Akranes - 01.04.1955, Page 33

Akranes - 01.04.1955, Page 33
um Leiruna, má sjá að hér hefur verið um aldaraðir mikil og merkileg verstöð. Eigi aðeins heimamanna, heldur og að- komuskipa, sem þar lágu við á vertíðum. Einnig, og ekki síður fyrir það, að þarna var einmitt ein bezta þrautalendin fyrir sjóhrakta menn, er oft urðu að hleypa víðs vegar að undan veðrum. Var hér um að ræða Álftnesinga, Seltirninga, Reyk- víkinga og Akurnesinga, er þeir voru nauðbeygðir að hleypa af sínum heima- miðum, a. m. k. stundum þvert yfir Inn- fióann, stundum aðeins tveir á bát. Þessar merkilegu lendingabætur, sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni, hafa þvi ekki verið til einskis gerð og vafalaust bjargað mörgum mannslífum, bæði heima- manna og aðkomumanna. Hér var ekki um neina smámuni að ræða tæknilega séð, því að jafnvel nútimamanninum koma þessi mannvirki fyrir sem stórvirki, hvort heldur sem litið er á þau frá tæknilegu eða fjárhagslegu sjónarmiði. I fremsta dálki á bls. 48 hér að framan, er aðeins minnzt á þann dugnaðarmann, Nikulás Björnsson, er gerði hið inikla mannvirki, Nikulásarós í Leiru, er graf- inn var gegnum Stóra-Hólms-rif. Vil ég segja hér frekari deili á þessum höfuð- garpi og framkvæmdamanni í lendinga- bótum. Sumir halda að Nikulás hafi eitt- hvað hlaðið ósinn eftir að hann var búinn að grafa hann. Ekki gátum við séð merki til þess, þótt það sé ekki full sönnun þess að þar hafi engin hleðsla verið. Með ná- kvæmri athugun um stórstraumsfjöru mætti áreiðanlega komast að raun um þetta. Nikulás Björnsson, útvegsbóndi i Ný- lendu í Leiru var, eins og áður er sagt, einn af hinum kunnu Vara-bræðrum í Garði. Hann mun hafa verið fæddur á Gauksstöðum í Garði 18. febrúar 1820, sonur Björns Björnssonar bónda i Vörum (f. um 1783). Þessir eru taldir bræður Nikulásar: Björn, Sveinn, Gottskálk, Knút- ur og Guðmundur. Þeir voru flestir eða allir taldir þriggja álna menn og tröll- auknir að bm’ðum. Móðir Nikulásar og kona Björns, var Þóra, dóttir Nikulásar í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd (f. um 1787). Kona Nikulásar Björnssonar var Ingveldur Þorvaldsdóttir í Vadugerði, Oddssonar í Vatnsholti í Flóa og konu hans Margrétar Vigfúsdóttur Ófeigssonar frá Fjalli. Börn Nikulásar og Ingveldar voru: a. Rnútur, dó á unga aldri. b. Margrét, dó einnig ó unga aldri. c. Kristín, (f. 1855), giftist Sigm'ði Is- leikssyni, sjómanni, í Garðhúsum í Garði, og áttu fjögur böm: Þóra, gift- ist Páli Einarssyni frá Býjarskerjum, eignuðust þau 5 böm. Páll, síðast prest- ur í Bolungarvík, kvæntist Þorbjörgu Steingrimsdóttur og áttu tvo sonu. .Tón, er lézt vestan ihafs, bamlaus, og Ing- veldur, er átti heima i Garði og lézt þar á bezta aldri. d. Herdís (f. 1. ágúst 1859), giftist Bjarna Tómássyni, útvegsbónda á Klöpp í Höfnum, böm þeirra: Vilfríður, giftist Andrési Karlssyni, trésmiðameistara í Reykjavík og eiga þau þrjá sonu. Þor- valdur, bóksali í Hafnarfirði, kvæntist Maríu Víðis Jónsdóttur. Þau eignuðust 6 börn, en af þeim eru 5 á lífi. Meðal þeirra er Herdis Þorvaldsdóttir leik kona við Þjóðleikhúsið, gift dr. Gunn- laugi Þórðarsyni, læknis Sveinssonar. e. Þóra, (f. 4. okt. 1863), giftist Jóni Guð- mundssyni, þekktum sjósóknara á sinni tíð. Þau áttu 3 sonu, en tveir af þeim komust til fullorðins ára: Nikulás, kunnur togaraskipstjóri í Reykjavík, kvæntur Gróu Pétursdóttur, og eiga 3 sonu. Hinn bróðh’inn er Ólafur, kvænt- ur Ingibjörgu Magnúsdóttur, og eiga þau 3 börn. Nikulás Björnsson andaðist á 75. ald- ursári, að Nýlendu árið 1894. EBXJARD BXJSCH Framhald af si8u 49 Yfirleitt man ég ekki