Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 26

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 26
16 TlMARIT VFl 1971 Húshitun á höfuðborgar- svæðinu Framhald af bls. 13 skrám orkusala, og dæmið er i raun miklu flóknara, ef einnig er tekifi tillit til þeirra aðgerða, sem ríkis- valdið hefir gert í orkubúskap lands- manna. Þannig er jöfnunargjald lagt á raforku og olíu, en ekki hitaveitu, og raforkuver eru undanþegin toll- um á öllum innflutningi vegna stofn- kostnaðar þeirra, en hitaveitur greiða fulla tolla. Til enn frekari áréttingar þvi, hversu hagkvæmur jarðvarminn er, sýnir 5. tafla áætlaðan stofnkostnað Lagarfossvirkjunar, Laxárvirkjunar og Hitaveitu Húsavíkur. Uppsett afl raforku kostar minnst 25 millj. kr/ MW, en aðeins 9 millj. kr/MW hjá Hitaveitu Húsavíkur, enda þótt allt dreifikerfið sé þar einnig innifalið. Þessa er getið vegna þess, að lang- stærsti hluti rekstrarkostnaðar orku- vera er f jármagnskostnaður. Þess ber þó að geta, að fleira hefir mikil áhrif, svo sem á hve löngu árabili orkuverið verður fullnýtt og hversu langur árlegur nýtingartími er. Lokaorð Eins og fram kemur í 3. töflu, þyrfti afl hitaveitunnar að aukast um 70 MW til þess að geta séð öllum olíuhituðu húsunum á höfuðborgar- svæðinu fyrir varmaorku. Vatnsmagnið á Reykjum hefir á undanförnum árum verið um 1000 m3/h, en nú í vetur hafa verið bor- aðar 7 nýjar borholur og í 5 þeirra verið settar borholudælur, sem auk- ið hafa vatnsmagnið í um 1500 rrr/h. Til þess að ná þeim 70 MW, sem áð- ur voru nefnd, þarf vatnsmagnið að aukast í 2500 m3/h. Góðar horfur eru á, að svo vel takist til. Eins og áður getur, má telja full- víst, að rafveiturnar geti ekki fengið keypta orku til húshitunar á jafn- hagstæðu verði og stóriðjan eða á 26,4 aura/kwh. Er því óhugsandi, að dreifingarkostnaðurinn verði svo lítill, að hægt sé að keppa við hita- veituna með 35 aura/kwh. Stækkun virkjunar að Reykjum gefur miklu ódýrari varmaorku á höfuðborgarsvæðinu en virkjun há- hitasvæða hér í grenndinni, sem gerðar hafa verið áætlanir um. Efna- samsetning vatnsins frá Reykjum er sérstaklega hagstæð, eins og reynsl- an hefir sýnt, og sama má segja um hitastigið, en vegna þess má leggja eingöngu einföld dreifikerfi. Kostum þeirra hefir lítillega verið lýst hér að framan. Ég tel fullvíst, að enginn orkugjafi geti keppt við jarðvarmann á Reykj- um um húshitunarmarkaðinn hér á höfuðborgarsvæðinu. HEIMILDASKRÁ. 1) Karl Ómar Jónsson: Húshitun, orkunotkun og kostnaður. Tíma- rit VFl 1968. 2) Gísli Jónsson: Áhrif fyrirhugaðra tollalækkana á kostnaðarsaman- burð á beinni rafhitun og hitun með olíu í einbýlishúsum. (Jan. 1970 óprentað.) 3) Hitaveita fyrir höfuðborgarsvæð- ið. (Skýrsla gerð af Fjarhitun h/f fyrir samvinnunefnd um hitaveitumál.) Mýir félagsmenn Davíð Ástráður Gunn- arsson (V. 1970), f. 9. júlí 1944 í Rvík. For. Gunnar Friðþjófur skrifst.stjóri Otv.banka Isl. þar, f. 13. feb. 1910, d. 27. des. 1967, Davíðsson trésm. í Hafnarf. Kristjánssonar og k. h. Júlíana Svanhvít, f. 16. okt. 1911, Guðmunds- dóttir skipstj. I Hafnarf. Magnússonar. Stúdent Rvík 1964, próf í vélaverkfræði frá K. T. H. í Stokkhólmi 1969 og er við framhaldsnám þar. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 15. jan. 1970. H G Páll Gústavsson (V. 1970), f. 5. jan. 1942 í Rvik. For. Gústav skrifst,- stj. þar, f. 12. júli 1911, Sigvaldason bónda að Hrafnabjörgum, A,- Hún., Þorkelssonar og k. h. Ása, f. 28. apr. 1920, Pálsdóttir húsasm.m. í Rvík Kristjánssonar. Stúdent Rvík 1961, B.Sc.-próf í efnaverkfræði frá Heriot-Watt Uni- versity í Edinborg 1968 og próf í þjóðhagfræði og reksturshagfræði frá H. 1. 1969. Verkfr. hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins í Rvik 1969—70 og síðan hjá Efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 9. febr. 1970. H G Timarit VcrkfræSinKivfélags islnnds kemur út sex sinnum á ári. Ritstjöri: Páll Theódórsson. Ritncfnd: Dr. Gunnar Sig- urðsson, Jakob Björnsson, Vilhjálmur LúOviksson, Þorbjörn Karlsson og Birgir Frímannsson. Framkv.stj. ritncfndar: Gisli Ólafsson. STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.