Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. MAl2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Rltstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Goya f 1. Hverrar þjóðar var list- málarinn? 2. Hvað heita listaverkin eftir hann sem sýnd verða á Akureyri á næstunni? 3. Tvær myndir af sömu konunni eru meðal fræg- ustu verka hans. Hver var hún? 4. Hver er munurinn á myndunum? 5. Hvað sýnir ein frægasta mynd hans sem heitir 3. maí 1808? Svör neðst á síðunni. Frábærlega vanhæfur Leiðarahöfundur banda- ríska blaðsins Boston Globe veltir því fyrir sér hver skilgreiningin á <Ðic iioston öMobt enska hugtakinu „superb“ (frábær) sé. Bandaríkjaforseti notaði orðið til að Iýsa varnar- málaráðherranum Don- ald Rumsfeld í byrjun vikunnar, sem er harðlega gagnrýndur fyrir fraksmálið. Sfðustu daga hafa forsetinn og varaforsetinn, Dick Cheney, þó keppst um að lofa störf Rumsfeld og Cheney gekk það langt að segja hann vera besta varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Leiðara- höfundur er ekki sam- mála og segir Rumsfeld vanhæfan. Hann veltir fyrir sér skilgreinmguimi aorðinu „superb“ sem notað er til að lýsa vanhæfum manni. Slagur ÍMálinu í gær var fjallað um orðtakið„að láta slag standa“sem sumir telja ranglega að þýöi„að láta kyrrt liggja “ en þýðir í raun „að láta til skarar skríða". Misskilningurinn ere.t.v. sprottinn afþví að menn telja orðtakið komið úr „spilamáli" og„slagur“ - í merkingunni„unnin spil"- sé látinn liggja kyrr á spila- borðinu. En í reynd er orðtakið komið úrsjómannamáli og slagur merkir„bógur, vending". Þetta er sama merking og þegar maður segir:„E!sku róninn slagar hingað og þangað." - Að venda (beygja) og halda síðan þeirri stefnu er sem sagt merking orðtaksins. Málið Svör við spumingum: 1. Spænskur - 2. Kenjarnar - 3. Hertogaynjan af Alba - 4. Á artnarri myndinni er hún fullklædd en nakin á hinni - 5. Aftöku O T> -o O »o > rtJ o 03 o »o ai -X. o *o ro E OJ JiC l/l Bjánar og brjálæði -■r álf bandaríska þjóðin styður George 1—I W. Bush forseta á hverju sem gengur. JL JL Þótt hver vikan líði með hörmuleg- um fréttum af utanrfldsmálum og ríkisfjár- málum, halda menn áfram að styðja forset- ann. Myndir af mannvonzku bandaríska hersins í frak hreyfa ekki skoðanir banda- rískra kjósenda. Það er alveg sama þótt komið hafi í ljós að stríðinu við írak var logið upp á Bandaríkja- menn. Það er alveg sama þótt sýnt hafi verið fram á að frak átti alls engan þátt í hryðju- verkum í Bandaríkjunum. Það er alveg sama, þótt bandaríski herinn drepi saklaust fólk í þúsundatali. Vanheilagt samband ríkisstjómar George W. Bush og hálfrar bandarísku þjóðarinnar er sérkennileg blanda bjánaskapar og brjál- æðis. Sem dæmi má nefna, að fólk, sem á ís- landi og annars staðar í Evrópu væri lokað inni í fámennum sértrúarsöfnuðum, er við stjórnvölinn í Bandaríkjunum. Hálf bandaríska þjóðin er haldin trúar- ofstæki og styður krossferðir gegn vantrúar- hundum. Þriðjungur repúblikana trúir bein- línis kenningum um að hleypa þurfi öllu í bál og brand í Mið-Austurlöndum til að tryggja endurkomu Krists á næstu mánuðum eða missemm. Þetta fólk er í ríkisstjórn. Eins og oft vill verða, fer hroki og hræsni saman við trúarofstækið. Helztu ráðamenn Bandaríkjanna em ófærir um að hafa rangt fyrir sér og kenna síðan öðrum um, þegar vikulega kemur í Ijós, að þeir em úti að aka. Hálf þjóðin er sátt við að svona