Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Side 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1964, Side 23
TtMARIT VPt 1964 47 leiðnitala þess 0.035 kcal/mh°C, er einangrunar- stuðull þess 1000 X 0.035 = 35“. Þetta margfeldi er kallað t.d. á dönsku pris pr. isoleringsenhed og undirritaður myndi vilja kalla það einangr- unarverð, vegna þess að það er raunverulega verð á varmamótstöðueiningu efnis. Eðlilegt hefði verið að birta samanburð á einangrunarverði helztu einangrunarefna hérlendis, en það má raunar reikna út úr töflu á bls. 64, en þar hefði verið fróðlegt að sjá líka upplýsingar um ýmsa léttsteypu. Gráðudagafjöldinn 4755 miðað við 17°C grunnhita mun vera heldur ofreiknaður fyrir Reykjavík því að hann virðist miðaður við 4.0°C meðalárshita, en 30 ára meðaltal áranna 1924— 1953 er 5.1°C. Meðferð höf. á einföldu, tvöföldu og þreföldu gleri er losaraleg. Samanburður á því á að ger- ast út af fyrir sig. 1 því sambandi skiptir ekki máli hve mikill hluti af heildarvarmatapi húss er um gluggana. Ástæða er til að fara nokkrum orðum um hollustuhætti íbúða í sambandi við einangrun. Einangrunarkröfur í byggingasamþykktum eru fyrst og fremst gerðar út frá því sjónarmiði en ekki fjárhags. Kaldur veggur getur valdið skemmdum í líkamsvefjum manna, ef þeir þurfa að sæta langvarandi einhliða varmageislun til hans. Auk þess getur innra borð slíkra veggja slagað, ef loftraki er mikill. Vafasamt er, að gera eigi jafnmikinn mun á einangrunarkröfum þungra veggja og léttra við íslenzkar aðstæður og gert er erlendis og birt dæmi um í bókinni, vegna þess að okkar veðurfar einkennist af til- tölulega háum gráðudagafjölda miðað við mestu kulda. Meðalhiti janúar er lítið undir frostmarki í Reykjavík. Og takmörkuð hitun um nætur í miklum kuldum er líklega meira tíðkuð hér en erlendis, einkum þar, sem hitaveita er, enda hagkvæm þar. Væri einangrun þungra og léttra veggja hagað eingöngu eftir fjárhagslegum sjónarmiðum, ætti að einangra þá þungu frekar betur vegna þess að dægurhitasveifla í létt- byggðum húsum er frekar meiri og grunnhiti gráðudagafjöldans þess vegna lægri miðað við sama innihita á daginn. Nú eru gluggar húsa oft hafðir mjög stórir, og geta þeir þá haft svipuð áhrif og illa ein- angraðir veggir, nema ofn sé undir þeim. Öðru máli gegnir, ef stór gluggi er látinn ná niður að gólfi án þess að ofn sé þar. Þá er hann líkastur léttum vegg, og byggingasamþykkt verður helzt að líta á hann sem slíkan, ef hún á að vera sjálfri sér samkvæm. Þá dugar varla minna en sjöfalt gler. Annars verða menn að taka á sig áhættu á gigtveiki. Undirritaður telur bókina hafa mikla kosti og þakkar höfundi hennar, og vonandi er, að að- standendur hennar láti meira frá sér fara í svip- uðum tilgangi áður en langt um líður. « ' E.H.Á. 7 Fétag ráögjafarverkfræðinga Stutt greinargerð. Félag ráðgjafar\rerkfræðinga var stofnað hinn 26. febrúar 1961. Stofnendur voru aðeins fjórir en félags- menn eru nú 14 að tölu: 11 byggingaverkfræðingar, 2 vélaverkfræðingar og 1 efnaverkfræðingur. 1 félagslögunum segir: Starf ráðgjafarverkfræðinga felst í að veita tæknilega aðstoð hæfra verkfræðinga á því sviði, sem um er að ræða hverju sinni. Fyrir þá aðstoð ber þeim þóknun samkvæmt gjald- skrá, er félagið setur, en engan annan fjárhagslegan ávinning en þann, sem í þóknuninni felst. Og ennfremur: Félagsmaður getur sá orðið, er starfar sem óháður ráðgjafarverkfræðingur, enda uppfylli hann eftirtalin skilyrði: A. Hann skal vera félagi í Verkfræðingafélagi Islands. B. Hann skal hafa starfað i minnst 4 ár að þeirri starfsgrein, sem hann hyggst stunda sem ráðgjaf- arverkfræðingur. Að þeim tíma liðnum skal hann í minnst 2 ár hafa starfað sem sjálfstæður ráð- gjafarverkfræðingur eða unnið sambærileg störf. C. Hann má ekki vera hluthafi, stjórnandi, starfsmað- ur eða umboðsmaður neins þess fyrirtækis eða fé- lags, sem rekur verktaka-, verzlunar- eða fram- leiðslustörf, er snerta verksvið það, er hann hyggst stunda sem ráðgjafarverkfræðingur. D. Hann má ekki vera fastráðinn starfsmaður. Eins og fram kemur í þessum ákvæðum félagslag- anna er tilgangur FRV sá, að hér á Islandi eins og ann- ars staðar geti þróazt stétt óháðra verkfræðinga, sem gefi viðskiptavinum sínum faglegar og óhlutdrægar leið- beiningar og upplýsingar. Með skilyrðum þeim, sem sett eru um inngöngu hyggst félagið tryggja, að viðhorf ráðgjafarverkfræðinga séu þess eðlis, að þeir geti tekið ákvarðanir sínar eingöngu með tilliti til hagsmuna við- skiptavina sinna, og á þann hátt skapist grundvöllur fyrir heilbrigðu samstarfi og trúnaði milli beggja aðila. Hliðstæð félög ráðgjafarverkfræðinga starfa nú í flest- um löndum Evrópu meðal annars i öllum Norðurlönd- um auk þess í Bandarikjunum og Kanada, Ástralíu og viðar. Hafa þau myndað með sér alþjóðlegt samband, er nefnist FIDIC (Federation Internationale des Ingen- ieurs Conseils) með búsetu í ZUrich í Sviss. Það var stofn- að árið 1913. Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur frá stofnun sinni haft samband við FIDIC og á ráðstefnu, er haldin var

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.