Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2004, Side 31
BV Síðast en ekki síst MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ2004 3 7 Hallgrímur Helgason skrifaði um „bláu höndina“ í Moggann og uppskar reiði forsætisráðherra. Davíð Oddsson kallaði hann á fund 1 Stjórnarráðinu. Hallgrímur vildi sem minnst um fundinn tala en upp- lýsti loks í fyrradag á Útvarpi Sögu hvað gerst hefði á fundinum. Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði á sínum tíma grein í Morgunblaðið þar sem hann leiddi líkur að því að Davíð Oddsson forsætisráðherra væri farinn að hafa óheppileg áhrif á andrúmsloftið í viðskiptalífi landsmanna. Einkum var fjallað um meinta andstöðu Davíðs við Baug og hét greinin „Baugur og Bláa höndin". Hugtakið „bláa höndin" varð sérlega fleygt. Ekki vakti minni athygli að skömmu síðar fréttist að Davíð hefði boðað Hallgrím á sinn fund í Stjórnarráðinu til að lýsa óánægju sinni með greinina. Hallgrímur vildi á sínum tíma ekki upplýsa í smáatriðum hvað gerst hefði á fundinum en ljóst þótti að hann hefði verið skammaður allnokkuð af forsætisráðherra. I' fyrradag var Hallgrímur í viðtali hjá Arn- þrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu og upplýsti þar loks hvemig fundurinn hefði farið ffam. Hallgrímur kvaðst á sínum tíma hafa verið „nokkuð ánægður" með Davíð og þótt „lúaleg- ar þessar endaiausu árásir á hann, úr vinstrinu" enda hefði hann gert „margt gott". Síðan hefðu hins vegar farið að renna á hann tvær grímur, fyrst og fremst eftir að Davíð „byrjaði ... með þessar endalausu árásir á Baugsfeðga“. Innrás lögreglunnar í höfuðstöðvar Baugs meðan unn- ið var að samningaviðræðum við Arcadia hefðu svo gert útslagið. Það hefði sér fundist „ein- hvem veginn of langt gengið. Mér fannst þetta vera gruggugt". Þá hefði hann skrifað Morgun- blaðsgreinina frægu, Baugur og Bláa höndin, þar sem hann hefði að vísu ekki fullyrt að Dav- íð væri persónulega á bak við lögreglurann- sóknina gegn Baugi heldur hugleitt hvort „Bláa höndin" væri ekki eigi að síður „þarna á bak við, greinilega. Þetta væm fmgraför hennar." Fundurinn stóð í 70 mínútur Greinin vakú strax vemlega athygli og fáum dögum eftir birtingu hennar fékk Hallgrímur tölvupóst ffá forsætisráðuneytinu þar sem hann var beðinn að hafa samband. Hallgrímur hringdi og var þá beðinn að koma til fundar við Davíð. f viðtalinu við Amþrúði sagði hann: HaUgrímur: „Ég ætlaði nú ekkert að fara fyrst, ég meina,... ég vissi náttúrulega um hvað yrði rætt og hvað kom honum við hvað ég væri að skrifa? En svo ..." Amþrúður: „En bíddu ... þú ert beðinn um að koma á fund. Leið þér eins og þú værir að fara íyfirheyrslu hjá lögreglu ... eða?“ Hallgrímur: Yfirhalningu kannski frekar ... Ég vissi náttúrulega hvað ég ætú í vændum, og, og ákvað fyrst að fara ekki. En svo var forvitnin því yfirsterkari..." (hlær) Amþrúður. .... hræðslunni yfirsterkari?" (hlær) HaUgrímur: „... ekki hræðslunni, en ... mér fannst bara fyrst, so what, ég meina ... hvað kemur mér við hvað honum finnst um það sem ég er að skrifa? Maður á að hafa ffelsi til að skrifa hvað sem er og maður á ekki að þurfa að hlýða á einhverjar ákúmr fyrir það. En svo var forvitnin þarna svolíúð sterk ... þetta var tækifæri sem ég gat ekki láúð fram hjá mér fara og ég fór niður eftir og... var vísað inn í þessa skrifstofu hans og hann sat þarna, og við fengum okkur sæú... Ég var nú mest súessaður alla vega þegar ég gekk inn en svo lagaðist það súax þegar ég sá að hann var líka súessaður. Ég fór nú eitthvað að djóka af því að hann bað mig um að setjast nið- ur á hægindastól sem var svona ofan á teppa- bút, þannig að ég spurði: „Já, já, á að fara að taka mann á teppið?