greinilega eftir inönnum, sem ég hef aðeins séð einu sinni, og þá aðeins i svip. Prófessor Busch sá ég allra snöggvast vorið 1949, og tel mig muna eftir honum nærri því eins og ég hefði séð hann í gær. Þannig stóð á, að íslenzka sendiráðið í Kaupmanna'höfn hafði beðið mig að taka ó móti islenzk- um sjúklingi, sem sendur var með Drottn- ingunni til Hafnar. Sendiráðið vissi ekki ennað en búið væri að biðja prófessor Busch fyrir manninn. Þess skal getið, að sjúklingurinn kunni ekki stakt orð í dönsku og þekkti engan mann í Kaup- mannahöfn. Þegar við komum á sjúkra- húsið, kom það upp úr kafinu að íslenzku aðilarnir, sem sent höfðu sjúklinginn mál- lausan og ókunnugan til Hafnar, höfðu gleymt að tilkynna Busch, að hans væri von, en þannig stóð þá á hjá honum, að hvert sjúkrarúm var skipað. Starfsfólkið, sem ég hitti fyrst að máli, taldi nokkur tormerki á þvi að hægt væri að taka við manninum, en bað mig að tala við pró fessorinn sjálfan. Þegar hann hafði heyrt hvemig í öllu lá, sagði hann: „Við getum ekki látið manninn liggja úti. Ég skal sjá um hann, en gerið þér mér þann greiða í staðinn, að biðja íslenzk yfirvöld að láta mig vita þegar þau hafa í hyggju að senda mér sjúkling“. Þar með var málið afgreitt, og ég var strax skipaður sem túlkur sjúklingsins og hélt því starfi síðan, meðan hann dvaldi á spítalanum. Ég hef vitanlega ekki nema leikmanns- vit á því, hvemig regla og umgengni á sjúkrahúsum muni vera ákjósanlegust, samt fannst mér þá, að hjá prófessor Buscli og starfsliði hans myndi hvort tveggja vera í óvenjulega góðu lagi. Dr. Bjarni Oddsson staðfesti fullkomlega þá hugmynd. Nýlega hefur þessi heimsfrægi læknir heimsótt ísland, flutt hér erindi og ferð- ast eitthvað um landið. Hann er eins og allir vita mannvinur, en ég held næstum að íslendingar skipi æðri sess í hug hans og starfi. HVERSU AKRANES BYGGÐIST Framhald af síSu 53 a. Helga Jóna, gift Óskari Ásmmidi Jónssyni, bifreiðastjóra hér í bæ. Þeirra dóttir Ingibjörg. b. Sigm-geir, heima hjá foreldrum sínum. 2. Viktoría, gift Hallgrími Hanssyni tré- smíðameistara i Reykjavik, ættuðum úr Ólafsvík. Kjörsonur þeiira er Jónas Theódór. 3. Sigurgeir, er dó ungur 1920. 4. Rannveig, gift Vilhjálmi Vilmundar- syni, tollþjóni í Reykjavík. Þeirra börn: Aðalheiður og Vilmundur. 5. Aðalheiður, dó ung 1935. Jónas segir — eins og ýmsir fleiri — að oft hafi þeir séð hann „svartan“ á skútunum. Undrast þessir menn hve furðu- lega þetta slampaðist allt á þessum gömlu skipum, sem alveg voru hjálpartækjalaus. I því sambandi verður þeim hugsað til hinna furðulega tíðu stranda nú, á marg- falt betri skipum, með kraftmiklum vél- irm og fullkomnustu öryggistækjum til siglinga sem hugsast getur. Er þarna ekki á stundum farið of gálauslega? Fleztir munu vilja hafa öll örýggistæki í skipum sínum, en verra er ef menn hafa þau ekki í lagi, eða halda að öllu sé óhætt, að- eins ef tækin eru um borð, jafnvel þótt þau séu ekki notuð eins og vera ber stöð ugt, ef eitthvað ber útaf um veður og skyggni. UM BÆKUR Framháld af síðu 60 og vel úr garði gert. Efninu gerð góð skil, tekið föstum tökum og skýrt rækilega með tölum og töflum. I því eru greinar um inn- lend og alþjóðleg verzlunar- viðskipta- og efnahagsmál. I þessu hefti er t. d. gi-ein um Alþjóðabankann og hlutverk hans eftir Jón Árnason bankastjóra. Er greinin stutt- orð en gagnorð um þetta merkilega efni.’ Ritstjóri Fjármálatiðinda er Jóhannes Nordal hagfræðingur, sem að sjálfsögðu skrifar mikið í ritið, m. a. nú: Að loknu verkfalli og um hundrað ára frelsi. ÁKRANES 69

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.