Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 14
4 TlMARIT VFl 1971 Hitaveita á Seltjarnarnesi Eftir Þorbjörn Karlsson, vélaverkfræðing unar o. m. fl. Eins og- sakir standa virðist ekki nægur markaður fyrir hagkvæman flutning háhitavatns til höfuðborgarsvæðisins. Ef sett yrði á stofn eitt eða fleiri fyrirtæki, sem yrðu notendur verulegrar varmaorku, getur grundvöllur skapazt fyrir virkjun og flutning háhitavarma til höfuöborgarsvæðisins og ýmisskonar smærri iðnaður nyti góðs af því. 16. Ef nóg vatn verður fyrir hendi, kœmi þá til greina að gera mœling- una á hinum selda skammti einfald- ari, t. d. selja eftir hámarksrennsli, svipað og gert er hjá a. m. k. sumum hitaveitum riti á landi. Hve mikið mœtti spara í stofnkostnað og rekst- urskostnað í hitaveitum í nýjum hverfum með slíku kerfi1 Að mínu áliti er sala jarðhita um hemil hjá hverjum notanda betri tilhögun en sala um vatnsmæli. Rök til þess eru margvísleg. Eitt er það, að rekstrarkostnaður jarðhitaveitu er að lang mestu leyti fastagjöld, sem ákvarðast af stærð virkjunar og dreifikerfis. Hann er því nær ein- göngu háður hámarksnotkun vatns- ins. Gjöldum notenda yrði skipt í jafnar mánaðargreiðslur. Það er bæði hagkvæmara fyrir notendur og hitaveituna sjálfa, þar sem notendur dreifa þá hinum háu vetrargjöldum, eins og þau verða samkvæmt mæli, á allt árið og hitaveitan fær hækkað- ar sumartekjur, en þá er aðalfram- kvæmdatími hennar, kostnaður við innheimtu verður einnig lægri með því móti og viðhaldskostnaður mæla sparast. Ástæðan fyrir því að sala hefur farið fram um mæli hjá Hitaveitu Reykjavíkur frá upphafi er fyrst og fremst sú, að nægilega nákvæmir þrýstióháðir hemlar hafa ekki verið markaðsvara fyrr en síðustu fjögur árin og má í því sambandi nefna að Hitaveita Reykjavíkur var meðal fyrstu kaupenda að fyrstu fram- leiðslu þeirra litlu hemla, sem hæfa okkar notkun. Það sýnir einnig, að ekki verður komizt af án hemla, þótt mælar séu einnig notaðir. Á hinn bóginn er hemlun á neyzlu- vatni nokkrum vandkvæðum bundin og heildarnotkun mun aukast nokkuð með notkun hámarkshemla, en sú aukning yrði fyrst og fremst falin í aukinni sumarnotkun t. d. til vermi- húsa hjá íbúðarhúsum og jafnvel sundlaugum á íbúðalóðum og væri hvorttvegga óneitanlega til menning- arauka og hagsbóta notendum án verulegrar útgjaldaaukninga fyrir hitaveitureksturinn. Þekking vor á jarðhita og dreif- ingu hans hefur aukizt allverulega á síðari árum. Stafar þetta að sjálf- sögðu af því, að til sögunnar hafa komið nýjar aðferðir til jarðeðlis- fræðilegra kannana, en þyngra er þó e. t. v. á metunum að við höfum eignazt marga unga og snjalla vís- indamenn til að beita þessum aðferð- um. Höfum við orðið margs vísari um eðli jarðhitans og uppruna og margir vísindamenn okkar og verk- fræðingar hafa starfað og starfa enn viða um lönd og miðla þar af þekk- ingu sinni á þessu sviði. Hér heima hefur hin aukna þekk- ing nú þegar borið ávöxt í næsta ná- grenni höfuðborgarinnar, á Seltjarn- arnesi, þ. e. fremsta hluta nessins, sem Reykjavík stendur á, en þar er nú