Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Síða 13
DfV Fréttir FIMMTUDAGUR 6. MAÍ2004 13 Steinþórtil Atlantsskipa Steinþór Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Atlantsskipa, en hann var áður forstjóri Sæplasts hf. Steinþór starfaði á árum áður meðal annars sem for- stöðumaður flutningsviðs hjá Eimskipum og fram- kvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Pesquera Siglo S.A de C.V. í Mexikó. Steinþór er verk- fræðingur og er í sambúð með Elínu Gautadóttur verk- fræðingi. Þau eiga tvö böm. Linda og unglingarnir Sporthúsið ætlar að styrkja söfnunina „EQúum að íslenskum börn- um“ með því að bjóða upp á íþróttanámskeið fyrir krakka á aldr- inum tólf til fjórtán ára. Fimmtán krakkar komast á námskeiðið og verða þau með eig- in þjálfara. Meðal þess sem tekið verður fyrir á nám- skeiðinu er fótbolti, eróbikk, skvass, körfubolti, golf, jóga og tennis. „Með þessu viljum við gefa þessum krökkum möguleika á að kynnast því enn betur hversu ánægjulegt það er að eiga heilbrigt líf,“ segir Linda Pétursdóttir, eig- andi Sþorthússins. Flugmálastjórn hefur kært starfsmann Flugskólans Flugsýnar til lögreglu vegna al- varlegra brota. Viö eftirlit kom í ljós að ekki hafði verið framkvæmt viðhald sem sagt var að hefði verið framkvæmt. Flugsýn var til bráðabirgða svipt leyfi til verk- legrar kennslu. Flugskóli kæröur til Iðgreglu Flugmálastjórn hefur kært starfsmann Flugskólans Flugsýnar til lögreglu vegna misbresta í viðhaldsmálum flugvéla fyrirtækisins Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjóm em ekki fordæmi fýrir kæm Flugmálastjórnar af þessu tagi á hendur aðila sem hefur með viðhald að gera. Jafnframt hefur Flugskóhnn Flugsýn verið sviptur leyfi til verklegrar kennslu til bráðabirgða. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjómar, segir að þetta sé alvarlegt brot. „Allt eftir- litskerfi í flugheiminum byggir á trausti. Síðan eru gerðar úttektir til þess að kanna hvort menn séu traustsins verðir," segir Heimir Már. Ósamræmi í umsókn Flugsýn hafði leyfi til verklegrar og bóklegrar kennslu til einkaflug- mannsprófs. Heimir Már segir að fyrirtækið hafi verið að sækja um endurnýjun á lofthæfisskírteini fyrir eina af fjórum flugvélum félagsins. Lögð hafi verið fram gögn sem upp- fyUtu ekki skUyrði fyrir lofthæfis- skírteini en eitt af sldl- yrðunum sé að ársskoðun flugvélarinnar hafi farið fram. Undir lok síðasta mánaðar fóru eftirlitsmenn Flugmálastjórnar á vettvang og gerðu úttekt á viðhaldi flugvélarinnar. Segir Heimir Már að í ljós hafi komið ósamræmi á mUli þess sem sagt var í umsókninni að búið var að framkvæma og þess sem í raun og veru var búið að gera. Sviptir kennsluleyfi Flugmálastjóm ákvað 26. aprfl si. að tilkynna Flugsýn að leyfi þeirra tU verklegrar kennslu hefði verið dregið tU baka, Þetta var gert með bráðabirgða- sviptingu tU 15. maí nk. Fyrirtækið fékk frest tíl andmæla en þegar sá frestur var liðinn, þann 28. aprfl, er leyfissviptingin staðfest og sama dag er Lögreglunni í Reykjavík skrifað bréf þar sem farið er fram á rann- sókn vegna starfa flugvirkjans sem sá um viðhaldið á þessari tUteknu flugvél. Hefur hún einkennisstafina TF-TOD. Segjast vera að breyta A heimasíðu Flugsýnar kemur það eitt fram að flugkennsla liggi niðri. Er eftirfarandi skýring gefin á því: „Breytingar standa yfir á við- haidsdeUd skólans þessa daga, og er verið að koma flugvélum skólans í gegnum þær viðamikiu skoðanir sem þær þurfa að standast „Allt eftirlitskerfi í flugheiminum byggir á trausti. Síðan eru gerðar úttektir til þess að kanna hvort menn séu traustsins verðir." á ári hverju. Verkleg flugkennsla liggur niðri af þessum sökum en gert er ráð fyrir að kennsla hefjist að nýju laugardagin 15.maí næstkomandi." Ekki náðist í forsvarsmenn Flug- sýnar í gær. Heimir Már Pétursson Upplýsingafulltrúi Flugmálastjómar segir brotið alvarlegt. Ein af fjórum flugvélum Flugsýnar Hafa verið sviptir leyfi til kennsluflugs og kærðir til lögreglu. ||,' l ■ * ‘ p n - ■" íiSSiöS® : MnBnpBpHHI ■ Þorður Jónsson, löggf gjafi á viðskiptasviði. Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa hópi fagfólks með víðtæka reynslu, ríka þjónustulund og sérfræðiþekkingu á öllum sviðum lánastarfsemi; viðskiptafræðingum, löggiltum fasteignsöium og lögmönnum. Þessu fólki geturðu treyst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.