Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 12
36 TlMARIT VPl 1964 Ef námsskrá Menntaskólans nú er borin sam- an við námsskrána, sem gilti fyrir þrjátíu árum, sést að engar verulegar breytingar hafa verið gerðar á henni á þessu tímabili. Kennsluaðferð- irnar munu einnig að mestu vera þær sömu. Enn í dag er næsta ófullkomin aðstaða til að nota við kennsluna tæki sem segulbönd, kvikmyndir og skuggamyndir. Ef kennslubækurnar eru skoðað- ar, sjást mörg dæmi um næsta ófullkomnar bæk- ur. Sem dæmi má nefna kennslubók í efnafræði, sem kennd var við Menntaskólann í Reykjavík í nærri þrjá áratugi, en var þó hætt að kenna fyrir þremur árum. Kennslubók þessi gat aldrei talizt annað en ófullkomin tilraun til að skrifa fyrstu íslenzku kennslubókina í þessari grein. Slíkt hirðuleysi um námsefnið vekur fyrst undrun og reiði en verður þó skiljanlegt, þegar þess er gætt, hvernig skólarnir hafa verið reknir. Aldrei mun hafa verið lögð á það áherzla, að hlutverk skólastjóranna hafi verið annað en að stjórna daglegum rekstri skólanna, og viðleitni þeirra til að bæta úr ýmsu því, sem aflaga fór og einhvern kostnað hafði í för með sér, mun oftast hafa mætt litlum skilningi hjá fræðsluyfirvöldunum. Rektor Menntaskólans í Reykjavík var t.d. árum saman neitað um fjárveitingu til að bæta tækja- kost skólans fyrir kennslu í eðlisfræði og efna- fræði, og það enda þótt tæki þau, sem til voru, ættu í rauninni heima í glatkistunni. Hvað gat hann þá gert við því þótt ein kennslubók í þess- um greinum væri ekki sem heppilegust? Ekki hefur heldur verið hægt að ætlast til, að kennararnir leystu þennan vanda fljótt. Ef vel á að vera kostar það gífurlega vinnu að semja kennslubók fyrir menntaskóla og þessa vinnu fá þeir ekki greidda, nema að mjög litlu leyti. Sama má reyndar segja um allar bætur á kennsl- unni, þó ekki sé nema að skipta um kennslubók eða kennsluefni, að þær hljóta að kosta kennar- ana mikla vinnu, sem aldrei verður greidd. Á sama tíma hafa menntaskólakennararnir orðið að hlaða á sig mikilli vinnu til að draga fram lífið. Ekki síður í þessum málum en húsbygg- ingarmálum hafa stjórnarvöldin sýnt tómlæti sitt. Engan þarf því að undra, að gróðurinn skuli ekki blómstra í þessum jarðvegi. Af því sem hér hefur verið sagt um þessi mál er ljóst, að við teljum að menntaskólarnir hafi verið vanræktir mjög síðustu tvo áratugina og að þjóðfélagi okkar er fjárhagslegur voði búinn, ef ekki verður tekin upp ný stefna. Okkur er ljóst, að þessi vandi er torleystur, því undirrót hans er fyrst og fremst vanmat mikils hluta ís- lenzku þjóðarinnar, ráðamanna ekki síður en annarra, á gildi menntunar. Þó má oft lesa úr penna þeirra manna, sem mestu ráða um þessi mál, að mikilla og skjótra breytinga sé þörf, en annaðhvort er skilningur þeirra of takmarkaður eða að skilningsleysi annarra verkar lamandi á framkvæmdagetu þeirra. Enn fremur kann það að vera að þeir telji þær breytingar nægar, sem orðið hafa. Hér er þó ekki aðeins breytinga þörf heldur skjótra og mikilla breytinga. 4. Kennsluhættir í menntaskólum. Fram á þennan dag hefur kennslan í íslenzk- um menntaskólum að mestu farið fram á þann hátt, að nemendurnir skulu hafa lært ákveðna lexíu fyrir hvern dag og kennslustundin notuð til að ganga úr skugga um, að nemendurnir hafi hlýtt. Varla getur nokkur vafi leikið á því, að á þessu muni verða mikil breyting næstu ár, þannig að mun meiri áherzla verði lögð á sjálfstæða vinnu nemenda. Nemendum mun frek- ar verða kennt að notfæra sér handbækur og önnur hjálpargögn en að læra utanbókar ákveðn- ar staðreyndir. Til þess að gera þetta mögulegt þarf að koma upp aðstöðu fyrir nemendur til vinnu í skólunum utan venjulegra kennslustunda, aðallega með fullkomnu áhalda- og bókasafni. Við þessa vinnu myndu nemendur þurfa að njóta handleiðslu kennaranna að nokkru leyti. Auk þessa teljum við, að notkun segulbandstækja, kvikmynda, sjónvarps og jafnvel reiknivéla muni aukast mjög við kennslu í menntaskólum á kom- andi árum. 5. Deildaskipting og kjörgreinar. Við teljum, að megintilgangur menntaskól- anna sé að búa nemendur undir háskólanám. Æskilegt er því, að nemendur geti valið nokkuð milli greina, eftir því hvert hugur þeirra stefnir. Fyrir þessari þörf er að nokkru séð í mennta- skólunum í dag með skiptingu í máladeild og stærðfræðideild. Við teljum, að þessi skipting sé nú orðin algjörlega ófullnægjandi, sumpart vegna þess, að námsefni deildanna er úrelt á mörgum sviðum og sumpart vegna þess, að nem- endunum sé með núverandi skipulagi varla skapaðir nægir möguleikar á að velja á milli. Við teljum, að um tvo kosti sé þá að velja. Hinn fyrri er sá að bæta þriðju deildinni við, einhverskonar náttúrufræðideild auk þess sem núverandi mála- deild og stærðfræðideild yrðu endurskipulagðar. Hinn síðari er að leggja alveg eða að verulegu leyti niður alla skiptingu í deildir en að taka upp kjörgreinar í stað þeirra. Vissar greinar yrðu að sjálfsögðu skyldugreinar en auk þeirra

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.