gangi málin viku eftir viku. Donald H. Rumsfeld stríðsmálaráðherra er frægasta dæmið um óhæfan ráðamann, sem gerði engar ráðstafanir til að skipuleggja her- nám fraks og sagði íraka mundu strá bióm- um á bandaríska herinn. Hann gerði heldur engar ráðstafanir til að stöðva stríðsglæpi hersins í írak, þótt hann vissi um þá. Bush forseti kann að vera læs, en notfærir sér það ekki. Hann treystir því sem róttækir brjálæðingar á borð við Condoleezza Rice hvísla að honum. Hann sér heiminn í svart- hvítu og telur sig óskeikulan. Hann fær fyrir- mæli frá grimmum guði gamla testamentis- ins á hverjum morgni. Hálfri bandarísku þjóðinni þykir allt þetta hið bezta mál. Henni finnst alveg tilvalið að gefa skít í Evrópu, alla fjölþjóðasamninga og Sameinuðu þjóðirnar. Henni finnst frábært að drepa fólk til að frelsa það. Þetta er fólk, sem væri talið bjánar og brjálæðingar í öðr- um löndum. Bjánar og brjálæðingar eru alls staðar til og ráða víðar örlögum þjóða. En hvergi annars staðar eru þeir ógnun við öryggi heimsbyggð- arinnar og sitja yfir örlögum mannkyns. Jónas Kristjánsson LögMilegir vangaveltur ÍSLENSKIR RÁÐAMENN hafa lag á því að velja sér rök eftir hentugleikum í deilumálunum í þjóðféláginu. Þegar álit stjórnsýslustofnana og niður- stöður dómstóla henta þeim, henda þeir þau á lofti en þegar þetta fellur á „rangan“ veg, er lítið gert úr þess- um álitum. Eftir því eru ummæli Björns Bjarnasonar og samflokks- manna hans eftir álit umboðsmanns Alþingis um skipan Björns á hæsta- réttardómara. Björn hefur kallað álit umboðsmanns „lögfræðilegar vangaveltur". Það var engu að síður eldra álit umboðsmanns sem Björn notaði til að verja það að hann hafi ekki brotið jafnréttislög við skipan á Ólafí. Berki Þorvaldssyni, frænda Davíðs Oddssonar í Hæstarétt. í NÝJASTA PISTLI Björns á heima- síðu sinni bregst hann við áliti um- boðsmanns. „Álitið hefur, eins ogég hefítrekað sagt undanfarna daga, að geyma lögfræðilegar vangaveltur, sem eru til leiðbeiningar um fram- tíðina, án þess að umboðsmaður hnekki niðurstöðu minni eða því mati, að sérþekking í Evrópurétti sé málefnaleg forsenda fyrir vali á Okkurþótti athyglisverð myndin sem við náðum af fundi allsherjarnefndar Alþingis fyrir helgina. Þar sást fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, Birgir Ármannsson i samtali við Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóra ftokksins. Kjartan héltá minnismiða og við veltum fyrir okkur hvað á honum stæði. Hvort Kjartan var þarna að lesa flokks- mönnum skilaboð frá flokksskrifstofunni og formanninum eða hvort hann var þarna sem formaður útvarpsréttarnefnd- ar að mæ/a með nauðsyn þess að breyta útvarpslögunum. Kannski var hann bara i heimsókn. Fyrst og fremst Þótt Björn katti hér niðurstöðu um- boðsmanns inniegg í iögfræðiiegar vangaveltur, notaðihann einmitt rök úrfyrri úrskurði umboðsmanns um kærunefnd jafnréttismála og valdheimildir hennar þegarhann kom fyrir Alþingi fyrir mánuði til að svara fyrir brot á jafnréttislögum hæstaréttardómara. Umboðsmaður vekur hins vegar máls á því, að ég hefði átt að kanna hug hæstaréttar til þess, hvort þörf væri fyrir mann með sérþekkingu á þessu sviði írétt- inum. Þessar leiðbeiningar vekja þá spurningu, hvort dómarar í hæsta- rétti viöurkenni, að þá skorti þekk- ingu tilað takastá við úrlausnarefni, sem fyrir þá eru lögð. “ BJÖRN REKUR EFNI ræðu sem hann flutti um stjórnsýslulögin