Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 16

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Qupperneq 16
40 TÍMARIT VFl 1964 Hús Atvinnudeildar Háskólans setningu efnis, bein eða óbein, með þeim aðferð- um, sem bezt henta. Ein ákveðin aðferð fyrir hvert efni er ekki til og ekki heldur ein kerfis- bundin aðferð til greiningar allra efna. Ákvörðun á efnasamsetningu og breytingu í efnasamsetningu byggist venjulega á efnafræði- legum eiginleikum efnisins. Upprunalega þýðir efnagreining einmitt: Ákvörðun efnasamsetning- ar með efnafræðilegum aðferðum. Á seinni árum er einnig beitt eðlisfræðilegum aðferðum og greiningin byggist í vaxandi mæli á notkun dýrra rannsóknatækja. Niðurstöður fást yfirleitt miklu fljótar á þann hátt. Hins veg- ar gerir notkun rannsóknatækjanna ef til vill meiri kröfur til greinandans að túlka niðurstöð- ur. Athyglisvert er að við efnagreiningu skiptir undirbúningsvinna oft miklu máli, t. d. taka sýnishorns, uppleysing efnis og aðgreining þess í aðalhópa. Dreifing frumefnis í sýnishomi skiptir stundum meira máli en meðal- eða heildarmagn þess. Stundum er sjálf efnagreiningin ekki nægileg, heldur þarf einnig að vita um eðlisfræðilega eiginleika og innri gerð efnisins, t. d. kristalgerð þess, sem vitneskja fæst um með notkun röntgen- geisla af ákveðinni bylgjulengd. Samstarfshópar. Áætlanir. Mörg rannsóknarverkefni eru þannig vaxin, að til þess að leysa þau þarf samvinnu fræðimanna úr mismunandi greinum vísinda, þ. e. samstarfs- hópa. Það fer einmitt mjög í vöxt á seinni árum, að rannsóknir séu stundaðar á þennan hátt, og þykir yfirleitt mega vænta betri árangurs með því móti. En þá er nauðsynlegt að einn vísinda- maður hafi forustu í hverjum slíkum hópi og viðfangsefni séu rædd sameiginlega með vissu millibili. Æskilegt væri að koma á slíku fyrirkomulagi rannsókna á Atvinnudeild um öll viðameiri verk- efni. Nauðsynlegt er, ekki sízt fyrir samstarfshóp, að gera skipulegar áætlanir um verkefni sín, að svo miklu leyti sem unnt er. Þetta er sjálfsögð regla og góð leiðbeining fyrir starfið, jafnvel þótt hér sé um starfssvið að ræða, þar sem erfitt er að gera fastar áætlanir. En þótt ekki reynist unnt að fara eftir gerðum áætlunum að öllu leyti, þá verða þær ætíð til að skýra vandamálin fyrir þeim, sem við rannsóknirnar fást. Nauðsynlegt er einnig að gera skýrslur um unnin störf, ýmist bráðabirgðaskýrslu eða fullnaðarskýrslu í formi vísindalegrar ritgerðar, eftir því sem ástæða er til. Verksvið Iðnaðardeildar. Iðnaðardeild hefur frá fyrstu tíð starfað sem almenn efnarannsóknastofa og framkvæmt rann- sóknir eftir gjaldskrá fyrir aðrar ríkisstofnanir, iðnfyrirtæki og einstaklinga. Nokkurt svigrúm hefur þó gefist til að sinna sjálfstæðum rann- sóknum. I lögum nr. 68 frá 1940 er Iðnaðardeild ætlað að annast „rannsóknir í þágu iðnaðar, svo sem rannsóknir hráefna, orkulinda og iðnaðarvarn- ings, matvæla- og fjörefnarannsóknir, gerlarann- sóknir, náma- og jarðfræðirannsóknir". Mjög er það misjafnt, hver áherzla hefur verið lögð á hina ýmsu þætti þessa verkefnalista, og sum þessara verkefna hafa reyndar flutzt til ann- arra stofnana að nokkru leyti. Helztu verksvið Iðnaðardeildar hafa verið þessi: /. Almennar efnarannsóknir. Hér er um að ræða efnagreiningu á aðsend sýnishom af ýmsu tagi eftir gjaldskrá, sem staðfest er af ráðherra og ráðuneyti. Slíka þjón- ustu hefur Iðnaðardeild haft á hendi frá því Atvinnudeild Háskólans var stofnuð, en Efna- rannsóknastofa ríkisins áður. Þessi liður hefur jafnan verið nokkuð rúm- frekur í starfi Iðnaðardeildar og af þeim sök- um minni tími unnist til sjálfstæðra rannsókna, enda aðstaða til þeirra erfið. Efnagreiningar og prófanir hafa verið gerðar fyrir ýmsa aðila, oft í sambandi við tilraunir, sem aðrar stofnanir standa fyrir, t. d. Búnaðar- deild eða tilraunaráð landbúnaðarins. Efnarannsóknastofa ríkisins starfaði einnig í fyrstu í náinni samvinnu við Búnaðarfélag Is- lands, einkum að rannsóknum á efnasamsetningu jarðvegs og fóðurefna. Til þessa flokks rannsókna eða sem sérstakt

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.