Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 Fréttir DV Aftaka á myndbandi Myndband sem sýnt er á heimasíðu herskárra ís- lamskra samtaka sýnir þeg- ar hópur manna, tengdur al-Kaída, tekur Bandaríkja- mann af lífi. Á myndband- inu eru jafnframt send skila- boð þess efnis að fleiri af- tökur séu í bígerð til að hefna fyrir grimmilega með- ferð á írökskum föngum. Myndbandið sýnir fimm grímuklædda menn standa yfir manninum sem segist heita Nick Berg og vera bandarískur verktaki. Að því loknu er maðurinn háls- höggvinn og höfði hans veifað frarnan í myndavél- Þjóðminjasafnið hyggst höggva út átta metra sverð í granít og koma fyrir á Mela- torgi. Leitað er kostunaraðila sem er tilbúinn að borga sex milljónir. Snorri Már Skúlason, kynningarfulltrúi Þjóðminjasafnsins, segir að sverðið myndi verða tákn- mynd borgarinnar allrar. Beðið er viðbragða Heimsmetabókar Guinnes. ina. Halldór hissa og hvumsa Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér fréttatil- kynningu í kjölfar þess að mannréttindasamtökin Amnesty á íslandi töldu undarlegt að pyntingar stríðsfanga í Irak kæmu Halldóri Asgrímssyni í opna skjöldu. í tilkynningu ráðuneytisins kemur fram að það furði sig á því að svo virt samtök haldi því fram að íslenskum stjórnvöld- um mætti vera vel kunnugt um ásakanir um pyntingar. í bréfi og skýrslu samtak- anna til Halldórs kom fram ítarlegur kafli um pyntingar á föngum í írak. Amnesty svaraði ráðuneyt- inu í gær, sagði gögn sín opinber og harmaði að stjórnvöld vestrænna ríkja hefðu ekki brugðist við fyrr en myndir af pyntingum birtust í fjölmiðlum. Þrír létust í sprengingu Þrír létust og tugir manna slösuðust í geysiöflugri sprengingu í plastverksmiðjunni, Stockline Plastics, í Glasgow í gær. Nokkrir hinna slösuðu berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. Sprengingin varð skömmu eftir hádegi í gær og hrundi þak byggingarinnar og veggir þannig að grindin ein stóð eftir. Fjölmargir grófust undir og var fimm manns enn saknað I gærkvöldi. Már Skúlason „Ég Snorri hefhaft samband við heimsmetabók Guinnes upp áþað hvort þetta yrði ekki stærsta vikingasverð i heimi. Kaldárhöfðasverðið í granít Svona sér Þjóðminja- safnið fyrir sér granítsverðið. Þjóðminjasafnið leitar nú logandi ljósi að velunnara til að kosta sjö og hálfs metra hátt granítsverð sem reist yrði á Melatorgi; hringtorginu við safnið. Kostnaður er áætlaður ftmm til sex milljónir króna. „Sverðið yrði eftirlíking af einum þekkasta grip Þjóðminjasafnsins, Kaldárhöfðasverðinu," segir Snorri Már Skúlason, kynningarfulltrúi Þjóðminjasafnsins. Skyndihugmynd endar í graníti Snorri Már segist vilja taka það skýrt fram að á þessu stigi sé aðeins um metnaðarfulla hugmynd að ræða. Bæði eigi eftir að fá öll tilskilin leyfi borgaryfirvalda og enn eigi eftir að fjármagna smíði og uppsetningu granítsverðsins. „Upphaflega var hugmyndin sú að stórt sverð yrði sett upp tíma- bundið í sambandi við opnun safns- ins í haust. Svo þróaðist málið áfram og er komið á það stig að menn vilja gera sverðið varanlegt og láta höggva það út í granít," segir kynn- ingarfulltrúinn. „Staðsetning stór- fenglegra listaverka á hringtorgum er algengí borgum víðs- vegar um Evrópu." dáÍAd ' .g-. kW&WEt m f Snorri segir kostnaðaráædun þegar liggja fyrir vegna granítsverðs- ins. „Með öllu verða þetta á bilinu fimm til sex milljónir króna,“ upp- lýsir hann. Stórfenglegt segir borgar- verkfræðingur Að sögn Snorra mun ekki sjást í allt sverðið þar sem því verði komið fyrir á sökkli eins og því væri stungið niður í jörðina. Þannig upp sett muni það standa sjö og hálfan metra upp í loftið. Sjálft er Kaldár- höfðasverðið út járni, um einn metri að lengd og er frá tíundu öld. Það fannst árið 1946 í bátakumli í Grímsnesinu. Snorri segir alla hafa tekið sverðshugmyndinni afar vel. „Það hefur að minnsta kosti enginn hallmælt þessu ennþá,“ segir hann. Jákvæð viðbrögð má meðal annars sjá af umsögn Björns Inga Sveinssonar borgarverk- fræðings: „Undirritaður telur þetta vera skemmtilega hugmynd og til þess fallna að vekja