Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 Fréttir JXV Átta ára skotin á færi Mannréttindasamtökin Amnesty International segja í nýrri skýrslu að breskir hermenn hafl drepið fjölda írakskra borgara án þess að af þeim hafi stafað nokkur ógn. Þeirra á meðal var Hanan Saleh Matrud, átta ára gömul stúlka, sem féll fyrir byssu- kúlu bresks hermanns í ágúst á síðasta ári. Sjónar- vottur sagði rannsóknar- mönnum Amnesty að í stað þess að skjóta viðvörunar- skoti hafl verið miðað á hana. Óháð rannsókn Amnesty átelja bresk yflrvöld fyrir að rannsaka ekki þau tilvik þar sem írakskir borgarar hafa verið felldir af hermönnum. Samtökin vilja að óháður aðili rannsaki tilvik og nið- urstöður verði gerðar opin- berar. Kate Allen, fram- kvæmdastjóri Amnesty í Bretlandi segir samtökin vilja rannsókn á 37 tilvik- um. „Okkur hefur til dæmis verið sagt að suðurhluti fraks sé tiltölulega öruggur en íbúarnir á þessum slóð- um halda öðru fram." Sjúklingar í hættu Stjórn Félags ís- lenskra hjúkrunarfræð- inga hefur orðið fyrir vonbrigðum með að enn meiri niðurskurður verði á Landspítalanum. Fram kemur í ályktun stjórn- arinnar að ekki sé unnt að lækka rekstrarkostnað meira en orðið er án þess að loka deildum og hætta að veita ýmsa þjónustu. Spá hjúkrun- arfræðingar því að með- ferð sjúklinga verði lak- ari og öryggi þeirra minnki. Ástþórvill eftirlit ÖSE Ástþór Magnússon for- setaframbjóðandi hefur farið fram á það við Örygg- is- og samvinnu- stofnun Evrópu að kosningaeftir- litsmenn verði sendir til íslands til að fylgjast með að forsetakosn- ingarnar verði lýðræðisleg- ar. I fréttatilkynningu segir Ástþór að Gerald Mitchell, forstöðumaður kosninga- deildar ÖSE, lýsi áhyggjum sínum vegna ójafnrar umfjöllunar um fram- bjóðendur og synjun dómsmálaráðuneytisins tfl Ástþórs um leyfi fyrir fjársöfnun. Ljósmyndir af Lynndie England þar sem hún dregur nakinn írakskan fanga á eftir sér í bandi hafa vakið viðbjóð um víða veröld. England starfaði í Abu Grahib-fang- elsinu í Bagdad. Móðir Englands trúir engu illu upp á dóttur sína og segir banda- ríska herinn gera úr henni blóraböggul. Blórabönnull eöa qpimmup bööull Lynndie England, 21 árs hermaður frá smábænum Fort Ashby í Virginíu, hefur verið ákærð fyrir misþyrmingar gagnvart íröksk- um föngum. Herinn sendi Lynndie til Bandaríkjanna á dögun- um þar sem hún bíður réttarhalda. „Hún er taugaveikluð og skelkuð," segir móðir hennar. Ljósmyndir sem sýna Lynndie England niðurlægja írakska fanga hafa vakið óhug og reiði um víða veröld. Lynndie er þó bara ein margra hermanna sem sætir ákæru fyrir að misþyrma og niðurlægja írakska fanga í Abu Ghraib-fangels- inu í Bagdad. Lynndie er hins vegar eina konan í þessum hópi og sker sig þar af leiðandi úr. Á ljósmyndum sést hvernig Lynndie bendir sigri hrósandi á írakska fanga sem þurftu að upplifa þá niðurlægingu að láta hrúga sér nöktum hverjir ofan á annan. Á annarri mynd dregur Lynndie írakskan fanga á eftir sér eins og hund. Vildi verða veðurfræðingur Fjölskylda Lynndie stendur fast við bakið á henni og telur að hún hafi verið neydd til að stilla sér upp á ljósmyndunum. Þau viðurkenna þó að Lynndie hafi alla tíð verið afar sérstök og kannski ekki eins og fólk er flest. Til