Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 15
TlMARIT V.Fl 1964
39
Iðnaðardeild Atvinnudeiidar
Káskóians og íslenzkar
efnarannsóknir. Eftir Óskar B. Bjarnason.
Inngangur.
Árið 1895 kom út í Reykjavík lítill bæklingnr,
sem nefndist „Um Matvæli og Munaðarvöru. I.
Korn og Mjel“, eftir Guðmimd Bjömsson, lækni.
í formála fyrir bæklingi þessum dagsettum 26.
marz 1895, segir:
„ .... aðrar mentaðar þjóðir láta lögreglu-
stjórnina hafa gætur á öllum verslunarvör-
um, sem á ríður, að þær sjeu ekki skemd-
ar eða sviknar. Leiki grunur á einhverri
vöru, þá er fróðum mönnum falið á hendur,
að rannsaka hana, en til slíkrar rannsókn-
ar þarf hentugt húsrúm með ímsum út-
búnaði og margs konar efnum og áhöld-
um. Þess konar rannsóknarstofa (labora-
torium) er ekki til hjer á landi. Hún kost-
ar þó ekki stórf je, og jeg vona að þess verði
ekki langt að bíða, að þörfin komi í ljós,
það því fremur, að þar mætti líka gera
margs konar tilraunir, er gætu komið íms-
um avtinnuvegum þjóðarinnar að miklum
notum. Það er óhætt að gera ráð firir því,
að jafnan sjeu einhverjir af kennurum
latínuskólans svo vel að sjer í efnafræði og
öðrum greinum náttúrufræðinnar, að þeir
sjeu færir um að taka að sjer þessar rann-
sóknir.“
Ekki veit ég hvort þetta er í fyrsta sinn, sem
minnst er á nauðsyn þess á prenti að koma upp
islenzkri efnarannsóknastofu, en 11 árum síðar
er stofnuð Efnarannsóknastofa ríkisins í Reykja-
vík undir forstöðu Ásgeir Torfasonar, fyrsta
íslenzka efnafræðingsins.
Eins og sést hér að ofan hafði Guðmundur
Björnson hugsað sér að náttúrufræðikennarar
Menntaskólans (latínuskólans) í Reykjavík gætu
annast starfrækslu opinberrar efnarannsókna-
stofu í hjáverkum, en það var þó ekki reynt.
Ásgeir Torfason var eini starfsmaður rann-
sóknarstofunnar, en hafði jafnframt á hendi
kennslu í fræðigreininni; bæði kenndi hann
læknanemum efnafræði og var að auki skóla-
stjóri Iðnskólans í nokkur ár.
Ásgeir Torfason var forstöðumaður Efna-
rannsóknastofunnar þar til hann lézt árið 1916.
Gísli Guðmundsson, gerlafræðingur, var for-
stöðumaður næstu fimm árin eða til ársins 1921,
að Trausti Ólafsson, efnaverkfræðingur, tók við
og var hann síðan forstöðumaður rannsóknastof-
unnar þar til hún var lögð niður um leið og
Atvinnudeild tók til starfa árið 1937. Trausti
varð þá fyrsti deildarstjóri Iðnaðardeildar.
Atvinnudeild Háskólans tók til starfa 15.
september 1937 í nýju húsi, sem reist hafði verið
á lóð Háskólans í þessu skyni.
Rannsóknastofnun þessi, sem starfa skyldi í
þágu höfuðatvinnuvega þjóðarinnar, skiptist í
þrjár deildir: Iðnaðardeild, Búnaðardeild og
Fiskideild.
Iðnaðardeild var beint framhald af Efnarann-
sóknastofu ríkisins, sem starfað hafði frá 1906,
og ennfremur sameinaðist henni sú starfsemi,
sem byrjuð var á sviði matvælarannsókna og
gerlarannsókna.
Áður en sagt er nánar frá starfsemi Iðnðar-
deildar, verður í stuttu máli rætt um grundvöll
efnarannsókna og skipulag rannsóknanna.
Hvað er efnarannsókn?
Efnagreining eða kemisk analýsa hefur verið
viðfangsefni rannsóknastofunnar frá byrjun,
en efnagreining er einmitt undirstaða og megin-
atriði efnafræðinnar. Efnagreining er nú á dög-
um skilgreind sem ákvörðun á frumefnasam-