athygli, en staðsetning stórfenglegra listaverka á hringtorgum er algeng í borgum víðsvegar um Evrópu. Eng- in umferðartæknileg eða umferðar- öryggisleg rök mæla í mót hug- myndinni," segir Björn í erindi til samgöngunefndar Reykjavíkur, sem fyrir sitt leyti hefur þegar samþykkt uppsetningu granítsverðsins. Vill pláss í heimsmetabókinni Eftir er að taka sverðsmálið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd, menningarmálanefnd og borgar- ráði. Borgarverkfræðingur tekur sér- staklega fram að framtíð Melatorgs sé óljós. Þjóðminjasafnið hafi ábyrgst kostnað sem hlytist af því ef síðar þyrfti að færa gramtsverðið á annan stað. Að því er Snorri segir er vonast til að málið verði til lykta leitt í þessum mánuði. „Sjálft á Þjóðminjasafnið ekki fé til að borga fyrir granítsverðið. í augnablikinu er þetta fýrst og fremst metnaðarfull hugmynd. Málið er á viðkvæmu stigi því þarf að finna kostunar- aðila meðal velunnara safnsins út í bæ. Það er ekki búið að finna þennan aðila,“ segir Snorri og bætir því við að slíkra kostunaraðila yrði hugs- anlega getið á smekklegan hátt á skildi sem sett yrði upp við torgið. „Um leið og sverðið yrði kenni- leiti fyrir Þjóðminjasafnið yrði það táknmynd fyrir höfuðborgina og yrði einnig sterk tdvísun til uppruna þjóðarinnar allrar. Ég hef haft sam- band við heimsmetabók Guinnes upp á það hvort þetta yrði ekki stærsta sverð í heimi, að minnsta kosti stærsta víkingasverðið, en ég bíð enn eftir svari,“ segir Snorri. ...... gar@dv.is Fríkað út á Hilton Svarthöfði skilur ekkert í því fjaðrafoki sem orðið hefur vegna öl- æðis sem rann á nokkra landsþekkta stjórnmálamenn á HUton-hóteli á írlandi fyrir skemmstu. Stjórnmála- mennirnir voru þar í boði Atlanta flugfélagsins og fengu allt frítt; drykki, mat og gistingu. Þá detta menn í það og frfka út. Til þess er Hilton. Ef trúa skal fréttum fór formaður Frjálslynda flokksins upp á svið í lobbíinu á Hilton og söng Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig. Þing- kona Framsóknarflokksins bætti um betur og tók Sprengisand. Á meðan sat formaður Sjómannadagsráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skammaði meistarakokk HUtons fyrir lambakjötsrétt sem hann sagði helvítis kryddkássu. Þetta hefur verið gott fyllirí enda klikka þau aldrei á HUton. Það veit Svarthöfði af eigin reynslu því hann hefur oft gist á Hilton og þá alltaf á kostnað annarra. TU dæmis borgaði þjóðkirkjan einu sinni fyrir hann ferð á hungursvæði Afríku og þá var að sjálfsögðu gist á HUton á milli þess sem svöng börn voru skoðuð í dagsbirtu. Minnisstæðari eru hins vegar kvöldin þegar setið var í koníaksstofunni og horft út á götu þar sem fólkið lapti dauðann úr skel með betlandi hönd mót hótelglugga HUtons. Tárin í augum fólksins voru samlit kampavíninu í glösunum. Frískandi samspU. í annað sinn fór Svarthöfði á kostnað skattgreiðenda alla leið tU Hollywood. Þar var HUton hótelið ekki lakara. Sérstaklega er barinn á efstu hæð hótelsins minnisstæður því þar kostuðu sjússarnir ekki neitt og sUíkonskvísa fylgdi með hverjum drykk. Þarna tók Svarthöfði eitt lag eftir Bubba. Líklega Stál og hnífur þó hann muni það ekki nákvæmlega. Þetta var yndisleg ferð og ókeypis. Ljóst er að stjórnmálamenn þurfa að ferðast þó ekki sé til annars en að vUcka sjóndeUdarhringinn. Þess vegna ber þeim skylda tU að þiggja aUar þær utanlandsferðir sem stórfyrirtæki bjóða þeim. En setja þá sem skilyrði að gist sé á HUton. Sú keðja er í flestum stórborgum heims og þar er aUtaf skemmtUegra en annars staðar. Eins og sannaðist á írlandi. Svarthöföi Hvernig hefur þú það? Elín Anna Steinarsdóttir fótboltakona. „Hefþað mjög gott enda á leiðinni til Eyja í Herjólfi," segir Elín Anna Steinarsdóttir, sem spilar í liði deildarmeistara ÍBV.„Það var gríðarlega mikið fagnað og mjög gaman á eftir. Leikurinn var auövitað erfiður en þetta hafðist að lokum. Sumarið leggst annars vel í mig. Veðrið er gott og við ílBV ætlum að taka alla titla sem eru I boði - enda langbestar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.