Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1965, Blaðsíða 14
70 TÍMARIT VFl 1965 vörun, ef álagið fer upp fyrir visst mark. Verður þá toppálagsins gætt og gripið inn í hina sjálf- virku stjórn álagsstýr- ingarinnar og álaginu haldið niðri eftir því sem hægt er skv. almennum söluskilmálum. Á valsi rofaklukkunn- ar í stjórnborðinu, er auk þeirra 22 raufa, sem fyrr var getið, ein rauf fyrir endurtekningu. Með því að setja í hana stýri- pinna, endurtekur stjórn- taflan síðustu impúlsröð óbreytta á þeim tímum, sem pinnarnir voru sett- ir við, og er hægt að fá slíka endurtekningu eins oft og óskað er. Á stjórntöflunni er voltmælir, sem sýnir sendispennuna. Með volt- mælissnara er hægt að mæla spennuna á hverjum fasa. Ennfremur eru á töflunni 22 merkiljós, eitt fyrir hverja rás. Með því að setja inn snerilrofa á töfluna, kviknar ljós á merkiljósum þeirra rása, sem inni eru. Á töflunni er einnig vísir, sem snýst samfasa með fyrrnefndum valsrofa og þá einnig hreyflunum í mót- tökuliðunum og sýnir þessi vísir einnig á hvaða rásum impúlsar fara út við útsendingu. Þá er einnig á töflunni aðvörunarljós ásamt tengi- möguleika fyrir aðvörunarbjöllu. Ennfremur rofi til að hindra með eðlilega virkun stjórntöflunnar, t. d. meðan verið er að setja stýripinna í klukkurofavalsinn eða færa þá til. Með sama rofa er hægt að stöðva bjöllu, ef hún hefur verið tengd. Loks er á stjórntöflunni teljari, sem sýnir fjölda im- púlsraða, sem sendar hafa verið út. Allar áletranir á töflunni eru á íslenzku. Aðvörunarljósið á stjórntöfiunni lýsir við eftirfarandi: a. Rofaklukkan í stjórntöflunni gengur eftir jafn- straumsimpúlsum, sem móðurklukkan sendir frá sér á mínútu fresti. Ef rofaklukkan stöðvast af einhverj- um ástæðum eða missir einn eða fleiri impúlsa og verður þar með of sein, kemur aðvörunarljós. b. Ef netspennan fer af töflunni, t. d. vegna straum- leysis í húsinu, eða vegna þess að vartappi í töflunni hefur brunnið, yfirstraumsrofar slegið út eða spennir bilað. c. I stjórntöflunni er prófunarliði með 22 rofum, einum á hverri rás. Þessi liðl tekur á móti tóntíðniimpúls- um frá notendakerfinu í aðveitustöðinni, eftir að þeir hafa farið út á 6 kV safnteinana. Ef staða ein- hvers þessara rofa svarar ekki til þess, sem hún á að vera skv. útsendri impúlsröð, þá sendir stjórntaflan aftur út. Sé staða allra rofa prófunarliðans ekki rétt eftir þá útsendingu, prófar taflan með enn einni út- sendingu. Takist sú útsending heldur ekki, lýsir að- vörunarlampi til merkis um það, að tóntíðniimpúls- arnir hafi ekki farið út á netið af einhverjum ástæð- um, sendispennan verið of lág eða að prófunarliðinn hafi bilað. Ef eðlileg virkun stjórntöflunnar hefur verið hindruð með til þess gerðum fyrrnefndum rofa. Til viðbótar því sem nú hefur verið lýst hafa verið pantaðir 3 vikurofar, sem hægt er að tengja inn á hvaða rásir sem er í stjórntöflunni. Með þeim eru fyrir hendi eftirfarandi möguleikar: a. Rofið allan sunnudaginn og á öðrum dögum vik- unnar skv. rofaklukku stjórntöflunnar. b. Órofið allan sunnudaginn og á öðrum dögum vik- unnar skv. rofaklukkunni. c. Rofið skv. rofaklukkunni á sunnudögum og alveg rofið alla aðra daga vikunnar. d. Rofið skv. rofaklukkunni á sunnudögum og órofið alla aðra daga vikunnar. Með þessum vikurofum skapast m. a. möguleikar á að selja raforku til upphitunar kirkna, órofið á sunnu- dögum og að rjúfa hitanotkun til iðnaðar alveg á sunnu- dögum, þar sem hans er ekki þörf. Eins og fyrr segir er rofaklukku stjórntöflunnar stjórnað af móðurklukku, en það er pendúlklukka, dregin upp með rafmagni og byggð í sérstakan viðarskáp. Klukkan er mötuð með 220 V riðspennu, en gefur frá sér 24 V jafnstraumsimpúlsa á mlnútufresti. Missi klukkan riðspennuna, gengur hún í allt að 12 klukku- stundir á fjöðurverkinu. Hafi stjórntaflan einnig misst riðspennuna, stöðvast rofaklukkan, en móðurklukkan safnar impúlsunum, og sendir þá alla í einni runu til rofaklukkunnar, þegar riðspennan kemur aftur, og nær rofaklukkan þá móðurklukkunni. D. Móttölculiðar. Móttökuliðarnir eru byggðir í bakelit hús og eru með innsiglanlegu loki. Stærð þeirra er ca. 10X26 cm., og þykkt ca. 10 cm., allt yztu mál. 1 hverjum móttökuliða er hægt að hafa allt að 3 rofa, sem stilla má á hvaða rásir sem er. Það má þvl stjórna þrenns konar notkun með sama móttökuliða. Rofar liðanna eru samrofar 15 A, 380 V við cosinus fí 0,3 og 25 A, 380 V við ohmst álag. Móttökuliðinn er gerður úr tveimur aðalhlutum, þ. e. 6. og 7. mynd. Sendir og móttökuliði. d.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.