Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2004, Side 25
DV Fókus
FIMMTUDAGUR 6. MAl2004 25
Flutningabílstjóri á Akureyri, Jens Óli Kristjánsson, þykist himinn höndum hafa tekið því von er á hetjunni
hans til landsins. Jens Óli er aðdáandi Kristofferson númer eitt á íslandi. Hann segir hér frá ýmsu sem á
daga hans og Kris hefur drifið, til dæmis þegar í öllum látunum fórst fyrir að tekin yrði mynd af Jens með
átrúnaðargoðinu, því sjálfur var hann á bak við vélina.
„Þegar við er að eiga örg og gratandi
ungabörn er ekkert betra en að setja plötu
með Kris á fóninn. Þau eru kannski org-
andi en eru farin að brosa eftir smá
„Auðvitað ætla ég á tónleikana.
Og ef verða fleiri en einir, þá fer ég á
þá líka," segir Jens Óli Kristjánsson
flutningabílstjóri. Hann er einhver
heitasti aðdáandi Kris Kristofferson
sem um getur á fslandi og þó víðar
væri leitað. í svo miklum hávegum
er þessi sveitasöngvari og kvik-
myndaleikari hjá okkar manni að
hann skírði son sinn í höfuðið á Kris.
Jens Óli er á 45. aldursári, búsett-
ur á Akureyri, fjölskyldumaður með
fjögur börn en ekur reglulega milli
Akureyrar og Reykjavíkur á sínum
flutningabíl. Og þá er að sjáffsögðu
hlustað á Kris... „Já, og Johnny
[Cash]. Kris leit afveg gríðarlega upp
td hans og þegar Johnny var jarð-
settur, en jarðarförin fór fram í kyrr-
þey, þá var Kris einn sárafárra sem
var viðstaddur. Hann og A1 Gore.“
Jens spilar ekld sjálfur á lijóðfæri þó
svo að faðir hans hafi verið tónlistar-
maður og leikið bæði á orgel og
harmonikku. „Ég á reyndar þessi
hljóðfæri eftir föður minn og hefði
gjarnan viljað kunna eitthvað fyrir
mér en læt mér nægja að hlusta á
aðra tónlistarmenn og raula með.“
Vinur lítilmagnans
Jens býr yfir hafsjó fróðleiks um
Kris Kristofferson, sem væntanlegur
er til landsins eins og flestir ættu að
vita, og segir hann alveg magnaðan
persónuleika. „Hann er sprenglærð-
ur, var einn sárafárra sem valinn var
úr sem afburðanemandi og boðið að
nema við Oxford sem hann og gerði.
Kris er prófessor í enskum bók-
menntum en þrátt fyrir þetta eru
ekki til í honum merkilegheit. Hann
tók sér Johnny Cash til fyrirmyndar í
því eins og svo mörgu öðru: Vinur
lítilmagnans. Ég á tónleikaupptöku
þar sem þeir troða upp saman og
Kris er eins og feiminn kxakki við
hliðina á Johnny."
Þessi aðdáandi Kris Kristofferson
númer eitt á Islandi á gríðarlega
mikið efni sem tengist átrúnaðar-
goðinu svo sem plötur og diska, bíó-
myndir sem Kris hefur leikið í og
þykka úrklippubók en hann hefur
ldippt út mikið sem um Kris hefur
verið skrifað og sagt.
Kris starfaði m.a. sem flutn-
ingabílstjóri
í raun er erfitt að beina talinu að
Hjk
Jens Óla sjálfum þegar hann er
byrjaður að tala um Kris Kristoffers-
son. „Ég náttúrulega heyrði lög með
honum þegar ég var krakki og
kynntist honum í gegnum þekkt lög
á borð við Why me?, Help me make
it, Me and Bobby McGee ... og fleiri
en ég get ekJd sagt að ég hafi þelckt til
hans þá. En það var fyrir tvítugt sem
ég fór að veita honum athygli og
kaupa það sem gefið hefur verið út
með honum."
Kris var kominn með prófessors-
stöðu við West Point háskólann, að
sögn Jens Óla, þegar hann skyndi-
lega söðlar alfarið um og ákveður að
lifa alfarið af tónlistinni. Það gekk
ekki vel hjá honum tO að byrja með
og hann þurfti að starfa við eitt og
annað til að sjá sér farborða. Þá var
hann giftur Ritu Coolidge og drakk
svolítið af amerísku viskíi eins og
góðra manna er siður. Hann starfaði
í hljóðveri, einnig sem þyrlu- og
orrustuflugmaður og ... sem flutn-
ingabflstj óri!
„Nei nei, það réði nú ekki því að
ég gerðist flutningabílstjóri. En ég
hef náttúrlega oft séð myndina Con-
voy þar sem Kris er í aðalhlutverki
og fjallar meðal annars um flutn-
ingabílstjóra."
