Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 6. MA/2004
Frtttír DV
Úttektá
Samkeppnis-
stofnun
George W. Bush reynir að endurvinna traust arabaheimsins á Bandaríkjunum með
því að biðjast afsökunar á niðurlægingum og pyntingum sem írakskir fangar hafa
þurft að þola af hálfu bandarískra hermanna.
Viðskiptaráðherra hefur
farið þess á leit við rfkis-
endurskoð-
anda að
stjórnsýslu-
úttekt fari
fram á Samkeppnisstofnun.
Á síðustu 10 árum hefur
ekki verið gerð stjórnsýslu-
úttekt á stofnuninni. Ráð-
herra segir unnið að því að
reyna að styrkja stofnunina
sem best en ákvarðanir um
aukin íjárframlög séu í
höndum Alþingis. Á næst-
unni megi gera ráð fyrir að
ný verkefni verði færð til
Samkeppnisstofnunar og
ætíar ráðherra sérstaklega
að beita sér fyrir því að fjár-
framlög til þeirra verkefha
verði tryggð."
Fjögur með
fíkniefni
Lögreglan í Kópavogi
handtók §ó ra menn á
tvítugsaldri í fyrrakvöld
við hefðbundið eftirlit
vegna grunsemda um
fíkniefnamisferli. Að
sögn Friðriks Björgvins-
sonar, yfirlögregluþjóns í
Kópavogi, fannst minni-
háttar magn af fíkniefn-
um í söluumbúðum á
þessu fólki. Um var að
ræða tæplega 15 gr. af
amfetamíni og nokkur
grömmafhassi.
Sjóður
styrkir Hjölla
Fornleifasjóður hefúr
úthlutað styrkjum. Fom-
leifastofnun fékk
milljón til rann-
sókna í Kúvfkum í
Strandasýslu og 520
þúsund til uppgraft-
ar í kirkjugarðinum
að Hofsstöðum í
Mývatnssveit.
Byggðasafn Skagfirðinga
fékk 850 þúsund til úr-
vinnslu gagna úr uppgreftri
kirkjugarðs og kumlateigs í
Keldudal í Skagafirði.
Hjörleifur Guttormsson
fékk 750 þúsund til forn-
leifaskráningar á Hall-
ormsstað.
„Það er dásamlegt gluggaveð-
urídag en dálltiö svalt,“segir
Flosi Ólafsson, hestamaður og
hugsuður á Bergi í Reykholts-
dal.„En það er kominn voggrls
I augun á hestunum mlnum
Landsíminn
emsog
hestunum I Reykjavlk. Þetta er
þó ekkert alvarlegt og gengur
yfir á örfáum dögum. Ég fór á
árshátíð Þormóðs ramma á
Siglufirði um seinustu helgi tii
aö reyna að vera skemmtileg-
ur. Það tókst og mér var feikna
vel tekið. Nú er ég að skrifa
næstu jólabók en mig vantar
titil á hana. Það hefur komið
tii tals aö hún ætti aö heita Á
grafarbakkanum. Þetta eru
minningar frá öldinni sem var
að líða. Það er djöfull gott að
skrifa I Borgarfirði, þaö er svo
innspírerandi. Ég fæ I senn
innblástur og útblástur sem
vonandi skitarsér".
Bush segir framkomu vio
fanga vera ólyrirgefanlega
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt ávarp á arabísku
sjónvarpsstöðvunum Al-Hurra og Al-Arabiya í gær. Þar for-
dæmdi hann meðferð hermanna á föngum í Abu Ghraib-fang-
elsinu í írak í tilraun til að vinna traust arabaheimsins á ný.
Mikið hefur verið fjallað um
meðferð bandarískra hermanna á
írökskum föngum eftir að myndir
sem sýndu niðurlæginu og pyntingu
fanganna komust í fjölmiðla. George
W. Bush ákvað því að ávarpa araba-
heiminn í gegnum sjónvarp í gær til
þess að reyna að endurvekja traust
fólks á Bandaríkjunum.
Ófyrirleitin og óafsakanleg
framkoma
Bush sagði meðferðina á föngun-
um hafa verið ófyrirleitna, óásætt-
anlega og alls ekki vera fordæmi fyrir
það sem Bandaríkin standa fýrir.
Lofaði hann því að þeir sem væru
ábyrgir fyrir pyntingunum og niður-
lægingunum yrðu látnir svara til
saka. Þetta hafði Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
raunar þegar látið frá sér fara á
þriðjudag.
Heimamönnum í írak þótti lítið
til ræðu Bush koma og héldu uppi
öflugum mótmælum fýrir utan Abu
Ghraib-fangelsið í gær. Þar var fjöldi
manna saman komin til að krefjast
lausnar ættingja og ástvina sinna. Þá
fordæmdu stjórnvöld í Frakklandi í
gær meðferð Bandaríkjamanna og
bandamanna á föngunum og sögðu
hana vera brot á alþjóðasáttmálum.
Var þessi hegðun hermanna banda-
lagsþjóðanna sögð vera með öllu
Heimamönnum í írak
þótti lítið til ræðu Bush
koma og héldu uppi
öfíugum mótmælum
fyrir utan Abu Ghraib-
fangelsið í gær. Þar
var fjöldi manna sam-
an komin til að krefj-
ast lausnar ættingja
og ástvina sinna.
