Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Síða 15
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 15
Hundar í belti
Þýskur hunda-
eigandi var á
dögunum
sektaður fyrir að
hafa ekki hund-
inn sinn Bobbie í
belti í bílnum.
Umferðalögregl-
an stöðvaði þá
félaga þegar
þeir voru í öku-
ferð og var Bobbie aftur í. Eigand-
inn var sektaður fyrir brotið og þeg
ar hann neitaði að borga var sektin
hækkuð um tæplega helming. Haft
var eftir talsmanni þýsku umferða-
lögreglunnar að litlir hundar eigi
heima á gólfum bifreiða og stórir
hundar í búrum.
Að tjá sig
Mikill munur er á háttalagi villikatta og heimiliskatta. Mest
áberandi er eðli tjáskipta heimiliskatta og samskipti þeirra við
mannfólkið. Til dæmis telja sumir sérfræðingar að til séu allt
að níutíu tilbrigði af mjálmi heimiliskatta
en villikettir virðast ekki hafa sama
„mjálmforða". Meðal heimiliskatta liggur
munurinn meðal annars í hrynjandinni,
tónhæðinni, jafnvel framburðinum og
nota þeir þessi fjölmörgu tilbrigði til að
reyna að tjá sig við menn. í náttúrunni
eru kettir miklir einfarar og hafa einungis
samskipti við aðra ketti á pörunartíma eða þegar læður ala
upp kettlinga. Heimiliskettir lifa aftur á móti í nánu sambandi
við mannfólkið og jafnvel aðra ketti sem búa á heimilinu. Þeg-
ar kettír búa með hundum nota þeir frekar líkamstjáningu til
að koma skilaboðum til þeirra líkt og villikettir því hundar
skilja líkamstjáningu betur en tjáskipti með hljóðum.
Betur fór um ketti en menn í Egyptalandi
Kettir voru í hávegum hafðir í Egyptalandi, ein
gyðjan hét Bast eða Bastet eftir því hvort hún
var öll í kattarlíki eða bara höfuðið. Sjálfir
töldust þeir hálfguðir og sá sem drap kött,
viljandi eða óviljandi, var réttdræpur. Ef kött-
ur dó saddur lífdaga á egypsku heimili rökuðu
heimilismenn af sér augnabrúnirnar, sungu,
börðu sér á brjóst og sýndu önnur einkenni
mikils missis. Síðan var haldið með líkams-
leifarnar til hofsins, prestar gengu úr skugga
um eðlilegan dauðdaga, síðan var kötturinn
smurður og lagður til hinstu hvílu.
Bergljót Davíðsdóttir
skrifar um dýrin
sín og annarra á
miðvikudögum í DV bergljat@dv.is
Hvað er
meðgangan löng?
Sæl Helga
Ég á 3 ára tík sem er hvolpa-
full og var hún pöruð 15. apríl i
fyrsta sinn. Hvað er meðgangan
löng og á ég að gera eitthvað
sérstakt fyrir tíkina á með-
göngutímanum og hvernlg veit
ég hvenærfæðingin nálgast?
Kveðja Bergþóra
Svar
Meðganga tikur er um 63 dag-
ar að meðaltali en getur verið
nokkrum dögum skemmri eða
lengri. Fyrstu vikurnar er erfitt að
geta sér til um hvort getnaður hafi
átt sér stað eða ekki. Fyrstu sjáan-
legu einkennin eru stækkun á
spenum sem verða líka bleikari og
eftir 5.vikna meðgöngu leikur
venjulegast enginn vafi á hvað er í
vændum. Mögulegt er að láta óm-
skoða tíkina snemma á með-
göngu.en viðurkenndasta og um
leið langöruggasta aðferðin er þó
sú,að láta röntgenmynda hana (
lok 7.viku meðgöngu, því þá er
hægt að staðfesta fjölda fóstra.
Hvolpafull tík krefst engrar sér-
stakrar meðferðar né fóðurbreyt-
ingar í byrjun meðgöngu.
Varast þarf þó að offóðra hana
en auka dagskammtinn hægt og
sígandi þegar líður að lokum með-
göngunnar. Þá er einnig mikilvægt
að gefa henni spóluormalyf í 3
daga (og tík og hvolpum aftur 2
vikum eftir got).
Svarið hér að ofan er ekki
tæmandi svo þú ættir að spjalla
við dýralækninn þinn, hafir þú
fleiri spurningarvarðandi
fæðinguna sjálfa.
Vona að allt gangi vel þegar
þar að kemur.
Helga Finnsdóttir, dýralæknir
Kambsala-.
monnw Tynip
vatnsaup
Ein af metnaðarfyllstu gælu-
dýraverslunum á landinu er án
vafa Furðu-
fuglar og
fylgifiskar
þar sem
Tjörvi ræð-
ur ríkjum.
Sjálfur seg-
ist hann
vera mesti
furðufugl-
inn á
staðnum.
Þeir sem eru áhugasamir um
furðuleg dýr ættu að finna sitt-
hvað við sitt hæfi í Furðufuglum
og fylgifiskum. Þar eru ýmis
froskdýr í boði og má þar nefha
kambsalamöndrur fýrir vatns-
búr, froska og körtur, litríka
landfroska og alvöru eldsala-
möndrur.
