrir hraðfrystihús o.fl. Eirþök á hús. Þakglugga. Þakrennur. Aluminíum veggrör. Lofthitunar- og loftræstingartæki . með tilheyrandi. Hjólbörur með upppumpuðum hjólum. Síldartunnukerrur með gúmmíhjólum. Olíugeyma á tankbíla, frá 3000—7500 lítra. Ennfremur allar tegundir olíugeyma til húsa og skipa - - Eldavélar Bðktmarofnar Þílofnar V atnshíttmartækí Færanlegír ofnar RnftœUjovprksmiðjon b.f. Hdfmirfirði ÞAR FÉKK MARGUR SIGG I LÓFA Framhald. af siSu 48 lærdómi og þjálfun, sem þarna fékkst, þarf því engan að undra þótt íslenzkir sjómenn kæmust vel frá því að skipa sinn sess á nýjum vettvangi, er vélaaflið og hin marg- víslega nýja tækni heldur innreið sína í landið eftir siðustu aldamót. Þótt skipin væru ekki stór á þessum tímum, var hér ekkert smátt í sniðum, sem sjá má af því, að í annál Suðurnesja, telur Sig. B. Sívert- sen, að um 1880 hafi í námunda við Garð- skaga sést um 400 opin skip undir seglum í einu. Hér var um merkilegan skóla að ræða þar sem 11 sýslur sendu úrvalsmenn til frækilegrar framgöngu við þá fram- leiðslu landsmanna, sem þá og enn í dag, gerði mögulegt að kaupa frá öðrum lönd- um þarfir landsmanna. Þarna er rakanna að leita fyrir hinum skjótu viðbrögðum, heimsfræga dugnaði, afla, afrakstri, uppgangi og uppbyggingu, sem líklega er meiri og skjótari en gerst hefur í nokkru öðru landi er við þekkjum. Það má því gjaman muna og meta þau af- rek, sem þama voru unnin og var svo glæsilegur undanfari hinna stórkostlegu framfara og hagsældar, er saga landsins þekkir. tJr þessum gagnlega reynsluskóla komu menn „fullgerðir“ 16—20 ára gamlir. Þeir kunnu til allra verka á sjó og landi. Þeir voru fimir i þeirri íþrótt á sjónum að fara með árar, segl og stýri. Þeir voru yfirleitt góðir, og sumir fráhærir, fiskidráttarmenn. Þeir kunnu að „meðhöndla“ fisk margvís- lega og gera úr honum úrvals verzlunar- vöru. Sá, sem ekki hefði kunnað að hausa fisk, fletja og salta, — og gera það allt með ágætum —, var ekki talinn maður með mönnum. Þessi mikli vinnuskóli á sjó og landi var því styrk stoð undir hina hraðstígu þróun útgerðar og aflafanga, á skútu- og vélaöld, stórútgerð og fiskiðnað- ar í landi. Hinar gömlu verstöðvar, með allar þrekraunirnar og þægindaleysið var því nauðsynlegur og gagnlegur skóli, sem segja má að drjúgan skerf hafi lagt til hinnar nýrri verkmenningar vorrar á sjo og landi. Sagan má því vel geyma — a. m. k. í myndum og í máli — þa-u minjar og afrek þeirra manna, sem fyrr og síðar „fyrir byltinguna“ í atvinnu- og fram- leiðsluháttum þjóðarinnar, voru kennarar eða nemendur í þessum gamla reynslu- skóla, sem í einni svipan gerðu þá að vík- ingsmönnum og methöfum samhliða því að læra og leysa hinar flóknustu tækni- þrautir, sem þeir ekki höfðu fyrr séð eða heyrt. Slíkur var hinn gamli skóli þrátt fyrir allt. Af því litla, sem hér hefur verið sagt A K R A N E S 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.