Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 12
68 TIMARIT VFI 1965 3 fasa vöf skammhlaupssnúð. Snúningshraðinn er 3000 s/m og slippið við fullt álag er innan við 0.6%. Rafallinn er svonefndur „homopolar" rafall, 14 kW, 500 volt, 1050 Hz. Segul- mögnunarvör eru í statornum og því engir sleituhringir. Tíðni straumsins frá rafaln- um breytist í réttu hlutfalli við breytingar 50 riða tíðni notendakerfisins og þar sem næmisvið móttökuliðanna er mjög breitt, eins og nánar verður getið siðar, er hraða- stilling hreyfilsins ekki nauðsynleg. Þar sem hvorki eru sleituhringir á hreyfli né rafal, er bygging riðbreytisamstæðunnar því einföld og traust og hún örugg í rekstri. Á mynd 4 er sýnd uppbygging tóntíðni- rafalsins, og þá sérstaklega hvernig segul- mögnunarvöfunum er komið fyrir. Þar sem rafallinn lestast af öllu veitukerfinu, sem hann fæðir út á, er stærð hans ákveðin út frá heildar- stærð kerfisins og er ca. 0.1% af málraun þess. Miðað við tvöföldun á 10 árum cotti því sendibúnaðurinn að nægja í næstu 12 ár. Segulmögnunarstraumur rafalsins er fenginn frá sér- stökum seleníumafriðli, sem tengdur er i Graetz-brú og gefur 42 volta jafnspennu. Ræsirofi hreyfilsins er sjálfvirkur stjörnu-þríhyrnings- rofi með yfirálagsútleysingu. Segulrofinn, sem matar tóntíðniimpúlsana inn á ein- angrunarspenninn i tengisellunni, ervenjulegur 3-fasa, 60A segulrofi með ýmsum hjálparrofum. En í segulrofahúsinu eru innbyggðar 3 spólur, sem við opna stöðu segulrofans tengjast inn á lágspennuhlið einangrunarspennisins, þeg- ar impúls er sendur út. Spanhæfni þessara spólna er ákveðin þannig, að þær, ásamt þéttunum og spólunum í tengisellunni, sem þær tengjast við i röð, hafa hverf- andi lítið viðnám fyrir 1050 riða straum og skamm- hleypa því reikandi yfirsveiflustraumum með þeirri tíðni, sem kynnu að myndast í veitukerfinu eða aðliggjandi háspennukerfum og gætu haft truflandi áhrif á mót- tökuliðana. B. 6 kV tengibúnaður. Frá fyrrnefndum impúlsseglurofa eru tóntíðniimplús- arnir sendir út á 6 kV kerfið í gegnum tengiselluna. Á mynd 5 er sýnd straumrás sellunnar. Frá segulrofanum fer straumurinn inn á forvaf ein- angrunarspennisins, en hann er 14 kVA, 500/100—270 volt og tengdur í stjörnu-stjörnu. Notkun þessa spennis hefur þann kost, að ekki þarf að einangra tóntiðniraf- alinn fyrir 6 kV. Ennfremur einangrar spennirinn stjörnu- miðju tengisellunnar og gefur möguleika á stillingu á tóntíðnispennunni úti í kerfinu, þar sem 3 úttök eru á hverri spólu bæði á forvafi og bakvafi (skv. mynd 5). Spennirinn er stilltur þannig, að sendispennan er ca. 3% af netspennunni. Strax á eftir bakvafsúttökum eru tengdir yfirspennu- afleiðarar milli fasa. Síðan koma 40 A straummælar fyrir tóntíðnistrauminn og eru þeir tengdir beint á skinnurnar. Frá straummælunum liggur straumrásin í spólurnar og síðan þéttana og þaðan upp á vör og teinrofa og loks inn á 6 kV safnteina í gegnum álagsrofa. Þéttarnir eru 10 /íF en spólurnar 1,4—2,7 mH, stillan- legar með ca. 0.04 mH þrepum. Spólurnar eru stilltar 4. mynd. Skýringarmynd af tóntíðnirafal. þannig, að þær, ásamt þéttunum raðtengdum, myndi sem minnst viðnám fyrir 1050 Hz, en þá jafnframt mikið viðnám fyrir 50 Hz, þ. e. mynda gildru fyrir 50 Hz og varna því að einangrunarspennirinn lestist með 50 riða straum. Teinrofinn er tvöfaldur, þ. e. fyrir utan venjulegan 3-póla teinrofa, er sambyggður 4-póla jarðtengirofi, sem skammhleypir milli fasa og núllpunkts í bakvafi einangrunarspennisins. Með þessum rofa er því hægt að afhlaða þéttana í gegnum spólurnar og bakvaf spenn- isins og jarðbinda allt saman, sem verður að gera, ef vinna þarf inni í sellunni. Sambyggð rofanum eru svo venjuleg háspennuvör. Búnaður sá, sem nú hefur verið lýst, er allur stað- settur í kjallara aðveitustöðvarbyggingarinnar í sama herbergi og spennistöð fyrir eigin notkun stöðvarinnar, (sjá mynd 1). Varðandi truflun í öðrum bæjarkerfum má geta þess, að tóntíðnin er valin m. a. með hliðsjón af því að skamm- hlaupimpedansinn í 30/6 kV spennunum veiti mikið við- nám fyrir tóntíðnistrauminn. Það tapast þvi hverfandi lítil sendiorka yfir i nærliggjandi kerfi og engin hætta á truflunum, þótt þar væri álagsstýring og notuð sama tíðni. Til gamans hefur tóntíðnispennan verið mæld á not- endakerfi við Elliðaár, og reyndist hún vera aðeins um 1,8% af tóntíðnispennunni í aðveitustöð Rafveitu Hafn- arfjarðar. C. Stjórntafla. Stjórntafla álagsstýringarkerfisins er byggð í stand- andi stálskáp og var, skv. ósk Rafveitu Hafnarfjarðar byggð þannig, að hægt var að byggja hana við stjórn- töflu hinnar nýju aðveitustöðvar sem níundu eininguna. Með stjórntöflunni eru 3 eftirfarandi möguleikar á stjórnun kerfisins fyrir hendi: 1. Alsjálfvirk stjórnun á 22 rásum með rofaklukku, sem hægt er að láta rjúfa eða kveikja á hvaða tíma sólarhrings sem er, sérhverja rás óháða hverri ann- arri. 2. Sjálfvirk stjórnun með ljósnemabúnaði á allt að tveimur rásum fyrir götulýsingu eða þess háttar. 3. Handstjórn á einni eða fleiri rásum með sérstökum rofum á töflunni og er einn rofi fyrir hverja rás. Um leið og einni rás er stjórnað með handstjórn útilokast sjálfvirk stjórn á þeirri rás. Með smávægilegum breytingum eru fleiri möguleikar fyrir hendi, sem getið verður síðar.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.