Birta orðin þung á sér enda aðeins vika í að litlir hvolpar líti dagsins ljós. Hún er
ósköp róleg og stjórnar því alfarið sjálf hve langt hún gengur á hverjum degi.
Allt Hárt lyrip Ith Hpana
Eins og lesendur hafa fylgst
með, þá á cavalertíkin hún Birta
von á hvolpum á næstu dögum. Við
höfum fylgst með henni allt frá því
hún fékk Jörfa í heimsókn og var
pöruð þann 17. og 18. apríl síðast-
liðinn og samkvæmt útreikningum
á hún á að eiga milli 17. og 19 maí.
næstkomandi. Meðgangan hefur
gengið vel hjá henni en hún er orð-
in ansi bústin. Hún fór í sónar þeg-
ar hún var gengin fimm til sex vikur
með og þá kom í ljós að hún geng-
ur að minnsta kosti með fimm
hvolpa. Gott ef þeir verða ekki fleiri
því síðast var hún með sjö hvolpa
og gekk fæðingin eins og best var á
kosið.
Hún er ósköp róleg og vill lítið
hreyfa sig; helst ekki fara lengra
heldur en út í garð og togar okkur
til baka með það sama. Það er eigi
að síður mjög mikilvægt að hún
hreyfi sig vel til að létta henni fæð-
inguna. Hún á þó til að taka sig á og
fara stóran hring; svona þegar
henni dettur það sjálfri í hug.
Búið er að ganga fra sérstakri
Verðandi móðir Kannski er Birta að hugsa um harðfisk
skúffu á hjólum sem hún liggur í
með hvolpana og úti í henni stóru
Ameríku keypti móðursystir henn-
ar fallega mjúka mottu sem hvolp-
arnir geta kúrt sig í svo þeim líði vel
eftir fæðingu.
Allt er sem sagt tilbúið fyrir stóra
daginn og þegar finnast hreyfingar í
liltu krílunum. í vikunni fór hún í
snyrtingu í Dýrabæ hjá henni
Guðríði sem rakaði á henni mallann
svo hvolparnir eigi betra með að
finna spenana þegar þar að kemur.
Svo er bara að sjá hvað litla Gná,
dóttir hennar sem nú er tveggja ára,
gerir þegar hvolparnir fæðast en
dæmi eru um að þær yngri aðstoði
við mjólkurgjöfina. Þá fæ þær
skyndilega mjólk í spenana, leggjast
hjá, hvolpunum og sjá þeim fyrir
fóðri með mömmunni.
Síðast átti Birta sjö hvolpa og
ekki er ólíklegt að þeir verði færri
nú. Birta er farin að fá hvolpafóður
svo litlu dýrin fái nú nóg að borða
og fæðist ekki smá og væskilsleg.
Hún er svo sem ekki mjög hrifin af
því og vill helst af öllu harðfisk;
stillir sér gjarnan upp við ísskápinn
og krafsar í ef hún telur sig hafa
unnið fyrir harðfisknum. Annars
má segja að hún haldi til í eldhús-
inu, liggur gjarnan undir eldhús-
borði og hreyfir sig varla nema þeg-
ar skápurinn er opnaður.
Aldrei er að vita nema hvolparn-
ir verði fæddir að viku liðinni og þá
geta lesendur fylgst með hvernig til
hefur tekist. Síðan fylgjum við
hvolpunum eftir næstu vikurnar.
Móðurhlutverkið Verið
að raka mallann
Birta Á von á að minnsta
kosti fimm hvolpum.
Hjá Guðríði rakara Spen-
arnir koma I Ijós
Gæludýrin á sjúkrahúsin
„Gæludýr eiga að heimsækja eig-
endur sína á sjúkrahús tO að flýta
fyrir bata“ sagði Jane McNicholas,
sálfræðingur við Warwick-háskóla á
Bretlandi, á nýafstaðinni hjúkrunar-
ráðstefnu. Sálfræðingurinn sagði að
samvistir eigenda og dýra ykju líkur
á bata eigendanna eftir lífshættu-
lega sjúkdóma og aðgerðir. Hún
sagði heimsóknirnar draga úr álagi
og vanlíðan sjúklinganna og veita
þeim félagsskap og benti á að að lík-
legra væri að þeir smituðust frekar af
umgengni við menn en dýr. Mc-
Nicholas vitnaði í nýlega rannsókn
þar sem fram kemur að þeim sem
misst hafa ástvini sína og eru ein-
stæðingar gengur betur að takast á
við lífið ef þeir eiga dýr. Hún nefndi
að allt benti tU þess að ónæmi barna
sem eiga gæludýr væri öflugra og
þau ættu auðveldara með að takast
á við ofnæmi og asma. „Sjúkrahús
ættu að koma upp sjúkrastofum þar
sem gæludýr geta heimsótt eigendur
sína og jafnvel farið upp í ból tU
þeirra“ sagði McNicholas.
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík.
Stekkjarbakki 2, Staldrið.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Stekkjar-
bakki 2, Staldrið.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á lóðinni verði heimilt að
reka verslun, þjónustu, eldsneytissjálfsala og þvottastöð.
Byggingareitur stækkar til norðurs.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl.
08:20 - 16.15, frá 12. maí til og með 23. júní 2004. Einnig
má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru
þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að
kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við
hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en
23. júní 2004.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 12. maí 2004
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur.