Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 19

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 19
TlMARIT VFl 1971 9 tíma. Hitun með framleiðslu raf- magns í Krísuvík var þó talin álit- legur möguleiki, en eins og áður er sagt voru honum aðeins gerð laus- leg skil. 1 hitaveitunefndinni hafa verið nokkuð skiptar skoðanir um saman- burð Virkis h/f á rafhitun og vatns- hitun og hafa þær umræður leitt til þess, að nefndin lagði til við bæjar- ráð, að Virki h/f yrði falið að gera máli þessu nokkuð betri skil og stendur sú athugun Virkis h/f nú yfir. Svokölluð samvinnunefnd um hitaveitumál á höfuðborgarsvæðinu hefur starfað í nokkur ár. Er þar um að ræða ráðgefandi nefnd full- trúa sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu, sem m. a. hefur gert til- lögur um kerfisbundnar hitastiguls- kannanir og rannsóknarboranir á höfuðborgarsvæðinu og fleira. Á vegum þessarar nefndar gerði Fjar- hitun h/f frumathugun, sem fjallaði um hugsanleg jarðhitasvæði og að- rennslisæðar fyrir hitaveitu á höf- uðborgarsvæðinu og er sú skýrsla dagsett í febrúar 1970. Var þar gert ráð fyrir nokkrum mögTileikum, þ. e. hitaveitu frá Nesjavöllum, frá Hveragerði eða hugsanlega Vestur- Hengli og loks hitaveitu frá Krísu- víkursvæðinu og var þá bæði reikn- að með Krísuvik og Trölladyngju. Af þessum möguleikum eru Vestur- Hengill og Trölladyngja álitlegastir að öðru jöfnu, en um þau tvö svæði er minnst vitað í dag. Ein af forsendum fyrir áætlana- gerð Fjarhitunar er, að orkuþörf svæðisins yrði vart fullnægt með jarðvarma nema með öflun hans langt að, frá Hengils- eða Krísuvík- ursvæðunum. Sömuleiðis var talið, að hagkvæmast yrði fyrir öll sveitarfé- lögin, að þessari orkuþörf yrði full- nægt með sameiginlegri aðveitu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Niðurstöður skýrslunnar benda til, að um arð- vænlegt fyrirtæki gæti orðið að ræða. Nú síðustu mánuði hefur ýmislegt verið að gerast, sem gæti bent til þess, að um gjörbreytt sjónarmið yrði að ræða. 1 fyrsta lagi hafa bor- anir Hitaveitu Reykjavikur á Reykjasvæðinu gefið mun meiri árangur en búizt var við og gæti farið svo að Hitaveita Reykjavík- ur hefði vatn aflögu í stórum stíl fyrir t. d. Kópavog og Hafnarfjörð. Stórvirkur bor. Með tilkomu gufuborsins vorið 1958 gerbreyttist aðstaða til vinnslu jarðvarma hér á landi. Með þessu afkastarnikla tœki er unnt að bora mun dýpri og víðari holur en áður og gjösandi jarðlög eru enginn farar- tálmi fyrir borinn. Mcð eldri borum hafði œtíð orðið að stöðva boranir við fyrsta gos. Með því að steypa djúp fóðurrör í holurnar má með dœlingu hafa áhrif á afköst þeirra nokkurn veginn eftir þörfum og þjóna þœr og jarðlögin í kring því jafnframt sama hlutverki og miðl- unargeymir. Reynsludælingar, sem staðið hafa yfir í vor benda eindregið til að svo sé. Niðurstöður Virkis h/f sýna enn- fremur, að hitaveita frá Krísuvik yrði mjög stórt fyrirtæki, a. m. k. á mælikvarða Hafnarfjarðar, og gæti því orðið erfitt að afla svo mikils fjármagns, sem þyrfti til þess að koma þvi fyrirtæki á fót. Ennfremur er vitað um verulegan jarðhita á Álftanesi, en lítið vitað um, hversu langt inn til landsins það hitasvæði nær. Nú er í framkvæmd mikil rann- sóknaráætlun Orkustofnunar á Krísu- víkursvæðinu. Er reiknað með, að boraðar verði fimm rannsóknarholur á þessu ári, bæði í Krísuvík og Trölladyngju. Talið er að enn muni líða að minnsta kosti eitt ár þar til haldgóðar niðurstöður liggja fyrir af þessum rannsóknum á svæðinu. Loks ber að geta þess, að veruleg- ar hræringar eru uppi um notkun rafmagns til hitunar. Verið er að endurskoða gjaldskrá Landsvirkjun- ar, og verulegur vilji er fyrir hendi á notkun rafmagns. Gæti farið svo, að rafhitun kæmi inn í myndina meira en verið hefur, einkum með tilliti til erfiðra aðstæðna til bygg- ingar dreifikerfis í sumum hlutum Hafnarfjarðar. Hitaveitunefnd hefur því lagt til við bæjarstjórn, að tíminn á næstu mánuðum verði m. a. notaður til nánari könnunar á umhverfi Hafnar- fjarðar. Er þá reiknað með að byrja á könnunum frá yfirborði, sem eru margfalt ódýrari en boranir. Hugsan- lega verður ráðizt í borun á einni eða fleiri holum á þeim stöðum, sem álitlegir teljast að loknum yfirborðs- athugunum. Vitað er, að undirbúningur að stóriðju í Straumsvík, sem gæti orðið mikill orkunotandi, hlýtur að taka minnst fimm ár og jafnvel tíu. Má því búast við, að stór aðveita frá Krísuvíkursvæðinu til Hafnar- fjarðar dragist verulega á langinn. Er því í fullri alvöru farið að hug- leiða möguleika á nærtækari lausn, eins og kaupum á vatni frá Reykja- vík eða borun á Álftanesi eða nær, ef álitlegt reynist. Gæti þá orðið um að ræða lausn, sem yrði tiltölulega hagkvæm í bili. Tryggði hún m. a., að markaður væri að verulegu leyti fyrir hendi, þegar hin stóra aðveita frá Krísuvík kemur, en reikna verð- ur með, að hún komi fyrr eða síðar. Sú viðbótarathugun, sem verið er nú að vinna, mun m. a. gera þessum nýju möguleikum nokkur skil. Þótt margt sé nú í óvissu um hit- unarmál Hafnarfjarðar, má með nokkrum rétti búast við, að á næstu missirum eða jafnvel mánuðum verði mörkuð sú stefna sem lengi verður búið að. Hver hún verður, er enn of snemmt að spá um. Á hinn bóginn virðist nú flest benda til þess, að fjarhitun í einhverju formi verði framtíðarlausnin.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.