Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 18
74
TlMARIT VFl 1965
FRAMLEIÐSLA MÁLNINGAR H.F.
Eftir Gísla Þorkelsson, efnaverkfræðing
(Erindi flutt á fundi í EVFÍ 29. september 1965 í Málningu h.f.).
Snemma árs 1953 hóf Málning h.f. starfsemi
sína með framleiðslu á Spred Satin, eftir for-
skriftum og undir eftirliti Glidden Co. í U.S.A.
Spred Satin er fyrsta latexmálningin, sem fram-
leidd hefur verið hér á landi og náði frá upphafi
geysimiklum vinsældum, en hin hefðbundna olíu-
málning varð að þoka fyrir henni sem innanhúsi-
málning.
1 byrjun framleiddi Málning h.f. aðeins Spred
Satin, en þegar á fyrsta ári var hafin framleiðsla
á sellulósalökkum og þynni eftir eigin recspturn,
sem einnig fengu góðar undirtektir. Síðan hefur
verksmiðjan jafnt og þétt bætt við nýjum vöru-
tegundum, sem allar eru unnar eftir eigin að-
ferðum og forskriftum, að undanteknu Spred
Úti, er kom á markaðinn 1955.
1955—56 var komið á fót lakksuðu og hafin
framleiðsla á olíulökkum ásamt olíumálningu.
Olíumálning hefur mest verið framleidd til
notkunar utanhúss, eins og t. d. Þol, sem mikið
er notað á þök og glugga. Ennfremur skipa-
málning og japanlakk.
Samhliða olíumálningunni var svo farið að
framleiða syntetisk lökk, þ.e.a.s. alkydlökk.
Meðal fyrstu syntetisku lakka okkar var bíla- og
vélalakk, sem hlaut nafnið Kraftlakk.
Alkydharpixar, sem eru í rauninni polyestrar,
eru kondensations produkt phtalsýru, glyserins
eða pentaerytrols og feitisýru. Sem málningar-
hráefni hafa þeir flesta eða alla kosti olíumálning-
ar og olíulakka, en auk þess ótrúlega f jölbreytni,
sem gefur málningarefnafræðingnum miklu meira
svigrúm til formúleringar. Auk þess má oft
gera alkydmálningu og lökk ódýrari en samsvar-
andi olíumálningu. Það er því augljóst, að alkyd-
málning ryður sér til rúms á kostnað olíu-
málningar, en jafnframt opnar hún möguleika á
að framleiða ný efni, sem ekki er hægt að fram-
leiða úr olíulökkum.
Hjá okkur hefur því verið stefnt að því að
auka stöðugt alkydmálninguna en draga úr
notkun olíumálningar og olíulakka, og nú er svo
komið að við höfum lagt lakksuðuna niður.
Afleiðingin af þessu hefur orðið sú, að eldri
olíumálning okkar hefur verið afnumin eða
henni breytt í alkydmálningu. T. d. er japan-
lakkið okkar nú alveg byggt á alkydharpix, eða
syntetiskt eins og hér er kallað. Skipamálningin
hefur verið afnumin en í staðinn komið Skipa-
lakk, einnig syntetiskt. Helzta ryðvarnargrunn-
málning okkar er einnig alkydmálning, eins
og t. d. Grámenja og Oxydmenja. Grunnal, sem
er mjög vinsæl innanhússgrunnmálning, er líka
alkydmálning og svo má lengi telja.
Afbrigði alkydlakka eru svo kölluð uretan-
alkydlökk, sem við framleiðum undir nafninu
Eðallökk. Þau hafa mun betra slit- og efnaþol
en venjuleg alkydlökk og þola jafnframt ágæt-
lega veðrun og sjávarseltu. Hvítt Eðallakk er
mikið notað í fiskibáta, bæði á lestar og ofan-
dekks.
Önnur tegund polyuretanlakka, sem við fram-
leiðum, er Kjarnalakk. Það inniheldur ekki feiti-
sýrur en aftur á móti fríar isocyanatgrúppur og
þornar við að vatn úr andrúmsloftinu binzt þeim.
Við framleiðum einungis ólitað Kjarnalakk, sem
er glært. Þessi rakaþurrkslökk eru með slitþoln-
ustu lökkum sem þekkjast.
Þessar málningartegundir, sem ég hef gert tíð-
rætt um, ásamt hjálparefnum, s. s. spartli
mynzturmálningu, bronsi, þurrkefni o. fl., mætti
nefna almennar neytenda málningarvörur (á
ensku kallaðar „trade sales paints“)- Málning
og lökk til iðnaðar eru svo í flokki út af fyrir sig,
nefnast iðnaðarlökk og eru oft meira sérhæfð,
jafnvel eftir óskum einstakra notenda. Fram-
leiðsla iðnaðarlakka krefst allmikillar samvinnu
við neytendurna sjálfa, oft hvern í sínu lagi, og
iðnrekendur leggja mikið upp úr því að geta haft
beint samband við málningarframleiðandann.
Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt, ef iðnrekandi
þarf á nýrri lakktegund með ákveðnum eigin-
leikum að halda, en oft er jafnmikilvægt, ef
galli hefur komið fram, að hægt sé að leiðrétta
hann fljótlega, svo að ekki valdi langvinnum
framleiðslutruflunum. Þetta er ekki hægt þegar
innflutt málning á í hlut.
Málning h.f. byrjaði snemma að framleiða ýms
iðnaðarlökk og eru þau orðin allstór liður hjá
okkur. Sum iðnaðarlökk hafa svo náð almennum