Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Page 14
38
TlMARIT VFl 1964
hæfu kennaraliði, þar sem starfskraftar sér-
menntaðra kennara mundu ekki nýtast að fullu
við svo fámenna skóla. Islenzkt þjóðfélag má
sízt við því nú að slakað sé enn á kröfunum til
menntaskólanna. Ein meginröksemd flutnings-
manna frumvarpanna er, að slíkir skólar myndu
bæta aðstöðu nemenda þessara landshluta til
menntaskólanáms. Vafasamt verður þó að telj-
ast, að það myndi vera mun hagkvæmara fyrir
æskufólk af t.d. Barðaströnd að sækja mennta-
skóla á ísafirði, en t.d. að Laugarvatni. í því sam-
bandi er rétt að benda á, að menntaskólinn að
Laugarvatni starfar með bekkjadeildum, sem eru
helmingi fámennari en bekkjadeildir hinna
menntaskólanna, vegna þess eins, að stærð heima-
vistarinnar takmarkar svo fjölda nemenda. For-
ráðamenn skólans munu hafa sótt fast að
fræðsluyfirvöldunum að stækka heimavistina,
enda verður árlega að vísa frá miklum fjölda
nemenda, og tvímælalaust mörgum frá bæði
Vestf jörðum og Austf jörðum. Fyrrgreindir þing-
menn myndu því vinna æskufólki kjördæma
sinna mest gagn, ef þeir til að byrja með leggð-
ust allir á eitt og fengju því framgengt, að hús-
rými heimavistar Menntaskólans að Laugarvatni
yrði aukið hið bráðasta. Og ríkissjóði ynnu þeir
líka nokkuð gagn, því slík stækkun mundi varla
leiða af sér fjölgun kennara.
8. Menntaskólanefndin.
Eins og þegar hefur verið getið skipaði mennta-
málaráðherra nefnd í marz s.l. ár til að endur-
skoða gildandi reglur um skipulag íslenzkra
menntaskóla. Er því þegar liðið hálft annað ár
frá skipun þessarar nefndar. Enginn vafi er á
því, að verk hennar er bæði mikið og vanda-
samt. Við teljum að verk það, sem leysa þarf af
höndum, áður en hægt sé að gera nauðsynlegar
breytingar á menntaskólanáminu, sé svo mikið
að óhugsandi sé að nefndin geti gert það í hjá-
verkum sínum. Svíar og Danir munu vera langt
komnir með að gera hliðstæðar breytingar á
menntaskólum sínum og álit nefnda þeirra, sem
um mál þessi hafa séð þar, mun fylla margar
bækur. Sjálfsagt verður að telja, að þeir, sem að
þessum breytingum vinna hér, kynni sér ræki-
lega þessar áhtsgerðir frændþjóða okkar og not-
færi sér þær eftir því sem henta þykir. Ótal-
margt þarf þó tvímælalaust að aðhæfa íslenzk-
um aðstæðum auk þess sem sumt hlýtur að vera
á allt annan veg en hjá frændþjóðum okkar. Að
þessu og mörgu öðru athuguðu teljum við að
hér verði um svo mikið verk að ræða, að það verði
aldrei leyst á viðunandi hátt, nema nefndinni
verði fengnir til aðstoðar 1—2 menn, sem ein-
göngu helgi sig þessu verkefni og þeim verði
ætluð eitt til tvö ár til þess. Tíminn, sem liðið
hefur frá skipun menntaskólanefndarinnar, hef-
ur varla verið notaður sem skyldi. Hefur nefnd-
in látið gera áætlun um nemendafjölda skólanna
næstu áratugina? Eða um kennarafjöldann ?
Hefur hún kynnt sér, hversu stórar megi ætla
að bekkjardeildirnar verði? Hvaða skólar aðrir
en menntaskólar megi ætla að verði fyrir nem-
endur sama aldurs á næstu áratugum? Shkar at-
huganir hljóta að vera alltímafrekar en nauðsyn-
legar fyrir væntanlega endurskoðun mennta-
skólanámsins. Því teljum við óhjákvæmilegt að
sjá menntaskólanefndinni fyrir góðum starfs-
kröftum. Kostnaður af slíku starfi verður samt
varla nema lítill hluti af núverandi rekstrarkostn-
aði menntaskólanna.
9. Lokaorð.
I þessari grein höfum við rætt hin ýmsu
vandamál íslenzkra menntaskóla. Við höfum leit-
azt við að sýna fram á, að mjög mikið vanti á
að þeir uppfylli þær kröfur, sem nútímaþjóðfé-
lag gerir til slíkra skóla og teljum, að til stór-
vandræða horfi um þessi mál, verði ekki skjótt
brugðið við.
I því sambandi er vert að minna á að skólar,
menntaskólar sem aðrir, hafa því hlutverki að
gegna að búa nemendur sína undir hfið. Þeir
þurfa því að fullnægja kröfum — ekki samtíðar-
innar, heldur framtíðarinnar, væntanlegs starfs-
tíma nemenda sinna. Fyrr meir, meðan þjóðfé-
lags- og tækniþróunin var hæg, var ekki mikill
munur á þessu tvennu, kröfum dagsins í dag og
morgundagsins til skólakerfisins. En hinn mikli
og ört vaxandi hraði þróunarinnar nú á tímum
gerbreytir þessu atriði og skólakerfunum í öllum
þróuðum löndum er með þessu lagður mikill
vandi á herðar. Það er vafasamt að til sé nokkurt
það þjóðfélagssvið þar sem þörfin á skipulagn-
ingu til langs tíma, framsýni og sívakandi yfir-
sýn er brýnni en einmitt skólamálin og fræðslu-
kerfið.
Það er von okkar, að skipun menntaskólanefnd-
arinnar muni marka stefnubreytingu hjá fræðslu-
yfirvöldunum. Þó teljum við, að þessi nefnd verði
að vinna hraðar framvegis en hingað til. Við vilj-
um að lokum benda á, að þessi mál verða varla
leidd til lykta á farsælan hátt, nema sem flestir
háskólamenntaðir menn láti þau sig nokkru
skipta og leggi eitthvað af mörkum til lausnar
þeim.