ólíðandi og jafnframt kom fram að
frönsk yfirvöld skildu vel viðbrögð
umheimsins við þessum fréttum.
Gagnrýni eykst
Síðustu daga hafa menn víða
lýst áhyggjum sínum af pyntingum
fanga í írak og marga grunar að hún
sé raunar mun útbreiddari en frétt-
ir segja til um. Amnesty
International og fleiri mannrétt-
indasamtök hafa fordæmt meðferð
fanganna og farið fram á að þeir
hermenn sem hlut áttu að máli
verði sóttir til saka. Heima í Banda-
ríkjunum hefur gagnrýni á Bush
aukist mikið í kjölfar þessa máls og
meðal annars lét öldungadeild-
arþingmaðurinn og flokks-
bróðir forsetans, John McCain,
hafa eftir sér að ráðamenn
hefðu átt að láta þingið vita af
þessu vandamáli fyrir löngu.
Donald Rumsfeld, varnar-
málaráðherra Bandaríkja-
manna, varði hins vegar við-
brögð ríkisstjórnarinnar og
sagði að hernaðaryfirvöld
hefðu strax látið vita af mál-
inu þegar það kom upp og
þegar í janúar hafi rannsókn
hafist í nokkrum málanna.
Mótmælendur hóta
hefndum
Einn liður Bandaríkja-
manna í því að vinna traust
arabaheimsins var að
skipta um yfirmann í Abu
Ghraib-fangelsinu. Nýi yf-
irmaðurinn Geoffrey Mill-
er, sem áður fór með yfir-
stjórn í fangelsinu í Guant-
anamo Bay á Kúbu, ávarp-
aði mótmælendur fyrir
utan fangelsið í gær þar
sem hann sagði meðferðina
á föngunum hafa verið ólög-
lega og ekki samþykkta af
sjálfum hernum. „Mig langar
að biðjast afsökunar fýrir hönd
bandarísku þjóðarinnar og hers-
ins vegna illvirkja þessara fáu her-
manna sem framkvæmdu þessar
ólöglegu aðgerðir," sagði
hann um leið og hann
fýlgdi blaðamönnum
um fangelsið. „Ég
ábyrgist að þetta
muni ekki endur-
taka sig,“ bætti
hann við. Mótmæl-
endum fýrir utan -
fangelsið þótti h'tíð .
til afsökunarbeiðna
og yfirlýsinga
Bandaríkjamanna
um bætt ástand koma
og þótt mótmælin hafi
að mestu farið friðsam-
lega fram mátti heyra hróp
og köll inn á milli þar
sem hefndum var
hótað.
George W. Bush Kom fram i ar-
abisku sjónvarpi i gær og badst
afsökunar á meðferð banda-
riskra hermanna á föngum i
Abu Ghraib-fangelsinu.
Karlmaður tekinn 1 Leifsstöð með 119 grömm af kókaíni
Ákærður fyrir að flytja inn kókaín
Birkir Benediktsson, þrí-
tugur Austfirðingur, hefur
verið ákærður fyrir innflutn-
ing á 119 grömmum af kóka-
íni. Það er lögreglustjórinn á
Keflavíkurvelli sem ákærir
Birki og segir í ákæru að
hann hafi keypt kókaínið í
Amsterdam og flutt það með
sér hingað til lands frá
Frankfurt mánudaginn 6.
október á síðasta ári. Tollverðir
fundu kókaínið í þremur pakkn-
ingum innan í fóðri á jakka við leit
í farangri hans við komuna til
Keflavíkurflugvallar. Málið var
þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í
Kókaín Grammið kostar um 12þúsund
krónur á göturmi og áætlað verðmæti inn-
flutningsins þvl um 1,5 milljón.
gær og játaði Birkir sök. f ákærunni
segir að það þyki sýnt að innflutn-
ingur kókaínsins hafi að verulegu
leyti verið ætlaður til sölu
hér á landi í ágóðaskyni.
Miðað við verðkönnun á
heimasíðu SÁÁ má ætla að
götuverð kókaínsins sé um
ein og hálf milljón króna.
Birkir er auk þess ákærður
fyrir að hafa í vörslu sinni
rúm fimm grömm af hassi
og fíkniefnatól sem fundust
við húsleit á dvalarstað
hans í Vesturbænum í Reykjavík
daginn eftir að hann var tekinn á
flugvellinum.
Ákærði á ekki að baki sakaferil.
Dómur gengur í málinu næstkom-
andi fimmtudag.
Verðmæti
bankanna
dalar
f kjölfar uppgjöra fyrsta árs-
íjórðungs hefur verð bankanna
gefið eftir í Kauphöll íslands. ís-
landsbanki hefur lækkað um 1%,
KB banki hefur lækkað um 5%,
Landsbanki um 2,5% og Straum-
ur fjárfestingarbanki um 5%. Frá
upphafi árs hefur hækkun bank-
anna hins vegar verið mjög mikil
eða á bilinu 27% til 48%. Greining
íslandsbanka telur að lækkun nú
kunni að skýrast m.a. af því að
fjárfestar vilji leysa inn hluta af
gengishagnaði.