Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Blaðsíða 3
I>V Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 12. MAl2004 3 Halldór Laxness leitaði ekki langt yfir skammt í Nóbelsræðunni Spurning dagsins Hún amma mín kenndi mér... Þegar Halldór Laxness tók við Nóbelsverðlaununum í Stokk- hólmi 1955 varð honum tíðrætt um ömmu sína, Guðnýju Klængsdóttur, en um hana hafði hann oft talað áður og þakkaði henni stóran hluta af sinni menntun. Hún bjó í Laxnesi þar sem hann ólst upp, kenndi honum kvæði og sögur og innrætti hon- um eiginlega stóíska heimspeki, nema hún hafi verið hallari undir Bókina um veginn, svona innra með sér, því hvorki stóu- spekinga né Lao Tse hafði þessi óbreytta íslenska kona lesið. Halldór sagði hátíðargestum í Stokkhólmi ýmislegt um þessa frægustu konu íslandssögunnar og var þar komið ræð- unni að hann taldi upp nokkra sem honum varð hugsað til þeg- ar hann frétti að hann fengi líklega Nóbelsverðlaunin. „Ég hugsaði einmitt til þeirra undursamlegu manna og kvenna þjóðdjúpsins, sem veittu mér fóstur. Ég hugsaði til föð- ur míns og móður minnar, og ég hugsaði sér í lagi til hennar ömmu minnar gömlu, sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa. Ég hugsaði og hugsa enn á þessari stundu tO þeirra heilræða sem hún inn- rætti mér barni: að gera öngri skepnu mein, að lifa svo að jafnan skipuðu öndvegi £ huga mér þeir menn sem eru kaliaðir snauðir og litlir fyrir sér, að gleyma aldrei, að þeir, sem hafa verið beittir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir sem hafa verið settir hjá í tílverunni, einmitt þeir væru menn- irnir, sem ættu skOið alúð, ást og virðingu fólksins umfram aðra menn hér á íslandi. Halldór f æsku Ég lifði svo alla bernsku mína á íslandi, að miklir menn, sem svo eru nefndir, og höfðingjar voru aðeins ævintýramynd og loftsýn, en umhyggja fýrir aðþrengdu lífi var það siðferðisboð- orð, sem í heimahögum mínum eitt bar í sér veruleikann.'' Og undir lok ræðunnar sagði Halldór: „Eg spurði mig þetta umrædda kvöld: Hvað má frami og frægð? Hvað má frægð og frami veita skáldi? Skemmtilega vel- sælu af því tagi, sem fylgir hinum þétta leir. En ef íslenzkt skáld gleymir upphafi sínu, þjóðdjúpinu, þar sem sagan býr, ef hann missir samband sitt og skyldur við það líf, sem er aðþrengt, það líf, sem hún amma mín gamla kenndi mér að búa öndvegi í huga mér, þá er frægð næsta lítOs virði og svo það hamingjulán sem hlýzt af fé.“ Guðný Klængsdótt- ir fékk því miður ekki að lifa þessa stund í lífi dóttursonar síns. Hún hafði andast í hárri elli árið 1924 og var þá 92 ára gömul. Næstum allir þola mót- mæli en vilji maður reyna virkilega á einhvern, veitið honum þá vald. Abraham Lincoln Er framkvæmdavaldið að niðurlægja þingið? Þingmenn lúta flokksaga „Það er þingræði á Islandi, sem ætti að þýða að þingið hefði öll ráð ríkisstjórnar- innar í hendi sér. Þar ámóti kemur að þingmenn lúta flokksaga sem sýnirsig í þessu máli, að því er virðist, eransi mikill." Sigurður Gizurarson hæstaréttarlög- maður. „Já, mér finnst það birtast með ýmsum hætti. Ég hefekkiséðí annan tíma jafn mörg merki um stjórnlyndi ráð- andi afla i framkvæmdavaldinu ognúna." Sigurður G. Tómasson út- varpsmaður. „Mér finnst það að sumu leyti." Katrín Sig- hvatsdóttir. „Maðurereins og eitt stórt spurningamerki þessa dagana og vill bara sem minnst láta hafa eftirsér." „Ég þekki það ekki nógu vel til að mynda mér skoðun." ValurValtýs- son, sjómaður. Margrét Lóa Jónsdóttir skáldkona. Fjölmiðlafrumvarpið er keyrt í gegnum þingið á miklum hraða þrátt fyrir hörð mótmæli stjórnarandstöðunnar. Ég-skil-þig-ekki-skagi og Demantur fjallanna Staðir geta fengið nöfn af alls konar ástæðum og ekki alltaf alls kostar heiðarlegum. Við íslending- ar þekkjum gott dæmi þar sem Ei- ríkur rauði nefndi nýfundið land í vestri Grænland, beinlínis til að lokka þangað landnema. Svipað er upp á teningnum varðandi suður- odda Afríku. Þegar portúgalski landkönnuðurinn Bartholomeu Dias komst þangað fyrstur Evrópu- búa 1488 skírði hann syðsta odd- ann Stormhöfða. Portúgölskum yf- irvöldum var þá mikið kappsmál Einkennileg nöfn að hvetja sjómenn sína til að halda áfram siglingum og tilraunum til að finna leiðina til Indlands. Þeim þótti nafnið fráhrindandi og líklegt til að letja menn frá því að sigla í kjölfar Diasar. Vart mundu menn sigla á slóðir þar sem virtist ríkja eilífur stormur. Því ákvað Jóhann 2. konungur að skíra höfðann upp á nýtt og kalla hann Góðrarvonar- höfða. Árið 1860 hugðist bandaríska þingið skíra og skilgreina nýtt landnáms- og námasvæði í vestri og að tillögu George nokkurs Will- ings hafði verið afráðið að kalla það „Idaho" sem hann sagði að væri úr indíánamáli og þýddi „demantur fjallanna". Á síðustu stundu kom í ljós að Willing hafði af eintómri stríðni búið orðið til og var svæðið þá kallað Colorado sem er spænska og þýðir „rautt", af því Colorado-fljót var rauðleitt af leir. Þrem árum seinna þurfti að skíra nýtt námasvæði í vestri og þá höfðu menn gleymt hrekkjabragði Willings og nafnið Idaho varð þá fyrir valinu. Það festist í sessi og 1890 varð Idaho eitt ríkja Banda- ríkjanna. í Mexíkó er Yucatan-skagi. Hann hlaut nafn þegar spænski landkönnuðurinn Francisco Cor- doba kom þangað 1517 og spurði Maya-indíánana á svæðinu hvað skaginn héti. Þeir svöruðu: „Yekteten" og taldi Cordoba það vera nafnið á skaganum. I raun réttri þýðir svar indíánanna þó annað: „Ég skil þig ekki.“ Æ ' RM . Forsetinn frumkvöðullinn Þann !2.febrúar 1809fæddusttveirmennsem báðir áttu eftir aðhafa ríkuleg áhrifá sögu 19. aldarinnar og áhrifþeirra teygja sig einnig yfir alla 20. öldina og fram á þennan dag. Vestur I Kentuckyí Bandarikjunum fæddist Abraham Lincoln sem haslaði sér völl i stjórnmálum og varkjörinn forseti landsins 1860. iShrewsbury á Englandi fæddist hins vegar Charles Darwin sem lagði fyrir sig náttúrufræði og gafárið 1859 út bókina Uppruni tegundanna þar sem þróunarkenningin var sett fram. Hún vakti gífurlega úlfúð, ekki sist sú ályktun Darwins aðmenn væru komnir aföpum. FEGURÐ ■ HREYSTI ■ HOLLUSTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.