Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Side 21
DV Sport Totti ekki til Englands ítalska stórstjaman Francesco Totti, segist ekki hafa áhuga á að spila í Englandi. Hann segir aðeins komi til greina að spila áfram með Roma eða fara til Real Madrid. „Ég vil helst vera áfram hjá Roma,“ sagði Totti. „En Roma verður að hafa burði til þess að vinna tida. Ef ekki þá vil ég gjarna fara til Madrid. Það kemur ekki til greina að spila fyrir annað ítalskt félag og enski boltinn heillar mig ekki. Ég mun fylgjast með hvað gerist hjá Roma áður en ég ákveð mína framtíð." Hasselbaink ósáttur Jimmy Floyd Hassel- baink, framherji Chelsea, hefur enn og aftur líst andúð sinni á skiptikerfi Claudios Ranieri, stjóra Chelsea. „Við vitum aldrei hver mun spila hverju sinni," sagði Hassel- baink. „Það kemur alltaf á óvart. Tveim tímum fyrir leik vitum við jafii mikið og Gunni á bolnum. Ég hræðist ekki samkeppni en stundum er sam- keppnin ósanngjöm." Bronckhorst til Barca Hollendingurinn Gio- vanni Van Bronckhorst mun væntanlega ganga í raðir Barcelona á næstu dögum. Bronckhorst hefur verið í láni hjá Barca frá Arsenal í vetur og staðið sig vonum ffamar. Þjálfari Barca, Frank Rijkaard, er verulega ánægður með Bronckhorst og vill byrja sumarið á að kaupa hann. Reid tekur við Coventry Peter Reid hefur tekið við stjórnartaumunum hjá enska 1. deildar- Hðinu Coventry City. Reid hefur verið atvinnulaus sfðan hann yfirgaf Leeds United í nóvember síðastíiðnum. Hann tekur við starfinu af Eric Black sem var óvænt rekinn úr starfi en hann tók við af Gary McAllister í janúar er McAllister álcvað að hætta af persónulegum ástæðum. Vonbrigöi Chelsea er úr leik í meistaradeildinni eftirjafntefli gegn Mónakó. Hér séstjoe Cole niðurlútur i leikslok. Reuters Chelsea datt út úr meistaradeildinni í gærkvöldi eftir jafntefli gegn Mónakó. Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki íyrsti fslendingurinn til að spila í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu. Það varð klárt í gærkvöldi þegar Chelsea gerði jafntefli, 2-2, gegn Mónakó í seinni leik liðanna í undanúrslitum á Stamford Bridge. Fyrri leiknum lauk með sigri Mónakó, 3-1, og mætir franska liðið, undir stjórn fyrrum leikmanns Chelsea, Didier Deschamps, portúgalska liðinu Porto í úrslitaleik í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Það var mikiH hugur í leikmönnum Chelsea í byrjun leiks og hver stórsóknin á mark Mónakó rak aðra. Yfirburðimir voru algjörir en þeim tókst þó ekki að komast yfir fyrr en á 22. mínútu en þá skoraði Daninn Jesper Gronkjær heppnis- mark. Hann hugðist gefa boltann fyrir en ekki vildi betur til en boltinn sigldi í háum boga í hornið yfir Flavio Roma, markvörð Mónakó, sem varði oft á tíðum frábærlega. Nokkrum mínútum síðar var síðan Eiður Smári Guðjohnsen nálægt því að bæta öðru marki við en skalli hans fór í þverslána. Spænski framherjinn Fernando Morientes fékk tvö dauðafæri hjá Mónakó. Fyrst varði Carlo Cudicini, markvörður Chelsea, skot hans í stöng en síðan skaut hann rétt framhjá úr dauðafæri. Stórsókn Chelsea borgaði sig þó öðru sinni á 44. mínútu en þá skoraði Frank Lampard fallegt mark eftir glæsilega sendingu frá Eiði Smára. Á þessum tímapunkti var Chelsea áfram í keppninni en það var reiðarslag þegar Mónakó minnkaði muninn í 2-1, á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks. Hinn magnaði kantmaður Jerome Rothen fór þá Ola með Mario Melchiot, bakvörð Chelsea, gaf fyrir á Morientes sem skaUaði í stöngina en Hugo Ibarra náði að koma boltanum yfir línuna. Leikmenn Chelsea réðu síðan ferðinni fyrsta stundarfjórðunginn í síðari hálfleik en á 60. mínútu þögguðu leikmenn Mónakó endan- lega niður í Chelsea-liðinu. Fern- ando Morientes jafnaði þá metin með fallegu marki eftir að hafa leikið vörn Chelsea grátt. Leikmenn Chelsea náðu aldrei að rífa sig upp eftir þetta enda ljóst að þeir þurftu að skora þrjú mörk til að komast áfram. Leikmenn Mónakó fögnuðu sæti í úrslitaleiknum en ævintýri Eiðs Smára Guðjohnsen er á enda í bili - hann þarf að bíða í eitt ár til viðbótar að minnsta kosti eftir að komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar. FRJÁLST Starfsmannafélög Norðurljósa efna til útifundar á Austurvelli í dag, fimmtudaginn 6. maí, frá kl. 17-19 til að mótmæla fjölmiðlafrumvarpinu. Margir af þekktustu tónlistar- og skemmtikröftum landsins koma fram okkur til stuðnings og fluttar verða ræður. Við mótmælum fjölmiðlafrumvarpinu í núverandi mynd. Við ætlum að mæta... ...hvað með þig? Sýndu stuðning í verki. Komdu á Austurvöll í dag milli kl. 17 og 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.