Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Side 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 79 Viltu verða eins góður og Shay Given? Markmenn sem hafa áhuga á því að verða eins góðir og Shay Given, mark- vörður Newcastle, ættu ekki að láta sig vanta í Fífuna 17. og 18. maí því þá verður Simon Smith, mark- mannsþjálfari Newcastle, með námskeið. Smith hefur verið markmannsþjálfari hjá Newcastle síðan 1993. Námskeiðið er ókeypis og er opið öllum sem eru 16 ára eða eldri. Ingi Þór yfirþjálfari Ingi Þór Steinþórs- son var í gær ráðinn yfirþjálfari yngri flokka í körfuboltanum hjá KR. Ingi Þór hefur undanfarin ár verið þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu en lét af starfinu eftir síðasta tímabil. Ingi Þór er ekki ókunnur þessari stöðu því hann þjálfaði áður yngri flokka hjá KR með góðum árangri. FH-ingurinn Bjarni Þór Viðarsson semur væntanlega við Everton um næstu helgi FH gæti grætt tugi milljóna Hinn 16 ára gamli Bjarni Þór Viðarsson hefur undir höndum samning frá enska stórliðinu Everton sem hann segist væntan- lega skrifa undir um næstu helgi. FH og Everton hafa náð samkomu- lagi um félagaskiptin og Viðar HaUdórsson, faðir Bjarna Þórs, segir að FH geti grætt tugi milljóna ef Bjarni Þór komist í aðallið félagsins og spili með þeim einhverja leiki. „Það skýrist allt um næstu helgi,“ sagði Bjarni Þór í samtali við DV Sport í gær. „Ég er með í höndunum tilboð frá Everton sem ég er nokkuð sáttur við og við höfum verið að fara yfir hlutina í rólegheitum." Bjarni Þór er nýorðinn 16 ára og var að klára samræmdu prófin í gær. Ef af verður að hann skrifi undir samninginn við Everton þá fer hann utan í júlí. Klárað á næstu dögum „Það er mjög líklegt að við klárum þessi mál á næstu dögum ef ég á að segja alveg eins og er. En það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði Viðar Halldórsson, faðir Bjarna Þórs, en hann er alvanur að semja við erlend félög fyrir syni sína enda eru eldri synir hans báðir atvinnumenn - Arnar Þór hjá Lokeren og Davíð Þór hjá Lilleström. „Þetta verður líklega þriggja eða fjögurra ára samningur. Við erum búnir að fara utan að skoða hjá félaginu og vorum mjög hrifnir. Þessar ensku akademíur hjá stóru félögunum eru ótrúlega flottar. Strákurinn verður í skóla með fótboltanum enda gengur ekki annað. Þetta er allt annað en það var hér á árum áður. Það kostar rúmar 200 milljónir á ári fyrir Everton að reka þessa akademíu og þarna eru 22 í fullu starfi," sagði Viðar en hann staðfesti einnig að FH og Everton væru búin að ná samkomulagi um „Aftur á móti efhann kemst i aðaUiöið og spilar þá fær FH tugi milljóna ísinn vasa." félagaskiptin og ef Bjarni uppfyllir allar væntingar sem til hans eru gerðar munu FH-ingar ekki bera skarðan hlut ffá borði. „Liðin hafa náð samkomulagi. Everton þarf að greiða eitthvað fyrir hann en FH samdi þannig að þeir fá meira fyrir sinn snúð ef Bjarni stendur sig hjá liðinu og kemst í aðalliðið. Þar er náttúrulega ef og kannski í myndinni og það er að sjálfsögðu ekkert í hendi. Því má ekki gleyma. Aftur á móti ef hann kemst í aðalliðið og spilar þá fær FH tugi milljóna í sinn vasa en þá þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp,“ sagði Viðar. Orðinn mjög spenntur „Strákurinn er að sjálfsögðu orðinn mjög spenntur. Hann var að klára samræmdu prófin og nú getur hann farið að einbeita sér að fótboltanum," sagði Viðar en hann segir að þeir feðgar muni fara utan til að skrifa undir ef samkomulag næst. „Ef við klárum þetta í þessari viku þá förum við væntanlega tfl Englands í næstu viku til þess að skrifa undir. Ég á frekar von á að það verði ofan á." henry@dv.is Farinn f Val Vilhjálmur Halldórsson gerði á sunnudag tveggja ára samning við Val. lR og Haukar höfðu lika áhuga á Vilhjálmi en hann valdi Val. Vilhjálmur Halldórsson búinn að finna sér nýtt heimili í Reykjavík Villi valdiVal Eftirsóttasti handboltamaðurinn sem enn er á íslandi er genginn út. VUhjálmur Halldórsson, sem hefur leikið með Stjörnunni allan sinn ferfl, skrifaði á sunnudagskvöld undir tveggja ára samning við Val. „Þetta var nokkuð erfitt val en á endanum ákvað ég að semja við Val," sagði VOhjálmur í samtali við DV Sport í gær. „Þar get ég æft eins og ég vil enda býður Óskar Bjarni upp á hádegisæfingar sem mér finnst skipta miklu máli. Ég hef verið að æfa mikið aukalega einn í vetur og það munar um að fá einhverja til að æfa með sér í hádeginu. Ég hef mikinn metnað og stefni að því að komast í atvinnumennsku og ég vO vera klár þegar tækifærið gefst og það hefst ekki öðruvísi en að æfa vel.“ Erfitt að segja nei Eins og áður segir þá höfðu ÍR og Haukar einnig áhuga á að fá Vilhjálm í sínar raðir. „Mér leist vel á ÍR og það var ekkert auðvelt að segja nei við Júlla. Þeir eru með toppmannskap og ég hef heyrt vel látið af Júlla sem þjálfara en ég taldi Val vera betri kost fyrir mig eins og staðan er í dag. Hvað Haukana varðar þá fannst mér aldrei vera verulegur áhugi hjá þeim á að semja við mig þannig að ég gaf það frá mér.“ hemy@dv.is sendu sms skeytið: NR í numeriól 909 'fnli,nf:i,ert & þu gaetir unnið glæsilega vinninga. ^jp bf. svaraóu einni spumingu sm ;;ímar meó sms skeytt: WR a beEt of 70 mí NR b ducj eða WR c miðar ú fame i númerió 1909 Ijóeokoi-t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.