Hefur róandi áhrif á börn
Eins og áður sagði er dálæti Jens
á Kris Kristofferson svo mikið að
hann skírði son sinn, sem nú er
tveggja ára, í höfuðið á Kris
Kristofferson. „Kris var skírður
Kristopher Kristopherson og ég
nefndi son minn Jens Kristofer, en
hann er alltaf kallaður Kris.“
Kristofferson mun vera af
sænskum ættum en þó er þrálátur
orðrómur þess efnis að hann eigi
ættir að rekja til íslands. Jens Óli
hefur heyrt þetta en orðrómurinn
hefur ekJd fengist staðfestur. Fjöldi
tónlistarmanna hafa flutt lög Kris
og hljóðritað og hefur Jens Óli það
meðal annars til marks um hversu
mikill sniilingur maðurinn er, og
frábær laga- og textasmiður. Það
sem helst háir honum, að sögn
Jens, er feimnin sem þó telst partur
af hinum milda sjarma sem frá
honum stafar. Og eitt er afar at-
hyglisvert við tónlistarmanninn
Kris Kristofferson og ætti í raun að
rannsaka betur. „Þegar við er að
eiga örg og grátandi ungabörn er
ekkert betra en að setja plötu með
Kris á fóninn. Þau eru kannski org-
andi en eru farin að brosa eftir smá
stund. Þetta er ég margbúinn að
sannreyna og hef notað þessa að-
ferð með góðum árangri við mín
börn og önnur. Hann hefur svo ró-
r
andi rödd, lögin róleg og textarnir
sömuleiðis. En þú sofnar ekld yfir
lögunum," segir Jens.
Hitti Kris en klikkaði á
myndatökunni
Jens fór nýlega á tónleika með
Kris Kristofferson í Dyflinni og segir
hann farinn að eldast en standi fyrir
sínu og vel það. „Alveg í hörku-
formi." Og vitaskuld var Jens mættur
þegar Kris kom til íslands fyrir rúm-
um tíu árum og tróð upp á tveimur
tónleikum sem haldnir voru á Hótel
íslandi. Jens mætti á báða þá tón-
leika, og það sem meira er, Jens hitti
átrúnaðargoðið sitt!
„Á föstudagskvöldinu fór ég með
konunni og stökk niður að sviðinu
þegar hann fór í pásu og kallaði á
hann. Kris heilsaði mér með handa-
bandi og ég fékk hjá honum eigin-
handaráritun."
Aðspurður segist Jens ekld mikið
hafa getað talað við Kris, bæði er að
hann talar ekki ensku og „svo var ég
nánast í transi. Maður getur lítið tjáð
sig þegar maður stendur frammi fyr-
ir svona goði.“
Jens lét sig eldd vanta á tónleik-
ana sem voru næsta kvöld, laugar-
dagskvöld. Þá fór hann með þrem-
ur vinum sínum. Þeir höfðu sama
hátt á og náðu sambandi við hetj-
una. Þá átti sér reyndar stað mein-
legur misgáningur. „Við stukkum
þarna niður fjórir og ekki málið,
hann tók okkur af sinni alkunnu
ljúfmennsku. Ég var með myndavél
með mér og félagarnir stilltu sér
upp við hlið hans og ég tók mynd-
ina. Eftir á, og við höfðum ekki at-
hugað það í öllu panikkinu, kom
náttúrulega í ljós að við höfðum
ekki haft rænu á því að taka mynd
af honum með mér því ég var nátt-
úrulega bak við vélina. En það gerir
mér ekkert. Nóg var fyrir mig að
hitta hann.“
jakob@dv.is
Úrslit kynnt í hugmyndasamkeppni Landsbankans um framtíðarmiðbæ verða kynnt á laugardaginn
Framtíðarhugmyndir um miðbæinn kynntar
Á laugardaginn verða úrslit kynnt í
hugmyndasamkeppni Landsbankans
um framtíð miðbæjar Reykjavíkur.
Ljóst er að áhuginn var gríðarlegur því
innsendar tillögur vom 600 talsins.
Dómnefndina skipuðu Hallgrímur
Helgason, rithöfundur og myndlistar-
maður, Ingibjörg Pálmadóttir at-
hafnakona og innanhúsarkitekt, Guð-
jón Friðriksson sagnfræðingur, Mar-
grét Harðardóttir arkitekt, Eva María
Jónsdóttir dagskrárgerðarkona og
Björgólfur Guðmundsson, stjórnar-
formaður Landsbankans.
Vandi dómnefndar var mikill því
innsendar tillögur vom margar og
framsetningin ljölbreytt, allt frá því að
vera skipulagsteikningar unnar af
arkitektum í einfaldar ljósmyndir með
litlu textabroti. Svo mikið var um góð-
ar hugmyndir að dómnefndin hefur
ákveðið að velja 3 hugmyndir í fyrsta
sæti og fær hver hugmynd verðlaun
sem nema 450.000 krónum. Auk þess
hefur verið ákveðið að veita 21 viður-
kenningu uppá 5.000 krónur, fyrir
skemmtilegar tillögur. Klukkan eitt á
laugardaginn verður opnuð sýning í
ráðhúsinu þar sem verðlaunin verða
afhent og fólki gefst kostur á að skoða
hugmyndirnar í Tjarnarsal ráðhúss-
ins. Sýningin verður opin í eina viku.
Hluti af dóm-
nefnd Lands-
bankans Ingi-
björg Pálma-
dóttir, Björgólfur
Guðmundsson,
Guðjón Friðriks-
son og Hallgrim-
urHelgason
þegarsam-
keppnin var
kynnt.
L ^ 'i íú
i>,.