marks um það rifjar fjöl- skyldan upp þegar skýstrókur gekk yfir bæinn og bæjarbúar leituðu skjóls í kjöllurum. Allir nema Lynndie, hún óð út í veðurofsann með myndavél á öxlinni og tók fjölda ljósmynda. Hún átti sér þann draum að verða veðurfræðingur sem sérhæfir sig í óveðri, hvirfilbylj- um og skýstrókum. Slíkt starf er sagt lífshættulegt og það heillaði Lynndie. Ekkert varð úr að Lynndie færi í veðurfræði - hún var gift kona að- eins 18 ára. Hjónabandið entist í tvö ár og þá gekk Lynndie í herinn. „Ég er mjög stolt af dóttur minni," segir Terrie England, móðir Lynndie, og bætir við að hún sjái á myndunum að þær séu svið settar. Systir Lynndie, Jessica, tekur í sama streng og kveðst hreyk in af stúlkunni. „Ég styð Lynndie og fé laga hennar í her- deildinni." Terrie telur að herinn sé að gera dóttur sína að blóraböggli. Hún hafi ein- vörðungu fylgt skipunum til jress . að lenda ekki í vandræðum. „Hún sagði mér að allir yrðu að fram- fylgja skipunum. Yf- irmennirnir hefðu lagt línurnar og sagt þeim hvað gera átti til að ná upplýsingum upp úr föngunum. Hún barðist fyrir land sitt og mun halda áfram að gera ’ það. Nú finnst henni að x hún hafi verið svikin," seg- ir Terrie England. Líf fanganna helvíti Lynndie var send heim í mars vegna þess að hún er ófrísk. And- stæðingar Lynndie segja óléttuna ekki hafa getað komið á betri tíma enda megi hún vænta þess að máls- meðferðin verði mýkri í ljósi þess hvernig ástatt er fyrir henni. Her- málayfirvöld í Bandaríkjunum hafa 120 daga til að draga Lynndie fyrir rétt og gæti hún átt yfir höfði sér allt að fimmtán Y>.- ára fangelsi verði hún sakfelld og dæmd til þyngstu refsingar. Lög- maður Lynndie, Rose Mary Zapor, segir hana fórnarlamb þeirra sem eru andsnúnir Íraksstríðinu og það að kona sé sýnd við pyntingar á ljósmyndum sé til þess fallið að vekja mun harðari viðbrögð í arabaheiminum en ef um karlmann væri að ræða. Zapor segir yfirmenn hafa fagnað myndatökunum og sagt hermönnunum að þær væru nýtilegar til að ná enn frekari upp- lýsingum upp úr öðrum föng- um. Önnur kona hefur verið ákærð fyrir misþyrming- ar. Sú heitir Sandra Harman og tUheyrir sömu herdeild og Lynndie. Hún hefur greint frá því að hlut- verk sitt í Abu Ghraib-fangelsinu hafi meðal annars ver- ið að gera líf fanganna að „helvíti", með því að halda þeim vakandi sólarhringum saman, hoppa á föngum sem hafði verið hrúgað upp, binda fanga með raf- magnsvírum og hóta þeim raflosti. Búist er við að enn fleiri ljósmyndir sem sýna illa meðferð á föng- um í írak eigi eftir að koma fram í dagsljósið á næstu dögum og vikum, myndir sem sýna enn meiri óhugnað en almenningur hefur þegar séð. Lynndie England Þessi mynd er frá þvi Lynndie var i mennta- skóla. Þá átti hún sér draum um að verða veðurfræðingur og elta uppi hvirfilbyli og skýstróka. Sigri hrósandi Lynndie dregur fanga á eftir sér eins og hund. Fjölskylda hennar telur að myndin sé sviðsett en segir jafn- framt að Lynndie hafi þurft að hlýða yfirmönnum sinum. 'ý*f' Rafmagnsgítar magnari poki, ól- snúra -stillir Rafmagnsgítarsett 29.900,- stgr. Söngkerfi Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöfða 27, sími 552-2125 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.