Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 15
TIMARIT VFl 1965
71
rafmagnshlutanum og vélræna hlutanum. Á mynd 7 er
straumrás rafmagnshlutans sýnd, einfölduð. Rafsian er
afstemmd fyrir 1050 Hz og er einkennislína hennar mjög
flöt á bilinu plús—minus 4% frá þeirri tíðni, en stígur
ört þar fyrir utan. Þar af leiðandi er næmleiki liðans
svo til sá sami, þótt tíðni impúlsstraumsins breytist
um plús—mínus 4% og hraðastilling á riðbreytisamstæð-
unni þess vegna óþörf eins og fyrr segir.
Hver tóntiðniimpúls varir 7,5 sek. Þann tíma dregur
móttökuliðinn 1050 riða straum í gegnum rafsíuna.
Straumurinn afriðlast í afriðlinum og hleður síðan upp
safnþéttinn (sjá mynd 7.) Þegar hann hefur náð kveiki-
spennu glimmlampans, afhleðst hann í gegnum lampann
og spólu jafnstraumsliða, sem er I móttökuliðanum.
Aflið, sem liðinn fær, er ca. 100 sinnum meira heldur en
það, sem móttökuliðinn dró í gegnum rafsíuna. Hversu
langan tíma það tekur þéttinn að ná kveikispennunni,
er að sjálfsögðu háð tóntíðnispennunni, sem er dálítið
breytileg, eftir því hvar er í notendakerfinu. Hæst er
hún ca. 5,5 volt, en má fara niður í 1,5 volt til þess að
kveikispennan náist á þeim tíma, sem impúlsinn varir.
Með því að aflið, sem jafnstraumsliðinn fær, er marg-
falt meira heldur en sendiaflið, getur liðinn verið kröft-
ugur og traustur jafnstraumsliði. Ennfremur hefur söfn-
unarásinn þann kost, að ef spenna safnþéttisins nær
kveikispennu, fær jafnstraumsliðinn fullt afl, en ef ekki,
þá dregur liðinn engan straum. Liðinn fer því annað
hvort inn með fullu afli eða hann hreyfist ekki, og
verður þvi aldrei um að ræða neinar sveiflur í honum.
Yfir safnþéttinn er tengt afhleðsluviðnámið R (sjá
mynd 7), sem m. a. gerir það að verkum, að veikur
1050 riða yfirsveiflustraumur, sem kynni að myndast í
netinu, nær ekki á löngum tíma að hlaða þéttinn upp I
kveikispennu glimmlampans.
Vélræni hluti móttökuliðans er gerður úr litlum 220
volta samfasa hreyfli ásamt valsi með þremur færan-
legum pinnum, sem verka á rofa móttökuliðans. Enn-
fremur er við valsinn málmkambur, sem getur ýtt pinn-
unum örlítið til hliðar. Þegar ræsiimpúlsinn kemur,
draga jafnstraumsliðarnir í öllum móttökuliðum í kerf-
inu og samfasahreyfillinn fer í gang og snýr valsinum
einn snúning, en síðan missir hreyfillinn spennuna og
stanzar. Samtimis snýst valsrofinn I stjórntöflunni sam-
fasa með valsinum í móttökuliðanum, eins og fyrr getur.
Þegar móttökuliðarnir eru stilltir á rásir, er það gert
með því að færa til fyrrnefnda pinna, en þeir eru festir
á hringi, sem eru utan um valsinn. Þegar móttökuliðinn
fær impúlsa, sem koma á eftir ræsiimpúlsinum, dregur
jafnstraumsliðinn og fellir fyrrnefndan kamb nær vals-
inum, þannig, að ef einhver pinninn er þá að koma að
kambinum, ýtist hann til hliðar. Rétt um leið og im-
púlsinum lýkur, lyfta tennur á valsinum kambinum aftur
I eðlilega stöðu, þannig að hann er tilbúinn að falla,
þegar næsti impúls kemur. Þegar kamburinn er uppi,
fara tindarnir á valsinum undir hann og ýtast ekki til
hliðar. Tindarnir þrýsta á arma rofanna í liðanum með
snúningsafli valsins, en rofarnir eru snöggrofar. Hafi
kamburinn ekki fallið niður, þegar tindurinn nálgaðist
hann, þrýstir tindurinn á þann arm rofans, sem setur
hann út, en hafi kamburinn fallið og þrýst tindinum til
hliðar, þrýstir hann á þann arm rofans, sem setur hann
inn.