“ Og hann hafði ekki alveg húmor fyrir því, sko. Þannig að þá ... slappaði ég voða vel af. Og svo var hann svo æstur og alltaf þegar þú talar við fólk sem er æst þá einhvern veginn verður þú afslappaður sjálfúr." Funduiinn stóö yíir írúmar sjötíu mínútur. Hallgrímur: „Hann svona var eiginlega bara að reyna að leiða fyrir mig sannleikann í málinu og sína hlið og furða sig á því hvernig í ósköp- unum ég hefði fengið þessa ídeu, og hvernig mér gat dotúð í hug að hann ... væri að senda lögregluna á fólk... Og svo kom þessi bara ræða, sem sagt. I rauninni minnú þetta mig á... ég hef nú aldrei verið mikið fyrir riffildi sko, og aldrei lent í að rífast við fólk beinlínis. Og síðasta rifr- ildi sem ég hafði tekið þátt í var svona hjónarifr- ildi þegar ég var að skilja við konuna. Og þetta var svolíúð svipað, sko. Hann var að reyna að sannfæra mig um að hann hefði ekki haldið ffamhjá og ég bara trúði honum ekki, sko. Og þetta minnú mig helst á það. Og hann ... hafði náúúrulega orðið mestan tímann, sko. Og... þetta voru miklar svona æú- fræðitölur um hvernig í ósköpunum hann gæti verið á móú Baugi þegar Tryggvi Jónsson væri [þáverandi] forstjóri Baugs, og hann væri vin- ur dómsmálaráðherra sem þá var og þetta var allt svona í þessum dúr, sko ... [MJaður svona komst í tæri svoh'úð við hugsana ganginn hjá honum... Og svo fór nú nett um mann svona þarna í restina ..." Hallgrímur óttaðist um starf föður síns Hallgrímur er sonur Hallgríms Hall- grímssonar sem þá var vcgamála- stjóri en átti aöeins tvo mán- uöi eftir í starfí þar sem hann var um þaö bil að komast á eftirlaun. Hallgrímur „Ég var eitthvað svona að grínast við Davíð, sko, að ... Haraldur Johannessen, við vorum eitthvað að tala um hann... Sem er ríkislögreglustjóri, og ég sagði eitthvað [á þessa leið]: „Já hann er nátt- úrulega bara svona gæludýrið ykkar í flokknum og bara flokksráðning hrein og klár og þið hafið hann alveg í ykkar bandi.““ Amþrúður: „Sagðirðu við Davíð?" Hallgrfmur:: „Já, og þá skaut hann svona tfi baka [breyttri röddu]: „Það eru allir flokksráðn- ir hjá ríkinu! Líka pabbi þinn!“ Og þá allt í einu verð ég hræddur um að pabba yrði bara sagt upp daginn eftir! Og... mér fannst það nú leiðinlegt fyrir hans hönd því að hann átú nú mjög farsælan ferfi að baki hjá Vegagerðinni, 40 ára starfsferO, og átú bara tvo mánuði eftir, en það kom nú ekki úl.“ Amþrúður: „Þannig að hann hefur fengið að klára þessa tvo mánuði?" Hallgrímur: „Já, já.“ Davíð hrópar í bakherbergj- um á Al- þingi Amþrúð- un „Hvernig eru fleiri svona orðaskipú ykkar í mOli?... Talaði hann um að þú hefðir gengið aUof langt með þessari grein?" HaUgrím- ue „Já, Hallgrimur Helgason Frægt er orðtð þegar Davið Oddssort kollaði hann ó fund sinn. Litið hefur heyrst afþvt sem fót fram á þeim fundi, Fyrr en nú. Davíð Oddsson / haust fer Davíd frá sem forsætis raðherra. Hallgnmur Helgason (ýsti þvi á Útvarpi Sögu þegar hann var kaílaður á teppið hja Davið, já, klárlega. Já, já. Hann var mjög óánægður með greinina en sagði reyndar að hún væri vel skrifuð. Það var eina.“ Amþrúður: „Hvað sagðir þú þá?“ HaUgrímur: „Ég sagði bara, þeúa væri mín skoðun. Og ég hvikaði ekkert ffá því og ég held að það hafi bara komið æ betur í ljós hvernig „Bláa höndin" vinnur. Hún vinnur á þessum persónulegu nótum ... Hann talaði mjög Ola um [Gunnar Smára EgOsson] ritstjóra Fréttablaðs- ins, um Jón Ásgeir [forstjóra Baugs] og kaUaði þá aUa Ulum nöfnum. Og ég get nú varla haft það efúr... [En] þá svona sá maður hvernig höfuðið á honum vinnur, sko. Og þetta hefur bara komið síðan æ betur í ljós, því hann hefur náúúrulega ekkert gert annað síðasúiðin tvö ár en að