hafinn undirbúningur að hita- veitu með varma unnum á staðnum. Eru ekki ýkjamörg ár, síðan þetta svæði var talið fremur ólíklegt til heitavatnsvinnslu. Á árunum 1965—1967 voru bor- aðar tvær holur á Seltjarnarnesi vegna jarðhitaathugana. Var önnur þeirra, sem kölluð var S—I, staðsett á sunnanverðu nesinu hjá Bakka (sjá mynd), og var hún 1282 m á dýpt, en hin síðari, S—II, var við Gygggarð, 854 m djúp. Báðar þessar holur gáfu vatn. Úr úyg'g'g'arðsholunni komu um 4 1/s sjálfrennandi 78° heitt vatn, en Bakkaholan gaf 3 1/s með dælingu. Eftir þrýstipökkun í Bakkaholunni gaf hún með dælingu um 6 1/s af 65° vatni. Vatn þetta fæst úr 500—850 m dýpi, en Bakkaholan sýndi, að smá- æðar voru allt niður í 1250 m dýpi. Þá fannst líka, að samgangur er á milli þessara tveggja hola, en vega- lengdin á milli þeirra er um 1200 m. Efnagreining vatnsins sýndi, að klórinnihald þess var allhátt og mun hærra en í Reykjavík. Eykur það hættu á tæringu af völdum vatnsins og getur valdið því, að nota þurfi tvöfalt kerfi, ef nýta á vatnið I hita- veitu. Mælingar Orkustofnunar á holun- um bentu til þess, að bergið á 500— 850 m dýpi gæti með dælingu úr 4—6 holum gefið 40—60 1/s af 65—80° heitu vatni, eða um 10 1/s úr hverri holu. Var augljóst, að tímabært var orðið að gera frumáætlun um hita- veitu fyrir Seltjarnarnes og kanna bæði tæknilegan og fjárhagslegan grundvöll slíkrar veitu. Fól sveitar- stjórn Seltjarnarneshrepps verkfræði- stofunni Vermi h.f. að framkvæmda það verk síðla árs 1969, og sendu þeir frá sér skýrslu um málið í apríl 1970 (heimild nr. 1). I áætlun Vermis endurspeglaðist sú óvissa, sem ríkti um hitann á vatn- inu og efnasamsetningu þess. Þar við bættist, að þriðja holan, S—III, sem boruð var í ársbyrjun 1970, fór að gefa vatn rétt áður en áætluninni var lokið, og var það mun heitara en mælzt hafði i fyrri holunum eða um 94°C. Varð endirinn sá, að áætlun- in var miðuð við þrennskonar, vatnshita, 73°, 83° og 93°, og reikn- að var með bæði einföldu og tvö- földu dreifikerfi. 1 stuttu máli sýndu þessar áætlanir, að veita með ein- falt dreifikerfi er alltaf hagkvæmari en oliuhitun, en tvöfalt dreifikerfi er því aðeins hagkvæmt, að hagstæð lán fáist til veitunnar. Samhliða áætlunargerð Vermis h.f. ákvað sveitarstjórnin að gera enn frekari könnun á svæðinu, og var í janúar 1970 hafin borun þriðju hol- unnar, S—III, sem staðsett er sunn- antil á nesinu (sjá mynd). Þessi hola, sem er 1686 m djúp, leiddi ýmislegt óvænt i Ijós og hefur að ýmsu leyti farið fram úr vonum þeirra allra bjartsýnustu. Má þar nefna, t. d., að jarðlögin neðan við 1300 m reyndust gefa vatn, sem var bæði meira að magni og heitara en það vatn, sem úr efri lögunum fékkst. Jarðhitadeild Orkustofnunar gerði prófanir á holunni sumarið 1970. Þar á meðal var gerð samfelld tveggja vikna dæluprófun í ágústmánuði, og sýndi hún, að holan gefur 17—20 1/s af 103° vatni. Þessar athuganir ásamt öðrum, sem gerðar hafa verið á Seltjarnarnessvæðinu, benda til þess, að um tvö aðskilin vatnsleið-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.