Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1971, Blaðsíða 22
12 TlMARIT VPI 1971 Tvær skýrslur um hitaveitu á höfuðborgarsvæðinu. Um nokkurrn nra skeið hefur starfað samvinnunefnd um hitaveitumál a höfuðborgarsvœðinu. Fyrir tveimur árum var skipuð undirnefnd á vegum þessarar nefndar til að afla upplýsinga um sameiginlega aðveitu fyrir allt höfuðborgarsvœðið. í þessari nefnd áttu sœti: Jóhannes Zoega hitaveitu- stjóri, Kristinn Guðmundsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og Páll Theodórsson eðlisfrœðingur. Nefndin fól tveimur verkfrœðistofum að gera slíka athugun, cnda höfðu þœr báðar unnið að skyldri könnun. Verkfræðistofurnar voru Fjarhitun h/f og Virkir h/f. Myndin hér að ofan sýnir forsíðu skýrslnanna, sem þessi fyrirtœki sendu frá sér. Skýrsla Virkis var fyrst og fremst frum- acetlun um hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, en þar var einnig reiknað með þeim möguleika að Kópavogur og Garðahreppur fengju heitt vatn frá Krísuvík. Samkvœmt áœtlun Virkis var varmaverð til notenda i Hafnarfirði um J/SO kr/Gcal (8% ársvextir). Samkvœmt áœtlun Fjarlútunar um hitaveitu fyrir allt höfuðborgarsvœðið var verð varmans til notenda áœtlað um 300 kr/Gcal. Á sama tíma var tilsvarandi reksturskostnaður við sérkyndingu með gasolíu áœtlaður 675 kr/Gcal. Dreifiæðar í plastkápu hafa lækkað verulega kostnaðinn. Áður fyrr voru allar götulagnir í steyptum stokkum. Nú eru œ stœrri pípur settar í hlífðarrör úr plasti og einangraðar með urethan. Þetta er cinkum hagstœtt fyrir einföldu kerfin. Sem dœmi skal hér nefnt að heild- arkostnaður 100 m/m pípu í stokk er áœtlaður 3500 kr/m, en í plaströri 2100 kr/m. varin stálrör, asbeströr og plaströr. Hin síðasttöldu hafa unnið mjög á síðasta áratuginn, og eru margar gerðir á markaði nágrannalandanna. Hér á landi framleiða tvær verk- smiðjur slík rör og tengistykki. Þeg- ar hitaveitan var lögð á árunum 1939—1943, voru allar götuæðar í steyptum stokkum, en heimæðar, sem einangraðar voru með glerullar- hólkum, voru vafðar asfaltpappa. Óhætt er að segja, að yfirleitt hafi mjög vel tekizt með steyptu stokk- ana, en heimæðarnar hafa verið viðhaldsfrekar. Þær vor ódýrar í stofnkostnaði, en hin dreifða byggð, sem hér var, hefði ekki þolað dýrari og vandaðri lausn, og valið var því rétt. Fyrir um það bil 13 árum var byrjað að nota plasthólka sem hlífð- arrör hér á landi, og vorum við þá á undan nágrannalöndum okkar, en illa gekk með samsetningarnar. Danskur maður, Ege Andersen frá Legstor, leysti vandann á snjallan hátt fyrir um það bil 10 árum, og síðan hefir orðið bylting I lögn hita- veituæða með hlífðarrörum úr plasti. Eins og áður segir, eru núna tvær verksmiðjur hér á landi, sem fram- leiða einangraðar stálpípur og tengistykki með plasthlífðarröri. Plaströrin hafa alla tíð verið fram- leidd á Reykjalundi, og fyrstu árin voru notuð sérstök einangrunarrör, sem Jón Þórðarson verksmiðjustjóri þar hafði teiknað. Einangrunarhæfni þeirra var þó ekki nógu mikil, svo að horfið var að öðrum lausnum, en samsetning- arnar ollu enn erfiðleikum. Ymsar tillögur komu fram, og tilraunir voru gerðar. Til gamans skal þess getið, að eitt sinn teiknaði Jón sam- setningu, sem að nokkru byggðist upp á sama hátt og samsetning raf- strengs. Fyrir tveimur árum, þegar ég var á kynnisferð um Danmörku, var mér sýnd framleiðsla, sem þá var að koma á markað þar, og voru samsetningarnar byggðar upp á sama hátt og Jón hafði hugsað sér á fyrrnefndri teikningu. Til þess að sýna lauslega, hvaða fjárhagslega þýðingu þessar plast- einangruðu æðar hafa haft, skal þess getið, að verkfræðistofan Fjarhitun h/f gerði frumáætlun um hitaveitu í Kópavogi vorið 1964, og var þá áætl- að, að dreifikerfið kostaði 134 millj. kr. 1 árslok 1969 var þessi áætlun endurskoðuð og nam þá 187 millj. kr. eða hafði hækkað um 40%. Á sama

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.