tala Ola um Baug og Baugsfeðga og Jón Ásgeir og Fréúa- blaðið, „Baugstíðindi"... þeúa hafa verið sífeUd- ar árásir og það fer greinUega rosalega í taugam- ar á honum og svo er maður að heyra sögur úr þinginu núna að hann hrópi að þingmönnum Samfýlkingar að þeir eigi sér bara einn foringja í lífinu sem er Jón Ásgeir - og þetta lirópar hann á þá í bakherbergjum efúr umræður á Alþingi, og hann er greinfiega bara með manninn á heUanum. Og ég hef nú spurt fólk sem er nákom- ið Jóni Ásgeiri hvað [það] gæti hugsanlega verið sem veldur því að Davíð hatar hann, en það hefur engin skýring komið fram, en ein hugsanleg skýring er sú að JónÁsgeir var í Orca hópnum á sínum tíma, þar sem að Jón Ólafs- son var náttúrulega innbyrðis og Jón Ólafs- son var náttúrulega..." Amþrúður: „Menn æúuðu að setja upp banka. Það ... liggur ljóst fyrir. Þeir æúuðu þarna nokkrir að setja upp banka ... Þorsteinn Már og fleiri..." Hallgrímur: „Ég er ekki nógu vel að mér kannski í þessum viðskipt- um, en það er eitthvað þarna." Amþrúður: „En hvernig kvöddust þið?“ Hallgrímur: „Ja, það var bara mjög snöggt. AUt í eúiu reis hann upp og sagði bless: „Vertu blessaður." Og svo bara var ég farinn." Hallgrímur Helgason kom upp um ýmts leýndarmál í viðtalinu við Amþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu. Hann talaði um fund sinn með forsæúsráðherra efúr að greinin um bláu hönd- ina birúst í fjölmiðlum og óvænt bræðisköst Davíðs Oddssonar á Alþingi. Reynd- ar virðist skiptunum sem Davíð missir stjóm á sér alltaf flölga eins og eftirfarandi kafli úr viðtalinu við Hallgrím leið- iríljós. „... hann hefur náttúrlega ekkert gert annað í tvö ár en að tala illa um Baug og Baugsfeðga... þetta hafa ver- ið sífelldar árásir og svo er inaður að heyra sögur úr þinginu núna að hann hrópi að þingmönnum Samfylkingar að þeir eigi sér bara einn foringja í lífinu sem er Jón Ásgeir og þetta hrópar hann Rannveig Guð- mundsdóttir þingmaður Segir Davið sjá Jón Ás- geir I hverju horni. Davíð Oddsson forsætisráðherra Sagan um atvikið með Rannveigu hefur vakið undrun þingmanna. á þá í bakherbergjum eftir umræður á Alþingi.“ Umræddur atburður átú sér stað á Alþingi í síðustu viku. Davíð var að veita andsvör við ræðu Ögmundar Jónassonar en í staðinn fyrir að svara honum beint nýtú hann sér úmann og talaði um Samfylkinguna. Rannveigu Guð- mundsdóttur var misboðið og segja heimildar- menn DV að hún hafi átt orð við Davíð efúr ræðuhöldin. „Davíð, svona tala foringjar ekki," sagði Rannveig við forsæúsráðherra. Sjónarvottar segja að Davíð hafi þá gripið um hendurnar á henni og sagt á móú: „Þú átt bara einn foringja og það er Jón Ásgeir." Rannveig er þessa dagana úti í Kaupmanna- höfn. Þegar DV hafði samband sagðist hún ekki vilja tjá sig um atburðinn. Hún hefði það fyrir reglu að það sem færi milli þingmanna utan ræðupúltsins væri aðeins þeirra á milh. „Annars hafa ofsóknir forsæúsráðherra verið með ólfkindum efúr að Ingibjörg Sólrún flutú ræðuna í Borgarnesi um árið,“ segir Rannveig. „Það er eins og Davíð sjái Jón Ásgeir í hverju horni.“ Davíð Oddsson svaraði ekki tölvupósú DV í gær þar sem hann var spurður út í atvikið með Rannveigu Guðmundsdóttur. Það vakú hins vegar athygli í gærmorgun að vel lá á Davíð þeg- ar fiéttamaður Stöðvar 2 náði tali af honum fyr- ir utan Stjórnarráðið og spurði hann út í ríkis- stjómarfundinn. Davíð sagðist vera í góðu skapi, hefði fengið kakó um morguninn og að pabbi hans hefði orðið níræður: „Þetta verður skemmtilegur dagur,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Helgi Hjörvar alþing- ismaður Komuppum bræðiskast Daviðs á heimasiðu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.