Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Síða 11
TlMAR.IT VFl 1964
35
ingum síðustu áratugina. Breytingarnar eru fyrst
og fremst fólgnar í því, að vísindaleg þekking er
hagnýtt í þágu atvinnulífs og framleiðslu í æ
ríkara mæli. Á þetta einnig við í atvinnugreinum,
sem stundaðar hafa verið frá fornu fari, svo
sem landbúnaði og fiskveiðum. Hitt er þó ekki
síður athyglisvert, að vísindin hafa beinlínis
skapað fjölmargar nýjar atvinnugreinar, sem
ekki voru til áður. Til dæmis er talið, að um
helmingur Bandaríkjamanna starfi nú í atvinnu-
greinum, sem ekki voru til fyrir fjörutíu árum.
Þessi þróun hefur gerbreytt þjóðfélagslegu
gildi vísinda, einkum þó raunvísinda. Fyrir nokkr-
um áratugum höfðu vísindi fyrst og fremst
menningarlegt gildi; þau voru þáttur í menningu
hverrar þjóðar og að því leyti hliðstæð og sam-
bærileg við bókmenntir, myndlist og aðrar listir.
Hagnýtt gildi vísinda var næsta lítið, „bókvitið
verður ekki látið í askana“, og vísindin voru í
litlum tengslum við atvinnulífið. Þar gilti „prakt-
isk“ þekking, ekki bókvit. Við vinnu var að mestu
beitt sömu aðferðum og síðustu kynslóðir höfðu
gert. í atvinnugreinum, þar sem nokkur bókleg
þekking var nauðsynleg undirstaða starfskunn-
áttu, var oftast um að ræða þekkingaratriði, sem
læra mátti í eitt skipti fyrir öll. Þegar því námi
lauk, voru menn „útlærðir“ í viðkomandi grein.
Nú er allt þetta gjörbreytt. Nú hafa raunvís-
indi ekki fyrst og fremst menningarlegt gildi á
sama hátt og áður var, heldur beinlínis hagnýtt
gildi samfara mikilli þýðingu þeirra í öðru menn-
ingarlegu tilliti. Raunvísindin hafa vaxið ótrú-
lega ört síðustu áratugina og eru nú orðin ein
meginstoðin undir atvinnulífi þróaðra þjóða og
þar með efnalegri afkomu þeirra. Margt bendir
til, að mikilvægi þeirra muni enn vaxa, er fram
líða stundir. Þýðing menntunar í nútímaþjóðfé-
lagi hlýtur því að vera öll önnur og meiri en
áður. í öllum greinum atvinnulífsins er þörf mun
meiri þekkingar en áður. Menntun þjóðarinnar
er orðin þjóðhagsleg nauðsyn samfara tækni-
væðingu atvinnulífsins.
Augljóst er að sú þróun, sem að framan hefur
verið lýst, hlýtur að hafa gagnger áhrif á skóla-
kerfi og fræðslumál.
3. íslenzkir menntaskólar í dag.
Meginefni þessarar greinar er menntaskóla-
námið á fslandi og því munum við eingöngu taka
til frekari athugunar, hvernig menntaskólarnir
hafa brugðizt við hinum breyttu kröfum, og við
hvaða skilyrði þeir hafa unnið starf sitt. 1 stað
þess að ræða menntaskólana almennt munum
við hvað þetta snertir aðeins fjalla um Mennta-
Nemendafjöldi í Menntaskólanum í Reykjavík.
skólann í Reykjavík vegna stærðar skólans og
kunnugleika okkar á honum.
Lítum fyrst á hinn ytri aðbúnað, skólahúsið
og alla aðstöðu til kennslu. Nemendafjöldinn
hefur vaxið jafnt og þétt og er nemenda-
fjöldinn 1943—1964 sýndur á meðfylgjandi línu-
riti. Haustið 1946 þarf að fara að tvísetja í skól-
ann að nokkru leyti, en menn sætta sig við þetta
neyðarúrræði vegna þess að „uppi voru allmikl-
ar ráðagerðir um framtíðarskipan skólans og
húsakost, svo að ætla mátti að úr mundi rakna
um þessi efni á næstu árum“*) • Þessi úrlausn
lét samt á sér standa og hinn gamli skóli varð
að rúma sívaxandi nemendafjölda. Sérstofur
voru lagðar undir almenna kennslu og nýjar
kennslustofur innréttaðar hvar sem auður krók-
ur fannst. Á miðjum sjötta áratugnum var eklti
talið lengur fært að draga byggingu nýs skóla
og farið var að grafa fyrir grunni hins nýja
skóla og rektorsbústaður reistur. Lengra kom-
ust framkvæmdirnar ekki og nú, tæpum áratug
síðar, þegar nemendafjöldinn er orðinn um tvö-
falt meiri, er fyrst að rakna nokkuð úr húsnæð-
ismálum skólans. Vegna þess hversu brýn þörf-
in var orðin fyrir aukið húsnæði var varla ann-
að talið mögulegt en að auka við hinn gamla
skóla og þá í næsta nágrenni hans. Þar sem
vafasamt verður að telja, að þessi byggingarsam-
stæða muni fullnægja kröfum komandi ára, þarf
ekki að fjölyrða um, hversu dýrar slíkar bráða-
birgðalausnir geta orðið. Þó er öllu erfiðara
að meta það tjón, sem þjóðfélagið hefur orðið
fyrir vegna hinna skaðlegu áhrifa, sem hinn ó-
fullkomni aðbúnaður hlýtur að hafa haft á
kennsluna síðustu tvo áratugi.
*) Skýrsla Menntaskólans í Reykjavík 1946—47.