Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004
Fókus DV
Jónas Freydal Þorsteinsson sakar Þorstein J. Vilhjálmsson, sem nú vinnur heimildarmynd um Stóra
málverkafölsunarmálið, um annarleg sjónarmið og krefst þess að viðtal við sig verði klippt út úr mynd-
inni. í ítarlegu bréfi hans til Þorsteins, Markúsar Arnar Antonssonar og reyndar fleiri aðila, setur hann
fram harða gagnrýni á fréttaflutning RÚV og segir Jón H. Snorrason saksóknara og Kristínu Guðnadótt-
ur listfræðing hafa logið blákalt fyrir rétti.
Meintur falsari svarar tyrir sig
Viktor Smári Sæmundsson for-
vörður Jónas vill meina að Viktor
Smári hafi gert við einar tíu myndir
sem eru í málinu löngu áður en hann
svo úrskuröaði þær falsaðar sem sér-
fræðingur ákæruvaldsins.
Kristín Guðnadóttir listfræðing-
ur Jónas segir hana hafa logið i Hér-
aðsdómi þegarhún sagðist hafa ver-
ið hætt hjá Listasafni Islands þegar
ákvörðun var tekin um að kæra verk i
eigu safnsins sem falsaðar myndir.
Hún ernú hjá ListasafniASl.
„Það kom fram í
Hæstarétti að nið-
urstaða Héraðs-
dóms er röng hvað
varðar aðkomu
Kristínar Guðna-
dóttur að málinu.
Einnig kom fram að
hún og Jón Snorra-
son saksóknari
Jón H. Snorrason saksóknari Sótti
málið I héraði en Bogi Nilsson tók við
málinu I Hæstarétti.Jónas Freydal
heldur þvi fram að Jón hafi logið
blákalt fyrir rétti.
„Þú verður eiginlega að spyrja
hann að því. Hann sendi þér þetta
bréf líka og ég sé ekki betur en að til-
gangurinn sé sá að nota áfram þær
vinnuaðferðir sem notaðar hafa verið
í þessu máli: Gera þá sem koma að
þessu og fjalla um það tortryggilega.
Þetta viðtal var tekið með fullu sam-
þykki Jónasar og þátttöku hans,
þannig að ég hef svo sem ekkert
meira um það að segja,“ segir Þor-
steinn J. Vilhjálmsson sem nú er að
leggja Iokahönd á heimildarmynd
sem fjallar um Stóra málverkafölsun-
armálið. Myndin heitir „Án titils" og
verður sýnd í Ríkisútvarpinu Sjón-
varpi 30. maí næstkomandi. Dóms er
nú beðið í málinu sem hefur verið
dómtekið í Hæstarétti.
Ófagleg vinnubrögð Þorsteins
DV hefur undir höndum ítarlegt
bréf sem Jónas Freydal, annar sak-
borninga í málinu, sem stílað er á
Þorstein, Markús Örn Antonsson út-
varpsstjóra og fleiri. í bréfinu fer hann
fram á það við Þorstein að viðtal sem
Jónas veitti og Þorsteinn hyggst nota í
myndina verði klippt alfarið út. Þá er
þess farið á leit að ekki verði í mynd-
inni vitnað í nein þau gögn, skjöl og
samtöl sem Jónas hefur látið Þor-
steini í té. Forsendur Jónasar eru þær
að spurningar þær sem Þorsteinn
spurði væru allar úr samhengi, ófag-
legar og Jónas mætti í viðtahð á fölsk-
um forsendum Þorsteins. Eftir að
hafa tiltekið ýmis dæmi þess efnis,
svo sem að Þorsteinn hafi dregið inn í
umræðuna forverði sem áttu að hafa
gert við verk fyrir Jónas, meint vin-
fengi Jónasar og Péturs og aðkomu
hans að málverkum eftir Vilhelm
Wills og dóm sem Jónas hlaut sem
unglingur segir í bréfinu: „Við vitum
báðir að ég gæti haldið svona áfram
og sé það þinn skilningur að ofan-
standandi sé dæmi um faglega um-
ræðu í heimildarmynd þá er ég því al-
gerlega ósammála, fýrir mér er þetta
dæmi um ófagmannlega og illa und-
irbúna undirmáls rannsóknarblaða-
mennsku 'sem unnin er út frá fýrir-
fram gefnum fosendum og eins langt
frá faglegri umræðu og hægt er.“
Þorsteinn sagðist í samtali við DV
ekki æda að fara í rökræður við Jónas
í íjölmiðlum. Hann var ekki búinn að
lesa bréfið ítarlega og aðspurður
hvort hann hygðist fara að tilmælum
Jónasar sagðist hann ætla að halda
sínu striki.