og mis- munandi sjónarhorn lögfræðinga hjá umboðsmanni annars vegar og hjá ráðuneytum hins vegar. Hann segir að borgararnir verði að treysta því að umboðsmaður hlusti á erindi þeirra af yfirvegun og afgreiði mál þeirra af sanngirni. „Stjómvöld þurfa á hinn bóginn ekki síður að geta treyst því, að umboðsmaður hlusti á sjónarmið þeirra og skýring- ar af sanngirni. Það væri til dæmis mjög illa komið, ef ætla mætti að umboðsmaður sæti um stjórnvöld. Hann sætti jafnvel færis að leiða embættismenn í gildru, gleymdi sér ísmáatriðum oglegði allt út á versta veg. “ BJÖRNTEKURSÍÐAN undir gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á nið- urstöðu umboðsmanns. „Umboðs- maður Alþingis fer þá leið að móta nýja reglu í áliti sínu frá 3. maí og hefur sætt harðri gagnrýni frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni hrl. og pró- fessor við Háskólann í Reykjavík vegna þess. Ég er sammála Jóni Steinari um nauðsyn þess, að álits- gjafar og dómarar velji lögin frekar en reglu, sem þeir sjálfir móta, því að hvernig eiga þeir, sem fram- kvæma lögin, að standa að fram- kvæmdinni, efsíðarkoma aðrir, sem segja, að ekki eigi að fara að því, sem stendur í lögunum, heldur nýrri reglu, sem þessir álitsgjafar eða dómarar móta. UM ÞETTA ATRIÐI er ágreiningur meðal lögfræðinga og hann snertir að sjálfsögðu ekkert þá ákvörðun mína, að skipa Úlaf Börk Þorvalds- son hæstaréttardómara í ágúst2003. Umboðsmaður fylgir svonefndri Haflð ]fflr gagnrýni Þegar Björn Bjarnason skipaði ÓlafBörk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara, sagði hann ákvörðunina byggja á málefnalegum sjónarmiðum og vera hafna yfir gagnrýni. Iviðtali við Ara Sigvaldason fréttamann á Ríkissjónvarpinu 20. ágúst, kom þetta fram: Ari: Skipti það einhverju máli við þessa ákvörðun að umsækjandinn Ólafur Börkur er frændi forsætisráðherrans? Björn Bjarnason: Það eru ómálefnalegar ástæður, það er ómálefnalegt af þér að spyrja á þessum forsendum og það væri ómálefnalegt afmér að taka ákvörðun um það á þessum forsendum. Ég tók ákvörðunina á mál- efnalegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni. framsækinni túlkun á 4. grein dóm- stólalaganna. Með vísan til hugleið- inga um slík grundvallaratriði tel ég, að menn verði að lesa álit umboðs- manns Alþingis. “ ÞÓTT BJÖRN KALLI hér niðurstöðu umboðsmanns innlegg í lögfræði- legar vangaveltur, notaði hann einmitt rök úr fýrri úrskurði um- boðsmanns um kærunefnd jafnrétt- ismála og valdheimildir hennar þeg- ar hann kom fyrir Alþingi fyrir mán- uði til að svara fýrir brot á jafnrétt- islögum sem kærunefnd jafnréttis- mála sakaði hann um. Þar klykkti hann út með því að segja: „Segir þetta álit umboðsmanns Alþingis meira en mörg orð oghávær. “ Blál láturiMi sparkar frá sár Við segjum frá þvi i blaðinu i dag þegar Hallgrímur Helgason var kallaður á teppið hjá Davið Oddssyni fyrir að skrifa um Bláu höndina. Hallgrimur óttaðist um hótanir Davíðs i garð föður ' síns. Á öðrum fundi í Stjórn- arráðinu sagði Davið Jóni Ás- geiri Jóhannessyni að honum hefði aldrei mistekist að koma þvi i gegn sem hann vildi. I þinghúsinu öskraði Davið á frétta- stjóra DV og skildi þingmann Samfylking- arinnar eftir í sjokki með stóryrðum um að hún hefði einungis einn leiðtoga ílífinu - Jón Ásgeir. Það má segja að blái fóturinn sé farinn að sparka all hressilega frá sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.