Ef nú t. d. farið hefur út impúls, þegar valsrofinn í
stjórntöflunni var á rás nr. 6 (þ. e. rofi nr. 6 á mynd
6 hefur verið inni), fellur kamburinn í öllum móttöku-
liðum, þar sem valsinn hefur snúizt jafnmikið og vals-
rofinn í stjórntöflunni. Pinnarnir, sem stilltir hafa verið
á rás 6, eru þá á þeim stað á valsinum, að þeir eru að
nálgast kambinn, sem þá þrýstir þeim til hliðar þannig,
að þeir setja rofann inn, eða breyta ekki stöðu hans,
hafi hann verið inni.
Hafi hins vegar ekki farið út impúls, þegar valsrof-
inn í stjórntöflunni var á rás nr. 6, (þ. e. rofi nr. 6 á
mynd 6 hefur verið úti), fellur kampurinn ekki og pinn-
arnir, sem stilltir voru á rás 6, fara framhjá kambinum,
án þess að þrýstast til hliðar, og setja rofann út, eða
breyta ekki stöðu hans, hafi hann verið úti.
Þegar einhver rás á að fara inn eða út, verður sú
breyting á síðustu impúlsröð, sem send var út, að einn
impúls bætist við eða tekst af, en allir aðrir impúlsar
fara út eins og áður. Stjórntaflan endurtekur þannig
boðin við hverja útsenda impúlsröð, þar til breyting á
að verða. Þannig fer t. d. impúls nr. 9 alltaf út við
hverja sendingu, á meðan rás 9 á að vera inni, en fer
aldrei út þann tíma, sem rás 9 á að vera úti.
1 stað þess að hafa þrjá 1-póla rofa i hverjum mót-
tökuliða, er hægt að hafa einn 3-póla rofa og einn 1-
póla.
Auk þeirra móttökuliða, sem Rafveita Hafnarfjarðar
keypti, hefur Zellweger staðlaða framleiðslu á stærri
liðum, sem hægt er að hafa í 6 1-póla rofa eða blandað 1-
póla og 3-póla rofa, en 3-póla rofi tekur jafnmikið rúm
og tveir 1-póla rofar. Þessir liðar geta því stjórnað allt
að 6 mismunandi notkunum.
I móttökuliðunum eru tengingar fyrir lítið hitahald,
0.5 W, sem láta má í liðana til að halda þeim þurrum,
ef þeir eru settir upp á rökum stöðum.
Óheppilegt er að hækka sendispennuna mjög mikið,
þótt hún reynist heldur lág á einstökum afskekktum
stöðum úti í netinu. 1 þeim tilvikum má leysa málið
með því að nota móttökuliða með magnara, en þeir eru
að ytra útliti eins og venjulegur liði. Lægsta sendi-
spenna, sem verksmiðjan ábyrgist að þeir vinni við, er
0,5 volt.
E. Prófunarbúnaður og áhöld.
Það helzta sem fylgdi álagsstýringarkerfinu af próf-
unarbúnaði og áhöldum er:
a. Lítið stjórnborð, ósjálfvirkt.
b. Lítill lampariðbreytir.
c. Voltmælir fyrir tóntíðnispennu.
d. öll áhöld, sem nauðsynleg eru til að taka í sundur
og yfirfara riðbreytisamstæðuna og gera við og
prófa móttökuliðana.
Stjórnborðið er í kassa, sem er ca. 33X34 cm á stærð.
1 því er valsrofi, 22 rofar, þ. e. einn fyrir hverja rás,
ræsihnappur og tengill fyrir tengingu við riðbreyti. Með
þessu stjórnborði má stjórna álagsstýringarkerfinu, ef
sjálfvirka stjórntaflan bilar, en í henni er sérstakur
fjögurra tinda tengill til að tengja litla stjórnborðið við
með. Ennfremur er það ætlað tii að stjórna útsendingu
impúlsraða með lampariðbreytinum, við prófun móttöku-
liða.
Lampariðbreytirinn er einungis ætlaður til að fram-
leiða tóntíðnispennu til prófunar móttökuliða. Hann er
byggður í alveg eins kassa og litla stjórnborðið. Á hon-
um er voltmælir fyrir sendispennuna, tengill til að
tengja litla stjórnborðið við hann, hnappur til að stilla
með sendispennuna og úttök til að tengja móttökulið-
ana við. Ennfremur eru 2 snarar til að velja með út-