Alvarlegar ásakanir Jónasar
Jónas notar tækifærið í bréfinu og
bendir á ýmislegt sem hann vill fetta
fingur út í. Þannig segir hann Viktor
Smára Sæmundsson, forvörð og sér-
fræðing ákæruvaldsins, hafa gert við
um tíu myndir fyrir eigendur löngu
áður en hann dæmdi þær falsaðar. Á
þeim tíma hafi hann ekki haft neinar
athugasemdir né gefið til kynna að
myndirnar væru falsaðar. Jónas rekur
skort á samanburði, til að mynda
þykir benda til fölsunar sú staðreynd
að sum verkanna í málinu séu máluð
yfir eldri verk. Hins vegar sé til fjöldi
óvéfengdra verka sem eru sannarlega
máluð yfir aðrar myndir. Á þessu var
enginn samanburður gerður. Jónas
segir að reynt hafi verið að fjarlægja
600 síður úr gögnum málsins frá tíma
Héraðsdóms til Hæstaréttar, sem af
tilviljun voru allt skýrslur og gögn
sem sakborningum eru í vil. Þá segir
jafnframt í bréfinu, í lið sem Jónas
nefnir j.:
„Það kom fram í Hæstarétti að
niðurstaða Héraðsdóms er röng hvað
varðar aðkomu Kristínar Guðnadótt-
ur að málinu. Einnig kom fram að
hún og Jón Snorrason saksóknari
lugu blákalt fyrir Héraðsdómi og
lugu blákalt fyrir
Héraðsdómi og
sögðu hana hafa
verið hætta á Kjar-
valsstöðum þegar
myndirnar sem hún
keypti voru kærðar.
Afhverju lýgur
helsti sérfræðingur
landsins í Kjarval
fyrirrétti?"
sögðu hana hafa verið hætta á Kjar-
valsstöðum þegar myndirnar sem
hún keypti voru kærðar. Af hverju lýg-
ur helsti sérfræðingur landsins í Kjar-
val fyrir rétti?"
Þá átelur Jónas harðlega frétta-
flutning RÚV, hann furðar sig á því að
fréttamenn stofnunarinnar skyldu
ekki fylgjast með málinu í Hæstarétti
né Héraðsdómi þó svo að þarna sé
um að ræða eitt stærsta mál íslenskrar
réttarfarssögu. Og Jónas lætur að því
liggja að helsti ákærandinn í málinu,
Ólafur Ingi Jónsson forvörður, hafi í
raun verið í hlutverki fréttaritara
stofnunarinnar. Hann skrifar í Uð s.:
„Hver var fréttamaður RÚV í mál-
flutningi varnarinnar í Héraðsdómi?
Það komu fréttir í RÚV um hvað hafði
verið fram í réttinum en MBL, Frétta-
blaðið og Ólafur Ingi sátu og tóku nót-
ur. Þannig að RJJV hefur annað hvort
fengið fréttir sínar frá dómurum,
sækjendum, verjendum, Fréttablað-
inu, MBL eða Ólafi Inga Jónssyni."
Dýrasti haninn merkilegri en
málflutningur varnar
Jónas spyr hvort ekki sé rétt að
grennslast fýrir um hver heimildar-
maður RÚV er og segir jafhffamt að
sama dag og málflutningur varnar-
innar var í Hæstarétti þá hafi verið
„stórfrétt" í RÚV um annars vegar
dýrasta hana íslandssögunnar og hins
vegar Islandsmeistara í pípulögnum.
Án þess að Jónas vilji gera Htið úr
píparanum né hananum, „þá hlýtur í
faglegri heimildarmynd að vakna
spurning um hvað liggi að baki svona
ákvörðun, þessara sömu fréttamanna
og hafa lagt sakborninga í einelti í 7
eða 8 ár."
í lok bréfsins áréttar Jónas kröfu
sína um að hann komi ekki ffarn f
myndinni og segir þá báða munu
spara sér mikinn kostnað og óþæg-
indi sendi Þorsteinn J. staðfestingu á
lögmann sirm, Karl Georg Sigur-
bjömsson, um að ekkert verði haft eft-
ir sér í heimildarmyndinni „Án titils".
Jafnframt fer Jónas fram á það að Karl
Georg fái að sjá myndina áður en hún
verður sýnd.
jakob@dv.is
Vafasamur fréttaflutningur
RÚV
Og áfram heldur Jónas og tiltekur
ýmis atriði sem honum þykja í meira
lagi vafasöm þegar þetta mikla mál er
annars vegar. Hann spyr af hverju fólk
vilji láta skemma og brenna verkin í
málinu - em menn hræddir við það
hvað framtíðin leiði í ljós? Hann
bendir á að forstöðumaður Listasafris
íslands hafi ekki mætt til að bera vitni
í Héraðsdómi, hann spyr hverjir hafi
grætt á þessum máli, því alveg sé fyrir-
liggjandi að ekki vom það hinir
meintu falsarar sem fengu tugi millj-
óna í þóknun. Mun Jónas þarna vera
að vísa til þess að sérfræðingar ákæm-
valdsins, sem Jónas hefur haldið ffarn
að em allir hagsmunaaðilar, séu þeir
einu sem hafi haft eitthvað uppúr
krafsinu.
Þorsteinn J. Kvik-
myndatökumaður
hans hefur hér stillt
myndavélinni upp I
Hæstarétti. Þorsteinn
ætlar aðhaldasinu
striki og telur mál-
flutning Jónasari takt
við annað:Að reyna
að gera alla þá sem
nærri málinu koma
tortryggilega.